„Við svona rússíbanahagkerfi verður ekki unað“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. febrúar 2023 15:01 Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Vilhelm Formaður Neytendasamtakanna segir vaxtahækkanir viðskiptabankanna ekki koma á óvart, enda búi Íslendingar við fákeppni í neytendamálum á ýmsum sviðum. Hann kallar eftir aukinni samkeppni og segir sveiflur í hagkerfinu óviðunandi. Í gær tilkynntu allir stóru viðskiptabankarnir þrír, Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion-banki, um hækkanir á út- og innlánsvöxtum, eftir núll komma fimm prósentustiga stýrivaxtahækkun Seðlabankans í síðustu viku. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, hefur ítrekað gagnrýnt bankana fyrir að vera fljótir að hækka vexti, en heldur lengur að lækka þá. Hann segir fréttir gærdagsins því koma lítið á óvart. „Þetta sýnir bara það að samkeppnin á fjármálamarkaði á Íslandi er verulega ábótavant. Þar sem samkeppni skortir eru allar svona hækkanir fljótari að leka út í verðlagið,“ segir Breki í samtali við fréttastofu. Fyrirtæki eigi að þurfa að hugsa sig tvisvar um Breki kallar eftir aukinni samkeppni í þessum málum. „Við búum náttúrulega á fákeppnismarkaði og kannski að beina því til neytenda á hvaða markaði sem er að leita alltaf ódýrustu kosta og skipta við þau fyrirtæki sem bjóða best og hafa hag neytenda fyrir brjósti.“ Fyrir liggi að Íslendingar búi við mjög sveiflukennt hagkerfi. Því þurfi að breyta. „Við þurfum að gera allt sem við getum til að auka stöðugleika hér, því að við svona rússíbanahagkerfi verður ekki unað. Það skekkir allan samanburð og veikir verðvitund neytenda, og er á allan hátt slæmt fyrir okkur öll.“ Það séu ýmis ráð sem hægt væri að grípa til. „Það má efla neytendavernd, efla eftirlit með leikendum á neytendamarkaði og gera ýmislegt til að auka aðhald með fyrirtækjum þannig að þau hugsi sig tvisvar um að beina öllum kostnaðarhækkunum yfir á neytendur,“ segir Breki. Kjaramál Seðlabankinn Íslenskir bankar Tengdar fréttir Arion hækkar sömuleiðis vextina Arion banki hefur tilkynnt um hækkun inn- og útlánsvaxta í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans. Vaxtabreytingarnar taka gildi næstkomandi þriðjudag, 21. febrúar. 17. febrúar 2023 14:31 Landsbankinn hækkar líka vexti Landsbankinn hefur ákveðið að hækka bæði út- og innlánavexti eftir 0,5 prósentustiga stýrivaktahækkun Seðlabankans. Hinir stóru viðskiptabankarnir tveir tilkynntu einnig vaxtahækkun í dag. 17. febrúar 2023 18:49 Hækkar vexti vegna stýrivaxtahækkana Seðlabankans Íslandsbanki hefur tekið af skarið og hækkað vexti í samræmi við stýrivaxtahækkun Seðlabankans, sem var kynnt 8. febrúar síðastliðinn. Yfirdráttarvextir, breytilegir vextir óverðryggða húsnæðislána, breytilegir óverðtryggðir kjörvextir og fleiri tegundir vaxta hækka um 0,5 prósentustig í byrjun næstu viku. 17. febrúar 2023 11:23 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Í gær tilkynntu allir stóru viðskiptabankarnir þrír, Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion-banki, um hækkanir á út- og innlánsvöxtum, eftir núll komma fimm prósentustiga stýrivaxtahækkun Seðlabankans í síðustu viku. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, hefur ítrekað gagnrýnt bankana fyrir að vera fljótir að hækka vexti, en heldur lengur að lækka þá. Hann segir fréttir gærdagsins því koma lítið á óvart. „Þetta sýnir bara það að samkeppnin á fjármálamarkaði á Íslandi er verulega ábótavant. Þar sem samkeppni skortir eru allar svona hækkanir fljótari að leka út í verðlagið,“ segir Breki í samtali við fréttastofu. Fyrirtæki eigi að þurfa að hugsa sig tvisvar um Breki kallar eftir aukinni samkeppni í þessum málum. „Við búum náttúrulega á fákeppnismarkaði og kannski að beina því til neytenda á hvaða markaði sem er að leita alltaf ódýrustu kosta og skipta við þau fyrirtæki sem bjóða best og hafa hag neytenda fyrir brjósti.“ Fyrir liggi að Íslendingar búi við mjög sveiflukennt hagkerfi. Því þurfi að breyta. „Við þurfum að gera allt sem við getum til að auka stöðugleika hér, því að við svona rússíbanahagkerfi verður ekki unað. Það skekkir allan samanburð og veikir verðvitund neytenda, og er á allan hátt slæmt fyrir okkur öll.“ Það séu ýmis ráð sem hægt væri að grípa til. „Það má efla neytendavernd, efla eftirlit með leikendum á neytendamarkaði og gera ýmislegt til að auka aðhald með fyrirtækjum þannig að þau hugsi sig tvisvar um að beina öllum kostnaðarhækkunum yfir á neytendur,“ segir Breki.
Kjaramál Seðlabankinn Íslenskir bankar Tengdar fréttir Arion hækkar sömuleiðis vextina Arion banki hefur tilkynnt um hækkun inn- og útlánsvaxta í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans. Vaxtabreytingarnar taka gildi næstkomandi þriðjudag, 21. febrúar. 17. febrúar 2023 14:31 Landsbankinn hækkar líka vexti Landsbankinn hefur ákveðið að hækka bæði út- og innlánavexti eftir 0,5 prósentustiga stýrivaktahækkun Seðlabankans. Hinir stóru viðskiptabankarnir tveir tilkynntu einnig vaxtahækkun í dag. 17. febrúar 2023 18:49 Hækkar vexti vegna stýrivaxtahækkana Seðlabankans Íslandsbanki hefur tekið af skarið og hækkað vexti í samræmi við stýrivaxtahækkun Seðlabankans, sem var kynnt 8. febrúar síðastliðinn. Yfirdráttarvextir, breytilegir vextir óverðryggða húsnæðislána, breytilegir óverðtryggðir kjörvextir og fleiri tegundir vaxta hækka um 0,5 prósentustig í byrjun næstu viku. 17. febrúar 2023 11:23 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Arion hækkar sömuleiðis vextina Arion banki hefur tilkynnt um hækkun inn- og útlánsvaxta í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans. Vaxtabreytingarnar taka gildi næstkomandi þriðjudag, 21. febrúar. 17. febrúar 2023 14:31
Landsbankinn hækkar líka vexti Landsbankinn hefur ákveðið að hækka bæði út- og innlánavexti eftir 0,5 prósentustiga stýrivaktahækkun Seðlabankans. Hinir stóru viðskiptabankarnir tveir tilkynntu einnig vaxtahækkun í dag. 17. febrúar 2023 18:49
Hækkar vexti vegna stýrivaxtahækkana Seðlabankans Íslandsbanki hefur tekið af skarið og hækkað vexti í samræmi við stýrivaxtahækkun Seðlabankans, sem var kynnt 8. febrúar síðastliðinn. Yfirdráttarvextir, breytilegir vextir óverðryggða húsnæðislána, breytilegir óverðtryggðir kjörvextir og fleiri tegundir vaxta hækka um 0,5 prósentustig í byrjun næstu viku. 17. febrúar 2023 11:23