Eldur vegna rafmagnstækja í hleðslu Ágúst Mogensen skrifar 16. febrúar 2023 12:01 Nýverið var sagt frá því í fréttum að fjölskylda hefði misst nær allar eigur sínar í eldi sem kviknaði út frá hleðslutæki fyrir síma sem staðsett var upp í rúmi í barnaherbergi. Sem betur fer var reykskynjari í herberginu sem varaði heimilisfólk við og hægt var að slökkva eldinn. Lærdómurinn af frásögn fjölskyldunnar er einfaldur en mikilvægur, ekki vera með hleðslutæki í notkun innan um eldfimt undirlag eða yfirbreiðslur og hafið reykskynjara í svefnherbergjum. Hleðslu- og rafmagnstæki sem eru upp í rúmi, liggja á eða undir sæng, púða eða kodda, valda eldhættu. Ekki hengja föt á rafmagnshjól í hleðslu, svona mætti áfram telja. Raftæki er best að hlaða á föstu, tregbrennanlegu undirlagi þar sem loftar um þau. Dæmin eru fleiri Reglulega fáum við fregnir af því að eldur hafi komið upp vegna rafmagnstækja í hleðslu. Eldvarnabandalagið, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og fleiri hafa vakið athygli á þessu vandamáli vegna eldsvoða sem upp hafa komið, t.d. við hleðslu rafhlaupahjóla, handverkfæra og síma. Flestir eru nokkuð grunlausir þegar kemur að hleðslu tækja sem nota liþíum rafhlöður enda treystum við því að varan sé örugg. Alla jafna eru vottuð raftæki örugg en það eru samt nokkur öryggisatriði sem gott er að hafa í huga í umgengni við þau. Sjáanlegar skemmdir á rafhlöðu Ef það er sjáanleg skemmd á tækinu þínu/rafhlöðunni eftir t.d. að þú misstir það í gólfið þá er öruggast að fá nýja rafhlöðu. Skemmdar rafhlöður eru algeng ástæða eldsvoða og á þessu sviði eigum við ekki að spara við okkur. Ekki reyna að laga rafhlöðuna eða líma hana saman. Vinnueftirlitið í Bandaríkjunum (OSHA) hefur bent á þessa hættu þar sem mörg tæki sem við notum við vinnu eru með liþíum rafhlöðu. Þráðlausar myndavélar, talstöðvar og handverkfæri nota undantekningarlaust þessa gerð rafhlaðna. Þetta tengi passar í þessa innstungu! Það er alltaf öruggast að nota hleðslutæki frá framleiðanda tækisins sem er verið að hlaða. Það er ekki sjálfgefið að þó tengi passi að það anni þeirri orkuþörf sem tækið krefst. Ef það gerist er hættan sú að tækið ofhitni og brenni yfir. Þetta gildir um öll raftæki og hleðslu rafmagnsbíla líka. Ekki hlaða rafmagnbílinn þinn með framlengingarsnúrukeflum úr tengli sem annar ekki hleðsluþörf bílsins. Hér á landi eru þekkt dæmi um eld eftir slíka notkun. Notaðu viðurkennda hleðslustöð. Verið líka gagnrýnin á allar hleðslusnúrur, ekki nota sjáanlega laskaðar eða viðgerðar snúrur. Þá er góð regla að taka tæki sem búið er að hlaða úr sambandi. Hvernig slekk ég eldinn? Ef þú metur stöðuna þannig að eldur og reykur sé of mikill þá lokar þú dyrunum, hringir í 112, aðvarar fólk í kringum þig og yfirgefur húsnæðið. Líf og heilsa er alltaf forgangsatriði. Ef þú verður eldsins var í tæka tíð, taktu þá tækið/hleðslusnúruna úr sambandi. Haltu fjarlægð og notaðu duft- eða léttvatnstæki til að slökkva eldinn. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Slysavarnir Mest lesið Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið var sagt frá því í fréttum að fjölskylda hefði misst nær allar eigur sínar í eldi sem kviknaði út frá hleðslutæki fyrir síma sem staðsett var upp í rúmi í barnaherbergi. Sem betur fer var reykskynjari í herberginu sem varaði heimilisfólk við og hægt var að slökkva eldinn. Lærdómurinn af frásögn fjölskyldunnar er einfaldur en mikilvægur, ekki vera með hleðslutæki í notkun innan um eldfimt undirlag eða yfirbreiðslur og hafið reykskynjara í svefnherbergjum. Hleðslu- og rafmagnstæki sem eru upp í rúmi, liggja á eða undir sæng, púða eða kodda, valda eldhættu. Ekki hengja föt á rafmagnshjól í hleðslu, svona mætti áfram telja. Raftæki er best að hlaða á föstu, tregbrennanlegu undirlagi þar sem loftar um þau. Dæmin eru fleiri Reglulega fáum við fregnir af því að eldur hafi komið upp vegna rafmagnstækja í hleðslu. Eldvarnabandalagið, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og fleiri hafa vakið athygli á þessu vandamáli vegna eldsvoða sem upp hafa komið, t.d. við hleðslu rafhlaupahjóla, handverkfæra og síma. Flestir eru nokkuð grunlausir þegar kemur að hleðslu tækja sem nota liþíum rafhlöður enda treystum við því að varan sé örugg. Alla jafna eru vottuð raftæki örugg en það eru samt nokkur öryggisatriði sem gott er að hafa í huga í umgengni við þau. Sjáanlegar skemmdir á rafhlöðu Ef það er sjáanleg skemmd á tækinu þínu/rafhlöðunni eftir t.d. að þú misstir það í gólfið þá er öruggast að fá nýja rafhlöðu. Skemmdar rafhlöður eru algeng ástæða eldsvoða og á þessu sviði eigum við ekki að spara við okkur. Ekki reyna að laga rafhlöðuna eða líma hana saman. Vinnueftirlitið í Bandaríkjunum (OSHA) hefur bent á þessa hættu þar sem mörg tæki sem við notum við vinnu eru með liþíum rafhlöðu. Þráðlausar myndavélar, talstöðvar og handverkfæri nota undantekningarlaust þessa gerð rafhlaðna. Þetta tengi passar í þessa innstungu! Það er alltaf öruggast að nota hleðslutæki frá framleiðanda tækisins sem er verið að hlaða. Það er ekki sjálfgefið að þó tengi passi að það anni þeirri orkuþörf sem tækið krefst. Ef það gerist er hættan sú að tækið ofhitni og brenni yfir. Þetta gildir um öll raftæki og hleðslu rafmagnsbíla líka. Ekki hlaða rafmagnbílinn þinn með framlengingarsnúrukeflum úr tengli sem annar ekki hleðsluþörf bílsins. Hér á landi eru þekkt dæmi um eld eftir slíka notkun. Notaðu viðurkennda hleðslustöð. Verið líka gagnrýnin á allar hleðslusnúrur, ekki nota sjáanlega laskaðar eða viðgerðar snúrur. Þá er góð regla að taka tæki sem búið er að hlaða úr sambandi. Hvernig slekk ég eldinn? Ef þú metur stöðuna þannig að eldur og reykur sé of mikill þá lokar þú dyrunum, hringir í 112, aðvarar fólk í kringum þig og yfirgefur húsnæðið. Líf og heilsa er alltaf forgangsatriði. Ef þú verður eldsins var í tæka tíð, taktu þá tækið/hleðslusnúruna úr sambandi. Haltu fjarlægð og notaðu duft- eða léttvatnstæki til að slökkva eldinn. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun