Inter styrkti stöðu sína í öðru sæti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. febrúar 2023 21:55 Mkhitaryan skoraði eitt marka Inter í kvöld. EPA-EFE/MATTEO BAZZI Inter vann 3-1 sigur á Udinese í síðasta leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sigurinn lyftir Inter þremur stigum upp fyrir nágranna sína í AC Milan í töflunni. Heimamenn í Inter fengu vítaspyrnu þegar rétt rúmlega stundarfjórðungur var liðinn af leiknum. Það tók sinn tíma að dæma spyrnuna en á endanum komst dómarateymið að því að um brot hefði verið að ræða. Romelu Lukaku fór á punktinn og brenndi af en fékk hins vegar að taka spyrnuna aftur og brást bogalistin í annað sinn. Undir lok fyrri hálfleiks jöfnuðu gestirnir hins vegar metin. Sandi Lovric skoraði þá eftir sendingu Roberto Pereyra og staðan jöfn í hálfleik. Staðan var jöfn allt þangað til á 73. mínútu þegar Henrikh Mkhitaryan skoraði með góðu skoti og kom Inter aftur yfir. Lautaro Martínez gulltryggði svo sigurinn þegar aðeins mínúta var til loka venjulegs leiktíma. Lokatölur á San Siro 3-1 Inter í vil sem er nú með 47 stig í 2. sæti Serie A. Napoli trónir hins vegar á toppnum með 62 stig á meðan AC Milan er í 3. sæti með 44 stig. Ítalski boltinn Fótbolti
Inter vann 3-1 sigur á Udinese í síðasta leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sigurinn lyftir Inter þremur stigum upp fyrir nágranna sína í AC Milan í töflunni. Heimamenn í Inter fengu vítaspyrnu þegar rétt rúmlega stundarfjórðungur var liðinn af leiknum. Það tók sinn tíma að dæma spyrnuna en á endanum komst dómarateymið að því að um brot hefði verið að ræða. Romelu Lukaku fór á punktinn og brenndi af en fékk hins vegar að taka spyrnuna aftur og brást bogalistin í annað sinn. Undir lok fyrri hálfleiks jöfnuðu gestirnir hins vegar metin. Sandi Lovric skoraði þá eftir sendingu Roberto Pereyra og staðan jöfn í hálfleik. Staðan var jöfn allt þangað til á 73. mínútu þegar Henrikh Mkhitaryan skoraði með góðu skoti og kom Inter aftur yfir. Lautaro Martínez gulltryggði svo sigurinn þegar aðeins mínúta var til loka venjulegs leiktíma. Lokatölur á San Siro 3-1 Inter í vil sem er nú með 47 stig í 2. sæti Serie A. Napoli trónir hins vegar á toppnum með 62 stig á meðan AC Milan er í 3. sæti með 44 stig.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti