Hvers vegna er fjölbreytni náttúrunnar svona verðmæt? Skúli Skúlason, Christophe Pampoulie, Ingibjörg Svala Jónsdóttir, Kristinn Pétur Magnússon, Snæbjörn Pálsson, Starri Heiðmarsson, Sæmundur Sveinsson og Tómas Grétar Gunnarsson skrifa 21. febrúar 2023 07:32 Líffræðileg fjölbreytni er undirstaða lífs á jörðinni og verndun hennar er eitt veigamesta verkefni nútímans. Til að efla samstöðu, vitund og skilning á líffræðilegri fjölbreytni meðal almennings og stjórnvalda hérlendis hefur samstarfsvettvangur sem gengur undir nafninu BIODICE (biodiversity in Iceland/ líffræðileg fjölbreytni á Íslandi, biodice.is) verið stofnaður. Þar hafa einstaklingar, rannsókna-, háskóla-, og mennta- og menningarstofnanir haft frumkvæði en markmiðið er að styðja við samfélagið allt, efla þekkingu á náttúru landsins, miðla henni á margvíslegan hátt og aðstoða stjórnvöld og alla þá sem þurfa og vilja að móta árangursríka stefnu um líffræðilega fjölbreytni. Fimmtudaginn 23. febrúar kl. 14-16 stendur BIODICE fyrir viðburði í Safnahúsinu við Hverfisgötu, þar sem starfsemin verður kynnt og sérstök áhersla lögð á nýlegt COP15 samkomulag Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni og þýðingu þess fyrir Ísland. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku og loftslagsráðherra opnar dagskrána með ávarpi, en viðburðurinn markar einnig upphaf viðburðaraðar undir heitinu „Hátíð líffræðilegrar fjölbreytni“. Öll eru velkomin. Sjá hér. Hugtakið fjölbreytni skipar veigamikinn sess í umræðu nútímans og ber oft á góma þegar útskýra þarf hvað gerir samfélög eða menningu okkar heilbrigða, mannvæna og frjóa. Fjölbreytni auðgar tilveru okkar en er einnig forsenda allra möguleika og valkosta, allt frá daglegum ákvörðunum einstaklinga til samfélagslegra viðbragða við breyttum og eða erfiðum aðstæðum. Slíkir erfiðleikar geta falið í sér utanaðkomandi ógnir við lýðræðið, heilsu eða umhverfi. Segja má að fjölbreytnin feli í sér samfélagsleg verðmæti, því án hennar eru fá tækifæri til að bregðast við aðstæðum – þroskast og þróast. Ef við viljum stuðla að lifandi og sterkum samfélögum er grundvallaratriði að tryggja fjölbreytni í menningu þeirra, hvað varðar til dæmis lífsreynslu, daglegar athafnir, hugmyndir, listir, menntun og atvinnustarfsemi. Fjölbreytni er í raun forsenda allrar sköpunar. Á sama hátt er fjölbreytni meðal lífvera forsenda heilbrigðra vistkerfa. Líffræðileg fjölbreytni vísar til breytileika milli tegunda lífvera, milli einstaklinga og stofna innan tegunda og fjölbreytni vistkerfa. Fjölbreyttar lífverur – við sjálf meðtalin – mynda vistkerfi jarðar. Lífverurnar tengjast á ýmsa vegu og nýta sér búsvæði og aðrar auðlindir umhverfisins. Fjölbreytni einstaklinga innan tegunda og stofna felur í sér valkosti sem Charles Darwin byggði þróunarkenninguna á og í dag vitum við að stofnar og tegundir lífvera þróast með tíma og breytast meðal annars vegna þess að ákveðinn breytileiki einstaklinga hentar betur við vissar aðstæður en annar breytileiki. Breytileiki er stundum sagður vera hráefni þróunar, aðlögunar að nýjum aðstæðum og myndun nýrra tegunda. Tilvera okkar og allra annarra lífvera byggir á heilbrigðum vistkerfum; án líffræðilegrar fjölbreytni geta vistkerfi illa brugðist við breyttum aðstæðum, eða byggt sig upp eftir skaða og jafnvel hrun. Aðstæður á Íslandi eru að mörgu leyti sérstæðar. Hér eru fáar tegundir vegna einangrunar landsins og þess að lífverur hafa haft skamman tíma til að nema landið að nýju frá því að síðasta jökulskeiði lauk fyrir um 10 þúsund árum. Lítil samkeppni milli tegunda og æxlunarleg einangrun hefur leitt til aðlögunar að sérstæðum búsvæðum sem jarðfræði landsins skapar í samspili við aðra umhverfisþætti. Þetta birtist meðal annars í þróun afbrigða ýmissa tegunda, t.d. fugla, breytileika milli stofna laxa sem hafa aðlagast aðstæðum í mismunandi ám og hraðri þróun fjölbreytni innan stofna ýmissa tegunda svo sem bleikju í stöðuvötnum. Vistkerfi lands, ferskvatns og sjávar eru þannig mjög fjölbreytt og kvik. Í þessu liggja mikilsverð verðmæti íslenskrar náttúru. Allar lífverur lifa í nánum tengslum við umhverfi sitt og móta það með ýmsum hætti, oft sér til hagsbóta. Verk mannsins eru sannarlega dæmi um þetta. En verkin eru ekki alltaf yfirveguð eða vönduð. Þannig hefur hegðun hinna iðnvæddu neyslusamfélaga stuðlað að víðtæku hruni líffræðilegrar fjölbreytni á heimsvísu. Megin ástæðurnar eru mengun, loftslagsbreytingar, ofnýting, búsvæðaeyðing og framandi, ágengar tegundir. Unnið er gegn náttúrunni, og þar með okkur sjálfum, á öllum vígstöðvum. Við stöndum því frammi fyrir risastórum umhverfisvanda af mannavöldum. Alþjóðasamfélagið reynir að takast á við þetta og í desember sl. var á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Montréal (COP15) undirritaður tímamótasamningur um verndun líffræðilegrar fjölbreytni (sjá: https://www.cbd.int/doc/decisions/cop-15/cop-15-dec-04-en.pdf). Í samningnum eru notuð stór orð um þann mikla vanda sem við ásamt öllum lífverum heims stöndum frammi fyrir ef við breytum ekki hegðun okkar. Samkomulagið felur m.a. í sér markmið um að árið 2030 höfum við verndað með einhverjum hætti 30% af láði og legi, og að árið 2050 náist það markmið að maðurinn lifi í sátt og samræmi við náttúru jarðar. Þetta eru miklar og göfugar áætlanir. Í stuttu máli kallar samkomulagið eftir umbyltingu á viðhorfum okkar til náttúrunnar og skilningi á að við erum hluti náttúrunnar en drottnum ekki yfir henni. Ísland er aðili að samkomulaginu og ábyrgð okkar er mikil. Við þurfum vitundarvakningu hérlendis um mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni. Vegna sérstöðu íslenskrar náttúru og tækifæra sem liggja í samfélagsgerð okkar getum við lagt mikið af mörkum hér heima og til alþjóðasamfélagsins á þessum vettvangi. Þetta er sýn samstarfsvettvangsins BIODICE. Stöndum saman og tökum kröftuglega þátt í Hátíð líffræðilegrar fjölbreytni! Höfundar eru stjórnarmeðlimir BIODICE. Skúli Skúlason prófessor við Háskólann á Hólum og Náttúruminjasafn Íslands, formaður stjórnar BIODICE Christophe Pampoulie rannsóknastjóri, Hafrannsóknastofnun, varaformaður stjórnar BIODICE Ingibjörg Svala Jónsdóttir prófessor, Háskóla Íslands Kristinn Pétur Magnússon sérfræðingur og prófessor, Náttúrufræðistofnun Íslands og Háskólanum á Akureyri Snæbjörn Pálsson prófessor, Háskóla Íslands Starri Heiðmarsson forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra Sæmundur Sveinsson fagstjóri MATÍS Tómas Grétar Gunnarsson forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Líffræðileg fjölbreytni er undirstaða lífs á jörðinni og verndun hennar er eitt veigamesta verkefni nútímans. Til að efla samstöðu, vitund og skilning á líffræðilegri fjölbreytni meðal almennings og stjórnvalda hérlendis hefur samstarfsvettvangur sem gengur undir nafninu BIODICE (biodiversity in Iceland/ líffræðileg fjölbreytni á Íslandi, biodice.is) verið stofnaður. Þar hafa einstaklingar, rannsókna-, háskóla-, og mennta- og menningarstofnanir haft frumkvæði en markmiðið er að styðja við samfélagið allt, efla þekkingu á náttúru landsins, miðla henni á margvíslegan hátt og aðstoða stjórnvöld og alla þá sem þurfa og vilja að móta árangursríka stefnu um líffræðilega fjölbreytni. Fimmtudaginn 23. febrúar kl. 14-16 stendur BIODICE fyrir viðburði í Safnahúsinu við Hverfisgötu, þar sem starfsemin verður kynnt og sérstök áhersla lögð á nýlegt COP15 samkomulag Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni og þýðingu þess fyrir Ísland. