Greiningum fjölgar enn á inflúensu, skarlatssótt og hálsbólgu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. febrúar 2023 08:19 Pestirnar voru mun fyrr á ferð og mun skæðari í vetur en árin á undan. Aukning varð á fjölda inflúensugreininga í síðustu viku samanborið við fjórar vikur þar á undan. Alls greindust 46 með staðfesta inflúensu, þar af 35 með inflúensustofn B, níu með inflúensustofn A(H1) og tveir með stofn A(H3). Áberandi aukning er á greiningum á inflúensustofni B miðað við vikurnar á undan. Frá þessu er greint á vef Landlæknisembættisins en þar segir að áfram greinist hlutfallslega flestir í aldurshópunum 0 til 4 ára og 65 ára og eldri. 115 greindust með Covid-19 í síðustu viku, svipaður fjöldi og vikuna áður. Fjöldi sýna var einnig svipaður sem og hlutfall jákvæðra af heildarfjölda sýna. Fjöldi með staðfesta inflúensu eftir vikum í vetur samanborið við meðaltal síðustu fimm flensutímabila. Veturinn 2020-2021 er ekki inni í meðaltali en þá greindist ekkert tilfelli af inflúensu.Landlæknisembættið Samkvæmt yfirlitinu yfir vikuna 6. til 12. febrúar eru enn óvenjumargir að greinst með skarlatssótt og þeim fer fjölgandi. 77 greindust með skarlatssótt í síðustu viku en hlutfallslega eru töluvert færri að greinast á Norðurlandi og Vestfjörðum samanborið við önnur heilbrigðisumdæmi. Greiningum á hálsbólgum fjölgar einnig og voru þær yfir þrefalt fleiri í síðustu viku en að meðaltali sömu viku á árunum 2017 til 2021. Tuttugu greindust með RS veiru, sem er sambærilegt við vikuna á undan. Meðal þeirra sem greindust voru þrjú börn undir eins árs. „Rhinoveirugreiningar voru 35 talsins, sem er aukning frá viku 5. Þá greindust 19 með kórónuveirur aðrar en SARS-CoV-2, fleiri en í nokkurri viku veturinn 2022-2023. Fjöldi metapneumóveiru (hMPV) greininga var 12,“ segir á vef Landlæknisembættisins. Átta lögðust inn á Landspítala með Covid-19, meira en helmingi færri en í vikunni á undan. Sjö lögðust inn vegna inflúensu og sjö vegna RS veiru. Heilbrigðismál Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Sjá meira
Áberandi aukning er á greiningum á inflúensustofni B miðað við vikurnar á undan. Frá þessu er greint á vef Landlæknisembættisins en þar segir að áfram greinist hlutfallslega flestir í aldurshópunum 0 til 4 ára og 65 ára og eldri. 115 greindust með Covid-19 í síðustu viku, svipaður fjöldi og vikuna áður. Fjöldi sýna var einnig svipaður sem og hlutfall jákvæðra af heildarfjölda sýna. Fjöldi með staðfesta inflúensu eftir vikum í vetur samanborið við meðaltal síðustu fimm flensutímabila. Veturinn 2020-2021 er ekki inni í meðaltali en þá greindist ekkert tilfelli af inflúensu.Landlæknisembættið Samkvæmt yfirlitinu yfir vikuna 6. til 12. febrúar eru enn óvenjumargir að greinst með skarlatssótt og þeim fer fjölgandi. 77 greindust með skarlatssótt í síðustu viku en hlutfallslega eru töluvert færri að greinast á Norðurlandi og Vestfjörðum samanborið við önnur heilbrigðisumdæmi. Greiningum á hálsbólgum fjölgar einnig og voru þær yfir þrefalt fleiri í síðustu viku en að meðaltali sömu viku á árunum 2017 til 2021. Tuttugu greindust með RS veiru, sem er sambærilegt við vikuna á undan. Meðal þeirra sem greindust voru þrjú börn undir eins árs. „Rhinoveirugreiningar voru 35 talsins, sem er aukning frá viku 5. Þá greindust 19 með kórónuveirur aðrar en SARS-CoV-2, fleiri en í nokkurri viku veturinn 2022-2023. Fjöldi metapneumóveiru (hMPV) greininga var 12,“ segir á vef Landlæknisembættisins. Átta lögðust inn á Landspítala með Covid-19, meira en helmingi færri en í vikunni á undan. Sjö lögðust inn vegna inflúensu og sjö vegna RS veiru.
Heilbrigðismál Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Sjá meira