Einvígi risa sem raknað hafa úr rotinu Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2023 12:01 Robert Lewandowski og Marcus Rashford eru ansi líklegir til að setja mark sitt á einvígi stórliðanna tveggja sem hefst í dag. Getty Barcelona og Manchester United hafa marga spennandi hildi háð í gegnum tíðina. Í dag mætast liðin hins vegar í Evrópudeildinni í fyrsta sinn, þrátt fyrir uppgang beggja í vetur undir stjórn nýrra þjálfara. Liðin mætast í fyrri leik sínum á Camp Nou snemma í dag, eða klukkan 17:45, og er leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Seinni leikurinn er svo á Old Trafford eftir viku. Barcelona hefur unnið alla sína leiki á árinu 2023 og virðist á hárréttri braut undir stjórn Xavi sem sneri aftur á Camp Nou síðasta sumar, eftir þriðja ár Börsunga í röð án þess að vinna spænsku deildina. Þeir eru komnir með átta stiga forskot á Real Madrid á toppi hennar. Þrátt fyrir það klúðruðu Börsungar tækifærinu á að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu, þegar þeir enduðu fyrir neðan Bayern München og Inter í riðlakeppninni, og því eru þeir mættir í umspil Evrópudeildarinnar þar sem þeir berjast við United um sæti í 16-liða úrslitum. We're. Back. #UEL pic.twitter.com/SbCMiMGDRp— UEFA Europa League (@EuropaLeague) February 13, 2023 United hefur sömuleiðis vegnað afar vel eftir HM-hléið og er nú aðeins fimm stigum frá toppi ensku úrvalsdeildarinnar, eftir byrjunarörðugleika undir stjórn Eriks Ten Hag sem Hollendingurinn virðist hafa náð að lagfæra. Þá leikur liðið úrslitaleik í deildabikarnum síðar í mánuðinum og getur unnið sinn fyrsta titil í sex ár. United endaði hins vegar í 2. sæti síns riðils í Evrópudeildinni í haust, á eftir Real Sociedad, og þarf því að fara í umspilið. Barcelona hefur haft nokkra yfirburði gegn United í síðustu leikjum liðanna en United fagnaði síðast sigri í einvígi gegn Barcelona árið 2008, samtals 1-0 í undanúrslitum, þegar liðið varð Evrópumeistari. Barcelona vann svo úrslitaleik liðanna ári seinna, 2-0, og sömuleiðis úrslitaleikinn 2011, 3-1. Þá mættust liðin í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar árið 2019 þar sem Barcelona vann báða leiki og einvígið samtals 4-0. United getur ekki teflt fram nýja manninum Marcel Sabitzer því hann er í banni vegna þriggja áminninga í búningi Bayern í haust, og sömu sögu er að segja af Lisandro Martínez. Antony, Anthony Martial og Scott McTominay fóru heldur ekki með liðinu til Barcelona vegna meiðsla, og Christian Eriksen og Donny van de Beek verða lengi frá vegna meiðsla. Börsungar eru án Ousmane Dembélé og Sergio Busquets. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Enski boltinn Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Sjá meira
Liðin mætast í fyrri leik sínum á Camp Nou snemma í dag, eða klukkan 17:45, og er leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Seinni leikurinn er svo á Old Trafford eftir viku. Barcelona hefur unnið alla sína leiki á árinu 2023 og virðist á hárréttri braut undir stjórn Xavi sem sneri aftur á Camp Nou síðasta sumar, eftir þriðja ár Börsunga í röð án þess að vinna spænsku deildina. Þeir eru komnir með átta stiga forskot á Real Madrid á toppi hennar. Þrátt fyrir það klúðruðu Börsungar tækifærinu á að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu, þegar þeir enduðu fyrir neðan Bayern München og Inter í riðlakeppninni, og því eru þeir mættir í umspil Evrópudeildarinnar þar sem þeir berjast við United um sæti í 16-liða úrslitum. We're. Back. #UEL pic.twitter.com/SbCMiMGDRp— UEFA Europa League (@EuropaLeague) February 13, 2023 United hefur sömuleiðis vegnað afar vel eftir HM-hléið og er nú aðeins fimm stigum frá toppi ensku úrvalsdeildarinnar, eftir byrjunarörðugleika undir stjórn Eriks Ten Hag sem Hollendingurinn virðist hafa náð að lagfæra. Þá leikur liðið úrslitaleik í deildabikarnum síðar í mánuðinum og getur unnið sinn fyrsta titil í sex ár. United endaði hins vegar í 2. sæti síns riðils í Evrópudeildinni í haust, á eftir Real Sociedad, og þarf því að fara í umspilið. Barcelona hefur haft nokkra yfirburði gegn United í síðustu leikjum liðanna en United fagnaði síðast sigri í einvígi gegn Barcelona árið 2008, samtals 1-0 í undanúrslitum, þegar liðið varð Evrópumeistari. Barcelona vann svo úrslitaleik liðanna ári seinna, 2-0, og sömuleiðis úrslitaleikinn 2011, 3-1. Þá mættust liðin í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar árið 2019 þar sem Barcelona vann báða leiki og einvígið samtals 4-0. United getur ekki teflt fram nýja manninum Marcel Sabitzer því hann er í banni vegna þriggja áminninga í búningi Bayern í haust, og sömu sögu er að segja af Lisandro Martínez. Antony, Anthony Martial og Scott McTominay fóru heldur ekki með liðinu til Barcelona vegna meiðsla, og Christian Eriksen og Donny van de Beek verða lengi frá vegna meiðsla. Börsungar eru án Ousmane Dembélé og Sergio Busquets. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Enski boltinn Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Sjá meira