Þungbært skref að boða verkbann Bjarki Sigurðsson skrifar 20. febrúar 2023 08:48 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Ívar Fannar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segir stöðuna sem upp er komin vera ömurlega. Hann segir það hafa verið þungbært skref að boða atkvæðagreiðslu um beitingu verkbanns. Svona gerist þó þegar forysta Eflingar neiti að starfa eftir leikreglum vinnulöggjafarinnar. Í morgun var greint frá því að SA hefðu boðað atkvæðagreiðslu um boðun verkbanns á félagsfólk Eflingar sem starfar eftir samningi samtakanna og stéttarfélagsins. Verði verkbannið samþykkt nær það til um það bil tuttugu þúsund starfsmanna og hefst á þriðjudaginn í næstu viku. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi þá stöðu sem upp er komin í kjaradeilunni. Hann segir kröfur Eflingar vera langt frá því sem hægt er að sætta sig við. „Þessa daga sem við sátum hjá ríkissáttasemjara fórum við mjög langt og mættum til leiks til að gera kjarasamning við Eflingu. Ég trúði því að við myndum ná saman vegna þess að við tókum samningsrammann við SGS-félögin og teygðum hann og toguðum til að koma til móts við öðruvísi samsetningu Eflingarfélaga miðað við SGS-félögin,“ segir Halldór Benjamín en ekki tókst að fá Eflingarfólk til að samþykkja þessar teygðu tillögur sem hann kallar Eflingaraðlögun fyrir Eflingarfólk. Klippa: Bítið - Ég hef aldrei verið jafn kvíðinn fyrir viðtali Hann segir að SA hafi mögulega teygt sig of langt en nú sé horft upp á það að samfélagið verði komið í algjöran hnút öðrum hvorum megin við næstu helgi. „Við stigum það skref en Eflingarsamningur fyrir Eflingarfólk var ekki nóg heldur vildu þau meira og það munaði mjög miklu. Það munaði það miklu að settur ríkissáttasemjari, að meira að segja hann þegar hann horfði yfir samningsborðið, að hann sá ekki tilefni til þess að leggja fram miðlunartillögu. Það væri of langt á milli aðila. Það segir allt sem segja þarf um afstöðu Eflingar og samningsvilja þeirra,“ segir Halldór. Hann segir að þegar SA voru tilbúin að leggja niður vopnin og taka upp pennann þá hafi forysta Eflingar enn verið grá fyrir járnum. Kröfur þeirra hafi verið mun hærri en SA hefðu nokkurn tímann gengið að. Viðvera hans ekki vandamálið Það tókst að semja um hlé á verkfallsaðgerðum Eflingar á meðan Halldór Benjamín var heima með streptókokka. Hann sneri aftur um helgina og þá sigldu viðræðurnar í strand. Aðspurður segist hann ekki telja að viðvera hans hafi eitthvað með það að gera. „Ég gef ekkert fyrir söguskýringar riddara Facebook. Öfugt við Eflingu eru Samtök atvinnulífsins dreifstýrð samtök, það er enginn einn sem stýrir stefnu SA eða hvernig við högum okkur,“ segir Halldór. Hann segir Sólveigu Önnu vera allt aðra manneskju þegar hún birtist í fjölmiðlum og þegar hún situr við samningsborðið. Til að mynda tali hún oft um mikinn samningsvilja Eflingar en að mati Halldórs er sá vilji ekki til staðar. „Mynstur sem er að teiknast upp á íslenskum vinnumarkaði er þetta, Efling hefur undir núverandi forystu gert fimm stóra kjarasamninga og alltaf farið í verkfall. Það er tími til þess að brjóta það upp,“ segir Halldór Benjamín. „Það væri óábyrgt af SA að segja að við ætluðum að fallast á auknar kröfur Eflingar sem myndi leiða til þess að við þyrftum að taka upp alla kjarasamninga landsins með einum eða öðrum hætti. Það er staða sem ekki er hægt að búa við.“ Engin laun Í verkbanninu sem greidd verða atkvæði um í dag og á morgun munu starfsmenn Eflingar sem starfa eftir kjarasamningi stéttarfélagsins og SA ekki mæta í vinnuna, fá ekki laun, engar orlofsgreiðslur og engar lífeyrisgreiðslur. Þá þurfa þeir að sækja bætur í verkfallssjóð Eflingar. „Það er önnur heimild sem samkvæmt lögum er að þegar að verkföll hafa lamað starfsemi fyrirtækja þá er atvinnurekenda, sem neyðarréttur, gert kleift að fella fólk af launaskrá. En þá fer fólk beint á atvinnuleysisbætur. Ég segi að samfélagið hafi borið nægan fjárhagslegan skaða af framgöngu Eflingar að við förum ekki líka að bæta þeim á atvinnuleysisskrá,“ segir Halldór. Kveið fyrir viðtali í fyrsta sinn í sjö ár Honum þykir það ömurlegt að vera kominn á þennan stað í deilunni og að ekkert sambærilegt dæmi sé til í nútímasögunni. Viðtalið í Bítinu í dag hafi verið það fyrsta í sjö ár sem hann kveið fyrir. „Við berum ríka ábyrgð, við getum ekki snúið við og látið þetta yfir okkur ganga. Við verðum að stíga í ístaðið og ná tökum á þessum aðstæðum. Forysta Eflingar er flink í því að valda samfélaginu skaða,“ segir Halldór. Hann kallar eftir því að stjórnmálamenn fari að fylgjast með deilunni og stinga niður fæti. Yfirvofandi eru verkföll 1.650 starfsmanna sem allir í samfélaginu munu finna fyrir. „Ástæða þess að við erum í þessari stöðu núna er að vinnulöggjöfin, sem er frá 1938, Efling mætir og segir að við ætlum ekkert að hlýta þessum leikreglum. Þá fer allt á hliðina og ábyrgir aðilar verða að setja niður fæti,“ segir Halldór. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Bítið Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Fleiri fréttir „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Sjá meira
