Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 24-26 | Gestirnir áfram með hreðjatak á Mosfellsbænum Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 20. febrúar 2023 21:00 Adam Haukur Baumruk var markahæstur í liði Hauka í kvöld. Vísir/Diego Einn leikur fór fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Haukar heimsóttu Mosfellsbæ en fara þarf 88 mánuði aftur í tímann til að finna síðasta tap Hauka þar í bæ. Haukarnir voru nálægt því að missa frá sér örugga forystu undir lok leiks í kvöld en allt kom fyrir ekki og gestirnir fóru heim með stigin tvö. Afturelding byrjaði leikinn betur og kom sér strax í eins til tveggja marka forystu. Þegar stundarfjórðungur var liðinn var staðan 9-6 fyrir Aftureldingu. Þeir héldu þessum mun þar til fimm mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Haukarnir gáfu þá í og minnkuðu munninn hægt og rólega. Í hálfleik var staðan jöfn, 14-14. Igor var góður í kvöld með fjögur mörk Vísir: Pawel Haukar settust í bílstjórasætið í seinni hálfleik og komu sér yfir en Afturelding var aldrei langt undan. Um miðbik seinni hálfleiks leiddu Haukar með tveimur mörkum, 20-22. Þegar um fimm mínútur voru eftir af leiknum og staðan 22-25 fékk Andri Már Rúnarsson beint rautt spjald fyrir brot á Birki Benediktssyni og Afturelding fékk víti. Blær Hinriksson fór á punktinn en skaut boltanum framhjá. Næstu tvær sóknir Hauka fóru forgörðum þar sem að Ólafur Ægir skaut framhjá og í næstu sókn á eftir misstu þeir boltann. Þeir nýttu þó lokasókn sína vel og klókindi hjá Aroni Rafni Eðvarssyni, markmanni Hauka sem átti tvær vörslur í röð tryggði þeim sigurinn. Lokatölur 24-26. Haukar fögnuðu vel í leikslokVísir: Pawel Afhverju unnu Haukar? Þrátt fyrir að hafa ekki verið sannfærandi í fyrri hálfleik byrjuðu þeir seinni hálfleikinn af krafti og um leið og komst taktur í varnarleikinn hjá þeim var ekki aftur snúið. Aron Rafn Eðvarsson hrökk í gang í seinni hálfleik og átti mikilvægast vörslur og varnarleikurinn þéttist. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Aftureldingu var Árni Bragi Eyjólfsson atkvæðamestur með átta mörk. Gestur Ólafur Ingvarsson og Igor Kopishinsky voru með fjögur mörk hvor. Brynjar Vignir Stefánsson byrjaði vel í markinu og endaði með tíu bolta varða. Árni Bragi var með átta mörk í kvöldVísir: Pawel Adam Haukur Baumruk var atkvæðamestur hjá Haukum með sex mörk. Brynjólfur Snær Brynjólfsson var með fimm mörk. Aron Rafn Eðvarsson hrökk í gang í seinni hálfleik og varði sextán bolta. Hvað gekk illa? Varnarleikur Hauka í fyrri hálfleik var ekki nógu þéttur og komust Mosfellingar auðveldlega í gegn. Í seinni hálfleik datt sóknarleikur Aftureldingar úr takti og komust Haukar á lagið. Hvað gerist næst? Sunnudaginn 26. febrúar sækir Afturelding ÍBV heim kl 17:00. Mánudaginn 27. febrúar verður Hafnarfjarðarslagurinn, Haukar-FH á dagskrá kl 19:30 Gunnar Magnússon: „Við vorum ólíkir sjálfum okkur miðað við síðustu tvo leiki.“ Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar, var svekktur í leikslokVísir: Pawel Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur eftir tveggja marka tap á móti Haukum í 16. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. „Ég er svekktur, frammistaðan sóknarlega ekki nógu góð. Ég er ánægður með vörn og markvörslu. Við vorum í brasi, sérstaklega í fyrri hálfleik að hlaupa til baka. Við fáum á okkur 26 mörk og það á að duga okkur yfirleitt. Við skorum ekki nema 24 og við vorum svolítið off sóknarlega. Færanýtingin og annað ekki góð, við vorum ólíkir sjálfum okkur miðað við síðustu tvo leiki.