Segir Guðrúnu gera lítið úr störfum opinberra starfsmanna Árni Sæberg skrifar 19. febrúar 2023 14:22 Guðrún og Sonja Ýr tókust á í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í morgun. Vísir/Vilhelm Formaður BSRB segir þingmann Sjálfstæðisflokksins gera lítið úr opinberum starfsmönnum með orðræðu sinni um of mikinn fjölda þeirra og of háan launakostnað hins opinbera. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, og Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins tókust hart á hjá Kristjáni Kristjánssyni á Sprengisandi í morgun. Sonja Ýr vitnaði í ræðu Guðrúnar á dögunum þegar hún sagði það versta við að vera sest á þing vera að verða opinber starfsmaður. Þá bendir Sonja Ýr á að Guðrún verði brátt yfirmaður fjölda opinberra starfsmanna og spyr hvernig þeir eigi að taka orðræðu hennar. „Það er óvenjulegt fyrir manneskju eins og mig að vera allt í einu komin í starf þar sem almenningur í landinu borgar launin mín. Ég er allt í einu á framfæri annarra en minnar sjálfrar, og það fannst mér athyglisvert. Athyglisverð umbreyting í minni tilveru. En það er ekki hægt að skilja orð mín, eins og ég lét þau falla á þessum fundi, né heldur nú, að ég sé að gera lítið úr störfum opinberra starfsmanna. Þeir sem vilja túlka orð mín með þeim hætti, þeir verða að eiga það við sig sjálfir,“ svarar Guðrún. Ósammála um fjölgun opinberra starfsmanna Guðrún segir að starfsmönnum á opinberum markaði hafi fjölgað um 21 prósent á síðustu sex árum en á sama tíma hafi fjöldi starfsmanna á hinum almenna markaði aðeins aukist um þrjú prósent. „Þetta er náttúrlega ekki rétt. Við getum farið aftur til ársins 2003 ef við skoðum tölur Hagstofunnar út frá því hver hlutföllin eru, það er að segja hversu margir starfa hjá hinu opinbera og hversu margir starfa á almennum vinnumarkaði, þau hafa verið sirka þau sömu allt þetta tímabil. Þá um þrjátíu prósenta sem starfa á opinberum vinnumarkaði. Hjá ríki og sveitarfélögum og svo þá þeim fyrirtækjum sem falla þar undir og sjötíu prósent á almennum vinnumarkaði. Það hefur ekki breyst,“ segir Sonja Ýr. Rökræður þeirra Guðrúnar og Sonju Ýrar má heyra í spilaranum hér að neðan: Rekstur hins opinbera Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, og Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins tókust hart á hjá Kristjáni Kristjánssyni á Sprengisandi í morgun. Sonja Ýr vitnaði í ræðu Guðrúnar á dögunum þegar hún sagði það versta við að vera sest á þing vera að verða opinber starfsmaður. Þá bendir Sonja Ýr á að Guðrún verði brátt yfirmaður fjölda opinberra starfsmanna og spyr hvernig þeir eigi að taka orðræðu hennar. „Það er óvenjulegt fyrir manneskju eins og mig að vera allt í einu komin í starf þar sem almenningur í landinu borgar launin mín. Ég er allt í einu á framfæri annarra en minnar sjálfrar, og það fannst mér athyglisvert. Athyglisverð umbreyting í minni tilveru. En það er ekki hægt að skilja orð mín, eins og ég lét þau falla á þessum fundi, né heldur nú, að ég sé að gera lítið úr störfum opinberra starfsmanna. Þeir sem vilja túlka orð mín með þeim hætti, þeir verða að eiga það við sig sjálfir,“ svarar Guðrún. Ósammála um fjölgun opinberra starfsmanna Guðrún segir að starfsmönnum á opinberum markaði hafi fjölgað um 21 prósent á síðustu sex árum en á sama tíma hafi fjöldi starfsmanna á hinum almenna markaði aðeins aukist um þrjú prósent. „Þetta er náttúrlega ekki rétt. Við getum farið aftur til ársins 2003 ef við skoðum tölur Hagstofunnar út frá því hver hlutföllin eru, það er að segja hversu margir starfa hjá hinu opinbera og hversu margir starfa á almennum vinnumarkaði, þau hafa verið sirka þau sömu allt þetta tímabil. Þá um þrjátíu prósenta sem starfa á opinberum vinnumarkaði. Hjá ríki og sveitarfélögum og svo þá þeim fyrirtækjum sem falla þar undir og sjötíu prósent á almennum vinnumarkaði. Það hefur ekki breyst,“ segir Sonja Ýr. Rökræður þeirra Guðrúnar og Sonju Ýrar má heyra í spilaranum hér að neðan:
Rekstur hins opinbera Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira