„Haldið að við eigum að vinna alla leiki með þrjátíu mörkum, það er alveg merkilegt með ykkur á Stöð 2“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. febrúar 2023 15:45 Ágúst Jóhannsson er með Valsstelpurnar sínar á toppi Olís-deildarinnar. vísir/diego Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var temmilega sáttur eftir leikinn gegn Fram sem vannst, 24-22. Hann nýtti tækifærið og skaut aðeins á kröfuharða sérfræðinga Stöðvar 2 Sports. „Um miðjan seinni hálfleikinn náðum við 2-3 ágætis mörkum úr seinni bylgju. Þær misstu menn út af og við nýttum það ágætlega en svo sem ekkert mikið meira en það. Við náðum ágætis forskoti en vorum svo næstum búin að klúðra því fyrir eigin aulaskap en við unnum og ég er sáttur með það,“ sagði Ágúst við Vísi eftir leik. „Þetta var bara erfið fæðing. Við erum auðvitað að spila við Fram. Þið haldið að við eigum að vinna alla leiki með þrjátíu mörkum, það er alveg merkilegt með ykkur á Stöð 2. Það er ekki nóg að vinna. En við vorum bara í hörkuleik við Fram sem er vel skipað við. Hafdís [Renötudóttir] varði rosalega mikið frá okkur og þær hlupu vel til baka þannig við náðum fáum hraðaupphlaupum. Þess vegna var þetta þungur leikur. Ég er ánægður að ná í tvö stig. Ekki okkar besti leikur en jákvætt að ná í tvo punkta.“ Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var ófeiminn við að prófa hinar ýmsu útfærslur á vörn liðsins í dag. Ágústi fannst sitt lið leysa það þokkalega. „Ég talaði við Stefán í gær og bað hann um að vera eins og maður en það er eins og það er. Maður getur búist við öllu. Þær eru fastar í 4. sætinu og ég átti alveg von á því að það yrði vesen á honum,“ sagði Ágúst léttur í lundu. „Við sköpuðum okkur alveg færi þótt þetta væri ekki fallegt á köflum. Við leystum þetta ágætlega, sérstaklega þegar þær spiluðu 5+1. Við vorum aðeins í brasi með 4-2 vörnina en bara gott að klára þetta og ég er sáttur með það.“ Olís-deild kvenna Valur Fram Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
„Um miðjan seinni hálfleikinn náðum við 2-3 ágætis mörkum úr seinni bylgju. Þær misstu menn út af og við nýttum það ágætlega en svo sem ekkert mikið meira en það. Við náðum ágætis forskoti en vorum svo næstum búin að klúðra því fyrir eigin aulaskap en við unnum og ég er sáttur með það,“ sagði Ágúst við Vísi eftir leik. „Þetta var bara erfið fæðing. Við erum auðvitað að spila við Fram. Þið haldið að við eigum að vinna alla leiki með þrjátíu mörkum, það er alveg merkilegt með ykkur á Stöð 2. Það er ekki nóg að vinna. En við vorum bara í hörkuleik við Fram sem er vel skipað við. Hafdís [Renötudóttir] varði rosalega mikið frá okkur og þær hlupu vel til baka þannig við náðum fáum hraðaupphlaupum. Þess vegna var þetta þungur leikur. Ég er ánægður að ná í tvö stig. Ekki okkar besti leikur en jákvætt að ná í tvo punkta.“ Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var ófeiminn við að prófa hinar ýmsu útfærslur á vörn liðsins í dag. Ágústi fannst sitt lið leysa það þokkalega. „Ég talaði við Stefán í gær og bað hann um að vera eins og maður en það er eins og það er. Maður getur búist við öllu. Þær eru fastar í 4. sætinu og ég átti alveg von á því að það yrði vesen á honum,“ sagði Ágúst léttur í lundu. „Við sköpuðum okkur alveg færi þótt þetta væri ekki fallegt á köflum. Við leystum þetta ágætlega, sérstaklega þegar þær spiluðu 5+1. Við vorum aðeins í brasi með 4-2 vörnina en bara gott að klára þetta og ég er sáttur með það.“
Olís-deild kvenna Valur Fram Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira