„Hefðum mátt vera aðeins rólegri þegar við vorum komnar þangað“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. febrúar 2023 12:30 Þorsteinn Halldórsson, þjálfari A-landsliðs kvenna í fótbolta. Vísir/Vilhelm „Það vantaði gæði á síðasta þriðjung. Hefðum mátt vera aðeins rólegri þegar við vorum komnar þangað,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, en liðið gerði í gærkvöld markalaust jafntefli við Wales á Pinatar-mótinu sem fram fer á Spáni. Ísland var langt frá sínu besta í leiknum og fékk Wales þó nokkur fín færi í leiknum. Hvorugu liðinu tókst hins vegar að koma boltanum í netið og lauk leiknum með 0-0 jafntefli. Ísland því með fjögur stig eftir að hafa sigrað Skotland í fyrsta leik sínum á mótinu. „Síðasta sendingin var svolítið að klikka hjá okkur og það vantaði ró á boltann til að við gætum verið að búa eitthvað til,“ bætti Þorsteinn við en ljóst var að hann vildi meira en aðeins jafntefli úr leik gærkvöldsins. „Það kom kraftur í okkur og leikmenn Wales voru orðnar þreyttar þannig að ferskir fætur hjá okkur héldu tempóinu áfram í leiknum. Vorum sterkari aðilinn fannst mér í seinni hálfleik. Þetta var keimlíkt og á móti Skotum, seinni hálfleikur betri en sá fyrri heilt yfir. Virðist taka okkur 45 mínútur í síðustu tveimur leikjum að ná áttum, það er eitthvað sem við þurfum að bæta. Þokkalega ánægður með seinni hálfleikinn og vorum líklegri til að skora en náðum ekki að skapa okkur dauðafæri eða neitt svoleiðis.“ Markalaust jafntefli var niðurstaðan í dag #dottir pic.twitter.com/eI6wG9iDCl— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 18, 2023 „Auðvitað tökum við eitthvað jákvætt úr þessu. Erum ekki að fá á okkur mark, höldum hreinu í báðum leikjum og þá þarf bara eitt mark til að vinna leikinn. Heldur áfram þessi gluggi og við eigum leik aftur eftir nokkra daga. Förum yfir leikinn í fyrramálið [í dag], greinum hann aðeins, sýnum leikmönnum og förum yfir þetta. Vonandi verður bæting frá leiknum í dag fram í næsta leik.“ Viðtal við Þorstein H. Halldórsson eftir 0-0 jafntefli gegn Wales.#dottir pic.twitter.com/GAO8ZrT33N— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 18, 2023 Ísland mætir Filippseyjum á þriðjudagskvöld og getur með sigri þar farið með sigur af hólmi í Pinatar-mótinu. Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Sjá meira
Ísland var langt frá sínu besta í leiknum og fékk Wales þó nokkur fín færi í leiknum. Hvorugu liðinu tókst hins vegar að koma boltanum í netið og lauk leiknum með 0-0 jafntefli. Ísland því með fjögur stig eftir að hafa sigrað Skotland í fyrsta leik sínum á mótinu. „Síðasta sendingin var svolítið að klikka hjá okkur og það vantaði ró á boltann til að við gætum verið að búa eitthvað til,“ bætti Þorsteinn við en ljóst var að hann vildi meira en aðeins jafntefli úr leik gærkvöldsins. „Það kom kraftur í okkur og leikmenn Wales voru orðnar þreyttar þannig að ferskir fætur hjá okkur héldu tempóinu áfram í leiknum. Vorum sterkari aðilinn fannst mér í seinni hálfleik. Þetta var keimlíkt og á móti Skotum, seinni hálfleikur betri en sá fyrri heilt yfir. Virðist taka okkur 45 mínútur í síðustu tveimur leikjum að ná áttum, það er eitthvað sem við þurfum að bæta. Þokkalega ánægður með seinni hálfleikinn og vorum líklegri til að skora en náðum ekki að skapa okkur dauðafæri eða neitt svoleiðis.“ Markalaust jafntefli var niðurstaðan í dag #dottir pic.twitter.com/eI6wG9iDCl— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 18, 2023 „Auðvitað tökum við eitthvað jákvætt úr þessu. Erum ekki að fá á okkur mark, höldum hreinu í báðum leikjum og þá þarf bara eitt mark til að vinna leikinn. Heldur áfram þessi gluggi og við eigum leik aftur eftir nokkra daga. Förum yfir leikinn í fyrramálið [í dag], greinum hann aðeins, sýnum leikmönnum og förum yfir þetta. Vonandi verður bæting frá leiknum í dag fram í næsta leik.“ Viðtal við Þorstein H. Halldórsson eftir 0-0 jafntefli gegn Wales.#dottir pic.twitter.com/GAO8ZrT33N— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 18, 2023 Ísland mætir Filippseyjum á þriðjudagskvöld og getur með sigri þar farið með sigur af hólmi í Pinatar-mótinu.
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Sjá meira