“ Afturelding var með góð tök á leiknum í fyrri hálfleik en staðan var jöfn 14-14 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Í seinni hálfleik misstu þeir tökin og segir Gunnar það hafi verið sóknarleikurinn í seinni hálfleik sem fór með þetta hjá þeim. „Við skorum tíu mörk í seinni hálfleik. Eigum við ekki að segja að það sé ástæðan í þessu öllu saman, að það dugar ekki. Haukar spiluðu góða vörn og Aron var góður í markinu. Sóknarlega vantaði að klára færin betur, klára vítin og yfirtalan var óvenju slök. Það var margt hjá okkur sóknarlega sem ég var ekki ánægður með.“ Það vantaði tvo mikilvæga leikmenn í lið Aftureldingar í kvöld, þá Þorstein Leó Gunnarsson og Bergvin Þór Gíslason. „Það er engin afsökun. Við vorum með menn til þess að klára þetta og kannski einhverjir orðnir aðeins þreyttir, ég veit það ekki. Mér fannst við fá fullt af tækifærum til að koma okkur ennþá meira inn í leikinn og hreinlega komast yfir á tímabili, við nýtum það ekki.“ Gunnar vill fá betri frammistöðu sóknarlega fyrir leikinn á móti ÍBV í næstu umferð. „Við ætlum að recovera núna. Við þurfum betri frammistöðu sóknarlega í næsta leik, við förum til Eyja og það verður hörku verkefni. Við þurfum að fara vel yfir þetta og læra af þessu og mæta klárir. Við erum vanir að spila mjög góðan sóknarleik og við vorum ólíkir okkur í dag þannig við þurfum að laga þetta strax.“ Handbolti Olís-deild karla Afturelding Haukar Tengdar fréttir Hafa ekki unnið Haukana á heimavelli í 88 mánuði Afturelding tekur á móti Haukum í Olís deild karla í handbolta í Mosfellsbænum í kvöld en það er orðið langt síðan Haukarnir fóru stigalausir frá Varmá. 20. febrúar 2023 17:00
Einn leikur fór fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Haukar heimsóttu Mosfellsbæ en fara þarf 88 mánuði aftur í tímann til að finna síðasta tap Hauka þar í bæ. Haukarnir voru nálægt því að missa frá sér örugga forystu undir lok leiks í kvöld en allt kom fyrir ekki og gestirnir fóru heim með stigin tvö. Afturelding byrjaði leikinn betur og kom sér strax í eins til tveggja marka forystu. Þegar stundarfjórðungur var liðinn var staðan 9-6 fyrir Aftureldingu. Þeir héldu þessum mun þar til fimm mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Haukarnir gáfu þá í og minnkuðu munninn hægt og rólega. Í hálfleik var staðan jöfn, 14-14. Igor var góður í kvöld með fjögur mörk Vísir: Pawel Haukar settust í bílstjórasætið í seinni hálfleik og komu sér yfir en Afturelding var aldrei langt undan. Um miðbik seinni hálfleiks leiddu Haukar með tveimur mörkum, 20-22. Þegar um fimm mínútur voru eftir af leiknum og staðan 22-25 fékk Andri Már Rúnarsson beint rautt spjald fyrir brot á Birki Benediktssyni og Afturelding fékk víti. Blær Hinriksson fór á punktinn en skaut boltanum framhjá. Næstu tvær sóknir Hauka fóru forgörðum þar sem að Ólafur Ægir skaut framhjá og í næstu sókn á eftir misstu þeir boltann. Þeir nýttu þó lokasókn sína vel og klókindi hjá Aroni Rafni Eðvarssyni, markmanni Hauka sem átti tvær vörslur í röð tryggði þeim sigurinn. Lokatölur 24-26. Haukar fögnuðu vel í leikslokVísir: Pawel Afhverju unnu Haukar? Þrátt fyrir að hafa ekki verið sannfærandi í fyrri hálfleik byrjuðu þeir seinni hálfleikinn af krafti og um leið og komst taktur í varnarleikinn hjá þeim var ekki aftur snúið. Aron Rafn Eðvarsson hrökk í gang í seinni hálfleik og átti mikilvægast vörslur og varnarleikurinn þéttist. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Aftureldingu var Árni Bragi Eyjólfsson atkvæðamestur með átta mörk. Gestur Ólafur Ingvarsson og Igor Kopishinsky voru með fjögur mörk hvor. Brynjar Vignir Stefánsson byrjaði vel í markinu og endaði með tíu bolta varða. Árni Bragi var með átta mörk í kvöldVísir: Pawel Adam Haukur Baumruk var atkvæðamestur hjá Haukum með sex mörk. Brynjólfur Snær Brynjólfsson var með fimm mörk. Aron Rafn Eðvarsson hrökk í gang í seinni hálfleik og varði sextán bolta. Hvað gekk illa? Varnarleikur Hauka í fyrri hálfleik var ekki nógu þéttur og komust Mosfellingar auðveldlega í gegn. Í seinni hálfleik datt sóknarleikur Aftureldingar úr takti og komust Haukar á lagið. Hvað gerist næst? Sunnudaginn 26. febrúar sækir Afturelding ÍBV heim kl 17:00. Mánudaginn 27. febrúar verður Hafnarfjarðarslagurinn, Haukar-FH á dagskrá kl 19:30 Gunnar Magnússon: „Við vorum ólíkir sjálfum okkur miðað við síðustu tvo leiki.“ Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar, var svekktur í leikslokVísir: Pawel Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur eftir tveggja marka tap á móti Haukum í 16. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. „Ég er svekktur, frammistaðan sóknarlega ekki nógu góð. Ég er ánægður með vörn og markvörslu. Við vorum í brasi, sérstaklega í fyrri hálfleik að hlaupa til baka. Við fáum á okkur 26 mörk og það á að duga okkur yfirleitt. Við skorum ekki nema 24 og við vorum svolítið off sóknarlega. Færanýtingin og annað ekki góð, við vorum ólíkir sjálfum okkur miðað við síðustu tvo leiki.“ Afturelding var með góð tök á leiknum í fyrri hálfleik en staðan var jöfn 14-14 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Í seinni hálfleik misstu þeir tökin og segir Gunnar það hafi verið sóknarleikurinn í seinni hálfleik sem fór með þetta hjá þeim. „Við skorum tíu mörk í seinni hálfleik. Eigum við ekki að segja að það sé ástæðan í þessu öllu saman, að það dugar ekki. Haukar spiluðu góða vörn og Aron var góður í markinu. Sóknarlega vantaði að klára færin betur, klára vítin og yfirtalan var óvenju slök. Það var margt hjá okkur sóknarlega sem ég var ekki ánægður með.“ Það vantaði tvo mikilvæga leikmenn í lið Aftureldingar í kvöld, þá Þorstein Leó Gunnarsson og Bergvin Þór Gíslason. „Það er engin afsökun. Við vorum með menn til þess að klára þetta og kannski einhverjir orðnir aðeins þreyttir, ég veit það ekki. Mér fannst við fá fullt af tækifærum til að koma okkur ennþá meira inn í leikinn og hreinlega komast yfir á tímabili, við nýtum það ekki.“ Gunnar vill fá betri frammistöðu sóknarlega fyrir leikinn á móti ÍBV í næstu umferð. „Við ætlum að recovera núna. Við þurfum betri frammistöðu sóknarlega í næsta leik, við förum til Eyja og það verður hörku verkefni. Við þurfum að fara vel yfir þetta og læra af þessu og mæta klárir. Við erum vanir að spila mjög góðan sóknarleik og við vorum ólíkir okkur í dag þannig við þurfum að laga þetta strax.“
Handbolti Olís-deild karla Afturelding Haukar Tengdar fréttir Hafa ekki unnið Haukana á heimavelli í 88 mánuði Afturelding tekur á móti Haukum í Olís deild karla í handbolta í Mosfellsbænum í kvöld en það er orðið langt síðan Haukarnir fóru stigalausir frá Varmá. 20. febrúar 2023 17:00
Hafa ekki unnið Haukana á heimavelli í 88 mánuði Afturelding tekur á móti Haukum í Olís deild karla í handbolta í Mosfellsbænum í kvöld en það er orðið langt síðan Haukarnir fóru stigalausir frá Varmá. 20. febrúar 2023 17:00
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti