Telur að félagsmenn samþykki verkbann Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. febrúar 2023 19:12 Félagsmenn SA greiða nú atkvæði um tillögu stjórnar samtakanna um verkbann á félagsmenn Eflingar. Verði hún samþykkt hefst verkbannið 2. mars þ.e. ef deila samtakanna og Eflingar er enn óleyst þá. Vísir/Vilhelm Verði verkbann Samtaka atvinnulífsins að veruleika verður það umfangsmesta verkbann sögunnar hér á landi og mun taka til ríflega tuttugu þúsund manna. Framkvæmdastjóri samtakanna segir um varnaðaraðgerð að ræða og telur að það verði samþykkt. Stjórn Samtaka atvinnulífsins ákvað í morgun að boða til atkvæðagreiðslu hjá öllum félagsmönnum sínum um boðun verkbanns á ríflega tuttugu þúsund félagsmenn Eflingar og lýkur henni á miðvikudag. Það var gert eftir að árangurslausum samningaviðræðum samtakanna og Eflingar var slitið hjá Ríkissáttasemjara í gær. Farið var yfir nýjustu vendingar í kjaradeilu SA og Eflingar í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Með þessari atkvæðagreiðslu sem fór af stað í dag erum við í raun að segja að við ætlum að bera hönd yfir höfuð okkar á meðan að verkfallshrina Eflingar gengur yfir,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA. „Með þessari atkvæðagreiðslu sem fór af stað í dag erum við í raun að segja að við ætlum að bera hönd yfir höfuð okkar á meðan að verkfallshrina Eflingar gengur yfir,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA.Vísir/Vilhelm Starfsfólki í 45 atvinnugreinum yrði meinað að vinna Verkbönn atvinnurekenda hafa verið fátíð hér á landi en á vef ASÍ um framkvæmd slíkrar aðgerðar kemur fram um hana gildi að flestu leyti sömu sjónarmið og um framkvæmd verkfalls. Vinna er ekki innt af hendi og laun ekki greidd. Verði tillaga um verkbannið samþykkt hefst það 2. mars og verður það um leið umfangsmesta aðgerð sinnar tegundar hér á landi og mun ná til starfsmanna í fjörutíu og fimm atvinnugreinum. Meðal starfsfólks sem verður þá meinað að vinna verður fiskvinnslufólk, starfsfólk veitinga-og gistihúsa, hópbifreiðarstjórar, ræstingarfólk, starfsmenn á bensínstöðvum og almennt iðnverkafólk. Telur að verkbann verði samþykkt Halldór Benjamín telur að verkbannið nái fram að ganga. „Verði verkbannið samþykkt sem ég geri ráð fyrir þá styrkir þetta aðeins stöðu okkar. Við afhendum ekki bara Eflingu dagskrárvald á íslenskum vinnumarkaði heldur getum við reynt að lágmarka það tjón sem þó verður,“ segir Halldór. Aðspurður um hvernig aðgerðin lágmarki tjón félagsmanna SA segir Halldór of snemmt að úttala sig um það. Aðspurður um hvort SA hafi reiknað út hversu kostnaðarsamar aðgerðir eins og verkbann og verkföll eru á móti kostnaðinum við að ganga að kröfum Eflingar svarar Halldór: „Við buðum Eflingu upp á Eflingarútfærslu fyrir Eflingarfólk um helgina. Vandinn er að til viðbótar við það voru fjöldamargar kröfur sem að önnur stéttarfélög hafa ekki komið með. Þær yrðu þess valdandi að við myndum fara langt út fyrir þann ramma sem markaður var í samskiptum okkar við félögin hjá SGS og verslunarmenn, iðnaðarmenn, blaðamenn, bankamenn eða alla okkar viðsemjendur þannig að svarið við því er að við getum því miður ekki brugðist trausti þessa fólks,“ segir Halldór. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Stjórn Samtaka atvinnulífsins ákvað í morgun að boða til atkvæðagreiðslu hjá öllum félagsmönnum sínum um boðun verkbanns á ríflega tuttugu þúsund félagsmenn Eflingar og lýkur henni á miðvikudag. Það var gert eftir að árangurslausum samningaviðræðum samtakanna og Eflingar var slitið hjá Ríkissáttasemjara í gær. Farið var yfir nýjustu vendingar í kjaradeilu SA og Eflingar í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Með þessari atkvæðagreiðslu sem fór af stað í dag erum við í raun að segja að við ætlum að bera hönd yfir höfuð okkar á meðan að verkfallshrina Eflingar gengur yfir,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA. „Með þessari atkvæðagreiðslu sem fór af stað í dag erum við í raun að segja að við ætlum að bera hönd yfir höfuð okkar á meðan að verkfallshrina Eflingar gengur yfir,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA.Vísir/Vilhelm Starfsfólki í 45 atvinnugreinum yrði meinað að vinna Verkbönn atvinnurekenda hafa verið fátíð hér á landi en á vef ASÍ um framkvæmd slíkrar aðgerðar kemur fram um hana gildi að flestu leyti sömu sjónarmið og um framkvæmd verkfalls. Vinna er ekki innt af hendi og laun ekki greidd. Verði tillaga um verkbannið samþykkt hefst það 2. mars og verður það um leið umfangsmesta aðgerð sinnar tegundar hér á landi og mun ná til starfsmanna í fjörutíu og fimm atvinnugreinum. Meðal starfsfólks sem verður þá meinað að vinna verður fiskvinnslufólk, starfsfólk veitinga-og gistihúsa, hópbifreiðarstjórar, ræstingarfólk, starfsmenn á bensínstöðvum og almennt iðnverkafólk. Telur að verkbann verði samþykkt Halldór Benjamín telur að verkbannið nái fram að ganga. „Verði verkbannið samþykkt sem ég geri ráð fyrir þá styrkir þetta aðeins stöðu okkar. Við afhendum ekki bara Eflingu dagskrárvald á íslenskum vinnumarkaði heldur getum við reynt að lágmarka það tjón sem þó verður,“ segir Halldór. Aðspurður um hvernig aðgerðin lágmarki tjón félagsmanna SA segir Halldór of snemmt að úttala sig um það. Aðspurður um hvort SA hafi reiknað út hversu kostnaðarsamar aðgerðir eins og verkbann og verkföll eru á móti kostnaðinum við að ganga að kröfum Eflingar svarar Halldór: „Við buðum Eflingu upp á Eflingarútfærslu fyrir Eflingarfólk um helgina. Vandinn er að til viðbótar við það voru fjöldamargar kröfur sem að önnur stéttarfélög hafa ekki komið með. Þær yrðu þess valdandi að við myndum fara langt út fyrir þann ramma sem markaður var í samskiptum okkar við félögin hjá SGS og verslunarmenn, iðnaðarmenn, blaðamenn, bankamenn eða alla okkar viðsemjendur þannig að svarið við því er að við getum því miður ekki brugðist trausti þessa fólks,“ segir Halldór.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira