Inngrip stjórnvalda hljóti að koma til álita Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. febrúar 2023 13:01 Kjaradeila SA og Eflingar er í algjörum hnút. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA lítur nú í áttina til stjórnvalda. Vísir Framkvæmdastjóri SA segir að á einhverjum tímapunkti hljóti inngrip stjórnvalda í kjaradeilu samtakanna við Eflingu að koma til álita. Félagsmenn þar greiða nú atkvæði um verkbann á meðlimi Eflingar . Bílstjórar og hótelstarfsmenn í Eflingu hófu verkfallsaðgerðir að nýju á miðnætti. Kjaraviðræður Samtaka atvinnulífsins og Eflingar sigldu enn og aftur í strand hjá Ríkissáttasemjara í gær. Í framhaldinu boðaði SA allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn í Eflingu. Hún hófst í hádeginu og stendur þar til á miðvikudag. Verði verkbann samþykkt mun það taka gildi um næstu mánaðarmót.Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri samtakanna segir um neyðarúrræði að ræða. „Ég lít svo á að með þessu séu Samtök atvinnulífsins að bera hönd yfir höfuð félagsmanna og reyna að hafa einhver áhrif á framvindu þeirra verkfalla sem framundan eru. Þannig að við lítum á þetta sem neyðaraðgerð og algjört síðasta úrræði okkar í samningaviðræðum okkar við Eflingu,“ segir Halldór. Halldór segir að verkbanni hafi áður verið beitt en aðgerðin hafi aldrei verið jafn umfangsmikil og nú sé boðað. Verði bannið að veruleika mun það ná til um tuttugu þúsund manns. „Einfaldasta útskýringin á þessu er að þetta virkar eins og verkfall nema atvinnurekendur boðað það.“ Aðspurður um hvort ekki sé hætta á að slíkt verkbann muni gera samningaviðræður við Eflingu enn torveldari svara Benjamín. „Við horfum fram á það að Efling stendur í og hefur boðað í næstu viku ennþá víðtækari verkföll og ljóst að þungi þeirra mun fara hratt vaxandi. Þetta er viðbragð við verkföllum Eflingar ekki sóknaraðgerð að neinu leiti,“ segir hann. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur líkt atkvæðagreiðslu SA um verkbann við stríðsyfirlýsingu. Halldór hefur kallað eftir ábyrgð stjórnvalda. „Engin ábyrgur stjórnmálamaður getur horft á samfélagið lamast með þeim hætti sem að ég geri ráð fyrir að muni gerast öðru hvoru megin við helgina. Á einhverjum tímapunkti hljóta inngrip stjórnvalda í þessari deilu að koma til álita,“ segir Halldór. Aðspurður hvort verkbann muni ekki líka hafa þau áhrif að atvinnulífið lamist svarar Halldór. „Jú það mun gera það, því verður beitt í næstu viku og það er alveg ljóst að hér verður komin upp mjög krítísk staða í næstu viku,“ segir Halldór. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Sjá meira
Kjaraviðræður Samtaka atvinnulífsins og Eflingar sigldu enn og aftur í strand hjá Ríkissáttasemjara í gær. Í framhaldinu boðaði SA allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn í Eflingu. Hún hófst í hádeginu og stendur þar til á miðvikudag. Verði verkbann samþykkt mun það taka gildi um næstu mánaðarmót.Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri samtakanna segir um neyðarúrræði að ræða. „Ég lít svo á að með þessu séu Samtök atvinnulífsins að bera hönd yfir höfuð félagsmanna og reyna að hafa einhver áhrif á framvindu þeirra verkfalla sem framundan eru. Þannig að við lítum á þetta sem neyðaraðgerð og algjört síðasta úrræði okkar í samningaviðræðum okkar við Eflingu,“ segir Halldór. Halldór segir að verkbanni hafi áður verið beitt en aðgerðin hafi aldrei verið jafn umfangsmikil og nú sé boðað. Verði bannið að veruleika mun það ná til um tuttugu þúsund manns. „Einfaldasta útskýringin á þessu er að þetta virkar eins og verkfall nema atvinnurekendur boðað það.“ Aðspurður um hvort ekki sé hætta á að slíkt verkbann muni gera samningaviðræður við Eflingu enn torveldari svara Benjamín. „Við horfum fram á það að Efling stendur í og hefur boðað í næstu viku ennþá víðtækari verkföll og ljóst að þungi þeirra mun fara hratt vaxandi. Þetta er viðbragð við verkföllum Eflingar ekki sóknaraðgerð að neinu leiti,“ segir hann. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur líkt atkvæðagreiðslu SA um verkbann við stríðsyfirlýsingu. Halldór hefur kallað eftir ábyrgð stjórnvalda. „Engin ábyrgur stjórnmálamaður getur horft á samfélagið lamast með þeim hætti sem að ég geri ráð fyrir að muni gerast öðru hvoru megin við helgina. Á einhverjum tímapunkti hljóta inngrip stjórnvalda í þessari deilu að koma til álita,“ segir Halldór. Aðspurður hvort verkbann muni ekki líka hafa þau áhrif að atvinnulífið lamist svarar Halldór. „Jú það mun gera það, því verður beitt í næstu viku og það er alveg ljóst að hér verður komin upp mjög krítísk staða í næstu viku,“ segir Halldór.
„Einfaldasta útskýringin á þessu er að þetta virkar eins og verkfall nema atvinnurekendur boðað það.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Sjá meira