Verður jarðaður við hlið föður síns Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 20. febrúar 2023 13:05 Sigurður Bragason er látinn eftir skammvinna baráttu við krabbamein. Aðsend „Það var hans heitasta ósk að vera lagður til hvílu hér á Íslandi,“ segir Elva Hrönn Guðbjartsdóttir, en hálfbróðir hennar, Sigurður Bragason, er látinn eftir skammvinna baráttu við krabbamein. Vísir ræddi við Elvu þann 9.febrúar síðastliðinn, en Sigurður lá þá banaleguna á sjúkrahúsi í Rio de Janeiro. Fram kom í fyrrnefndri grein Vísis að Sigurður væri í líknandi meðferð á sjúkrahúsi í Brasilíu eftir að hafa greinst með heilaæxli síðasta sumar, þá einungis 48 ára gamall. Til að bæta gráu ofan á svart misstu Sigurður og eiginkona hans meirihluta af innbúi sínu þegar það flæddi inn í hús fjölskyldunnar. Fram kom að Sigurður væri búinn að vera búsettur í Rio de Janeiro ásamt fjölskyldu sinni síðastliðin fjögur ár. Seinasta sumar kom í ljós að Sigurður var með tvö æxli í höfðinu. Um haustið fundust þrjú önnur æxli, í lungum og nýrum, og í desember greindust tvö æxli til viðbótar í höfðinu. Þegar Vísir ræddi við Elvu var Sigurður kominn í líknandi meðferð á sjúkrahúsi í Rio de Janeiro og höfðu Elva og yngsti bróðir hennar flogið út til Brasilíu til að vera honum til halds og trausts. Í samtali við blaðamann sagði Elva ljóst að bróðir hennar myndi deyja á næstu dögum. Lítil og falleg athöfn Innan við sólarhring frá því að fyrrnefnd grein birtist á Vísi var Sigurður látinn. Hann lætur eftir sig sambýliskonu, Monu, og tvö börn, Línu Sól og Adriel Loka og auk þess fósturson, hann Rafael. „Hann dó á sama tíma og ég gekk upp tröppurnar á spítalanum. Það fór fram lítil og falleg athöfn hérna úti þann 11. febrúar. Eftir það var haldin bálför. Það gerist allt svo hratt hér í Brasilíu þegar að andlát á sér stað,“ segir Elva í samtali við Vísi. Aðstandendur Sigurðar héldu litla athöfn úti í Brasilíu.Aðsend „Svo er síðasta flugið heim til Íslands eftir. Við munum síðan halda kveðjuathöfn hér heima þegar hann kemur heim til Íslands. Það var hans heitasta ósk að fá að hvíla hér. Eftir athöfnina mun hann svo verða lagður til hinstu hvílu við hlið föður síns, í Fossvogskirkjugarði,“ segir Elva jafnframt. Þá segir hún fjölskyldu Sigurðar vilja koma á framfæri innilegum þökkum til allra þeirra sem sýnt hafa þeim stuðning, aðstoð og hlýhug á þessum erfiðu tímum. Brasilía Íslendingar erlendis Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Sjá meira
Fram kom í fyrrnefndri grein Vísis að Sigurður væri í líknandi meðferð á sjúkrahúsi í Brasilíu eftir að hafa greinst með heilaæxli síðasta sumar, þá einungis 48 ára gamall. Til að bæta gráu ofan á svart misstu Sigurður og eiginkona hans meirihluta af innbúi sínu þegar það flæddi inn í hús fjölskyldunnar. Fram kom að Sigurður væri búinn að vera búsettur í Rio de Janeiro ásamt fjölskyldu sinni síðastliðin fjögur ár. Seinasta sumar kom í ljós að Sigurður var með tvö æxli í höfðinu. Um haustið fundust þrjú önnur æxli, í lungum og nýrum, og í desember greindust tvö æxli til viðbótar í höfðinu. Þegar Vísir ræddi við Elvu var Sigurður kominn í líknandi meðferð á sjúkrahúsi í Rio de Janeiro og höfðu Elva og yngsti bróðir hennar flogið út til Brasilíu til að vera honum til halds og trausts. Í samtali við blaðamann sagði Elva ljóst að bróðir hennar myndi deyja á næstu dögum. Lítil og falleg athöfn Innan við sólarhring frá því að fyrrnefnd grein birtist á Vísi var Sigurður látinn. Hann lætur eftir sig sambýliskonu, Monu, og tvö börn, Línu Sól og Adriel Loka og auk þess fósturson, hann Rafael. „Hann dó á sama tíma og ég gekk upp tröppurnar á spítalanum. Það fór fram lítil og falleg athöfn hérna úti þann 11. febrúar. Eftir það var haldin bálför. Það gerist allt svo hratt hér í Brasilíu þegar að andlát á sér stað,“ segir Elva í samtali við Vísi. Aðstandendur Sigurðar héldu litla athöfn úti í Brasilíu.Aðsend „Svo er síðasta flugið heim til Íslands eftir. Við munum síðan halda kveðjuathöfn hér heima þegar hann kemur heim til Íslands. Það var hans heitasta ósk að fá að hvíla hér. Eftir athöfnina mun hann svo verða lagður til hinstu hvílu við hlið föður síns, í Fossvogskirkjugarði,“ segir Elva jafnframt. Þá segir hún fjölskyldu Sigurðar vilja koma á framfæri innilegum þökkum til allra þeirra sem sýnt hafa þeim stuðning, aðstoð og hlýhug á þessum erfiðu tímum.
Brasilía Íslendingar erlendis Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Sjá meira