Lífið

Sá ekki fyrir sér að eignast fjölskyldu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Valdimar Guðmundsson er einn vinsælasti söngvari landsins.Keflvíkingurinn býr nú í Hafnarfirði og lífið leikur við fjölskyldumanninn.
Valdimar Guðmundsson er einn vinsælasti söngvari landsins.Keflvíkingurinn býr nú í Hafnarfirði og lífið leikur við fjölskyldumanninn. Vísir/Vilhelm

Valdimar Guðmundsson er einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar. Hans undurfagra rödd hefur vakið athygli síðustu tíu ár hér á landi. Í þættinum Tónlistarmennirnir okkar á Stöð 2 í gærkvöldi fékk Auðunn Blöndal að kynnast manninum betur.

Í þættinum fer Valdimar yfir æskuna, tónlistina, föðurhlutverkið og samband sitt við Önnu Björk Sigurjónsdóttur og margt fleira.

Valdimar og Anna eiga saman dreng sem kom í heiminn á síðasta ári. En söngvarinn sá ekki fyrir að hann myndi sjálfur eignast fjölskyldu á sínum tíma.

„Ég er mjög hamingjusamur maður. Fyrir nokkrum árum síðan hugsaði ég, ég verð kannski bara alltaf einn og það er allt í lagi. Sem er bara fínt og ég geri bara hlutina eins og þeir eru núna,“ segir Valdimar í samtali við Auðunn.

Valdimar og Anna ásamt drengnum.

„Mér leið þannig, og mér leið ekkert illa með það þannig séð. Ég hugsaði alveg að það væri kannski gaman að eignast fjölskyldu og detta í þann pakka. Það er ekkert svo langt síðan að það að eignast fjölskyldu væri mjög fjarlægur möguleiki. En svo einhvern veginn gerðist það. Ég hitti stelpu sem mér fannst ótrúlega skemmtileg. Svo byrjum við saman og allt í einu er kominn lítill strákur og ég kominn með fjölskyldu. Allt hefur meiri vigt í dag.“

Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti.


Tengdar fréttir

Full Eldborg af Keflvíkingum er ávísun á bestu mögulegu læti

Hún var aldeilis biðarinnar virði kvöldstundin í Hörpu laugardaginn 23. apríl þegar keflvísku rokkararnir í hljómsveitinni Valdimar héldu loksins upp á tíu ára afmæli sveitarinnar. Eftir endurteknar frestanir af augljósum ástæðum undanfarin tvö ár var komið að því. Það yrðu læti í Eldborg.

Anna og Valdimar í skýjunum með frum­burðinn

Tónlistarmaðurinn Valdimar Guðmundsson og Anna Björk Sigurjónsdóttir, hjúkrunarnemi og flugfreyja hjá Icelandair, eru í skýjunum eftir að nýr sonur þeirra mætti með hvelli í heiminn á mánudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.