Í morgun var greint frá því að SA hefðu boðað atkvæðagreiðslu um boðun verkbanns á félagsfólk Eflingar sem starfar eftir samningi samtakanna og stéttarfélagsins. Verði verkbannið samþykkt nær það til um það bil tuttugu þúsund starfsmanna og hefst á þriðjudaginn í næstu viku. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi þá stöðu sem upp er komin í kjaradeilunni. Hann segir kröfur Eflingar vera langt frá því sem hægt er að sætta sig við. „Þessa daga sem við sátum hjá ríkissáttasemjara fórum við mjög langt og mættum til leiks til að gera kjarasamning við Eflingu. Ég trúði því að við myndum ná saman vegna þess að við tókum samningsrammann við SGS-félögin og teygðum hann og toguðum til að koma til móts við öðruvísi samsetningu Eflingarfélaga miðað við SGS-félögin,“ segir Halldór Benjamín en ekki tókst að fá Eflingarfólk til að samþykkja þessar teygðu tillögur sem hann kallar Eflingaraðlögun fyrir Eflingarfólk. Klippa: Bítið - Ég hef aldrei verið jafn kvíðinn fyrir viðtali Hann segir að SA hafi mögulega teygt sig of langt en nú sé horft upp á það að samfélagið verði komið í algjöran hnút öðrum hvorum megin við næstu helgi. „Við stigum það skref en Eflingarsamningur fyrir Eflingarfólk var ekki nóg heldur vildu þau meira og það munaði mjög miklu. Það munaði það miklu að settur ríkissáttasemjari, að meira að segja hann þegar hann horfði yfir samningsborðið, að hann sá ekki tilefni til þess að leggja fram miðlunartillögu. Það væri of langt á milli aðila. Það segir allt sem segja þarf um afstöðu Eflingar og samningsvilja þeirra,“ segir Halldór. Hann segir að þegar SA voru tilbúin að leggja niður vopnin og taka upp pennann þá hafi forysta Eflingar enn verið grá fyrir járnum. Kröfur þeirra hafi verið mun hærri en SA hefðu nokkurn tímann gengið að. Viðvera hans ekki vandamálið Það tókst að semja um hlé á verkfallsaðgerðum Eflingar á meðan Halldór Benjamín var heima með streptókokka. Hann sneri aftur um helgina og þá sigldu viðræðurnar í strand. Aðspurður segist hann ekki telja að viðvera hans hafi eitthvað með það að gera. „Ég gef ekkert fyrir söguskýringar riddara Facebook. Öfugt við Eflingu eru Samtök atvinnulífsins dreifstýrð samtök, það er enginn einn sem stýrir stefnu SA eða hvernig við högum okkur,“ segir Halldór. Hann segir Sólveigu Önnu vera allt aðra manneskju þegar hún birtist í fjölmiðlum og þegar hún situr við samningsborðið. Til að mynda tali hún oft um mikinn samningsvilja Eflingar en að mati Halldórs er sá vilji ekki til staðar. „Mynstur sem er að teiknast upp á íslenskum vinnumarkaði er þetta, Efling hefur undir núverandi forystu gert fimm stóra kjarasamninga og alltaf farið í verkfall. Það er tími til þess að brjóta það upp,“ segir Halldór Benjamín. „Það væri óábyrgt af SA að segja að við ætluðum að fallast á auknar kröfur Eflingar sem myndi leiða til þess að við þyrftum að taka upp alla kjarasamninga landsins með einum eða öðrum hætti. Það er staða sem ekki er hægt að búa við.“ Engin laun Í verkbanninu sem greidd verða atkvæði um í dag og á morgun munu starfsmenn Eflingar sem starfa eftir kjarasamningi stéttarfélagsins og SA ekki mæta í vinnuna, fá ekki laun, engar orlofsgreiðslur og engar lífeyrisgreiðslur. Þá þurfa þeir að sækja bætur í verkfallssjóð Eflingar. „Það er önnur heimild sem samkvæmt lögum er að þegar að verkföll hafa lamað starfsemi fyrirtækja þá er atvinnurekenda, sem neyðarréttur, gert kleift að fella fólk af launaskrá. En þá fer fólk beint á atvinnuleysisbætur. Ég segi að samfélagið hafi borið nægan fjárhagslegan skaða af framgöngu Eflingar að við förum ekki líka að bæta þeim á atvinnuleysisskrá,“ segir Halldór. Kveið fyrir viðtali í fyrsta sinn í sjö ár Honum þykir það ömurlegt að vera kominn á þennan stað í deilunni og að ekkert sambærilegt dæmi sé til í nútímasögunni. Viðtalið í Bítinu í dag hafi verið það fyrsta í sjö ár sem hann kveið fyrir. „Við berum ríka ábyrgð, við getum ekki snúið við og látið þetta yfir okkur ganga. Við verðum að stíga í ístaðið og ná tökum á þessum aðstæðum. Forysta Eflingar er flink í því að valda samfélaginu skaða,“ segir Halldór. Hann kallar eftir því að stjórnmálamenn fari að fylgjast með deilunni og stinga niður fæti. Yfirvofandi eru verkföll 1.650 starfsmanna sem allir í samfélaginu munu finna fyrir. „Ástæða þess að við erum í þessari stöðu núna er að vinnulöggjöfin, sem er frá 1938, Efling mætir og segir að við ætlum ekkert að hlýta þessum leikreglum. Þá fer allt á hliðina og ábyrgir aðilar verða að setja niður fæti,“ segir Halldór.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Bítið Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Fleiri fréttir „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Sjá meira