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku og loftslagsráðherra opnar dagskrána með ávarpi, en viðburðurinn markar einnig upphaf viðburðaraðar undir heitinu „Hátíð líffræðilegrar fjölbreytni“. Öll eru velkomin. Sjá hér. Hugtakið fjölbreytni skipar veigamikinn sess í umræðu nútímans og ber oft á góma þegar útskýra þarf hvað gerir samfélög eða menningu okkar heilbrigða, mannvæna og frjóa. Fjölbreytni auðgar tilveru okkar en er einnig forsenda allra möguleika og valkosta, allt frá daglegum ákvörðunum einstaklinga til samfélagslegra viðbragða við breyttum og eða erfiðum aðstæðum. Slíkir erfiðleikar geta falið í sér utanaðkomandi ógnir við lýðræðið, heilsu eða umhverfi. Segja má að fjölbreytnin feli í sér samfélagsleg verðmæti, því án hennar eru fá tækifæri til að bregðast við aðstæðum – þroskast og þróast. Ef við viljum stuðla að lifandi og sterkum samfélögum er grundvallaratriði að tryggja fjölbreytni í menningu þeirra, hvað varðar til dæmis lífsreynslu, daglegar athafnir, hugmyndir, listir, menntun og atvinnustarfsemi. Fjölbreytni er í raun forsenda allrar sköpunar. Á sama hátt er fjölbreytni meðal lífvera forsenda heilbrigðra vistkerfa. Líffræðileg fjölbreytni vísar til breytileika milli tegunda lífvera, milli einstaklinga og stofna innan tegunda og fjölbreytni vistkerfa. Fjölbreyttar lífverur – við sjálf meðtalin – mynda vistkerfi jarðar. Lífverurnar tengjast á ýmsa vegu og nýta sér búsvæði og aðrar auðlindir umhverfisins. Fjölbreytni einstaklinga innan tegunda og stofna felur í sér valkosti sem Charles Darwin byggði þróunarkenninguna á og í dag vitum við að stofnar og tegundir lífvera þróast með tíma og breytast meðal annars vegna þess að ákveðinn breytileiki einstaklinga hentar betur við vissar aðstæður en annar breytileiki. Breytileiki er stundum sagður vera hráefni þróunar, aðlögunar að nýjum aðstæðum og myndun nýrra tegunda. Tilvera okkar og allra annarra lífvera byggir á heilbrigðum vistkerfum; án líffræðilegrar fjölbreytni geta vistkerfi illa brugðist við breyttum aðstæðum, eða byggt sig upp eftir skaða og jafnvel hrun. Aðstæður á Íslandi eru að mörgu leyti sérstæðar. Hér eru fáar tegundir vegna einangrunar landsins og þess að lífverur hafa haft skamman tíma til að nema landið að nýju frá því að síðasta jökulskeiði lauk fyrir um 10 þúsund árum. Lítil samkeppni milli tegunda og æxlunarleg einangrun hefur leitt til aðlögunar að sérstæðum búsvæðum sem jarðfræði landsins skapar í samspili við aðra umhverfisþætti. Þetta birtist meðal annars í þróun afbrigða ýmissa tegunda, t.d. fugla, breytileika milli stofna laxa sem hafa aðlagast aðstæðum í mismunandi ám og hraðri þróun fjölbreytni innan stofna ýmissa tegunda svo sem bleikju í stöðuvötnum. Vistkerfi lands, ferskvatns og sjávar eru þannig mjög fjölbreytt og kvik. Í þessu liggja mikilsverð verðmæti íslenskrar náttúru. Allar lífverur lifa í nánum tengslum við umhverfi sitt og móta það með ýmsum hætti, oft sér til hagsbóta. Verk mannsins eru sannarlega dæmi um þetta. En verkin eru ekki alltaf yfirveguð eða vönduð. Þannig hefur hegðun hinna iðnvæddu neyslusamfélaga stuðlað að víðtæku hruni líffræðilegrar fjölbreytni á heimsvísu. Megin ástæðurnar eru mengun, loftslagsbreytingar, ofnýting, búsvæðaeyðing og framandi, ágengar tegundir. Unnið er gegn náttúrunni, og þar með okkur sjálfum, á öllum vígstöðvum. Við stöndum því frammi fyrir risastórum umhverfisvanda af mannavöldum. Alþjóðasamfélagið reynir að takast á við þetta og í desember sl. var á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Montréal (COP15) undirritaður tímamótasamningur um verndun líffræðilegrar fjölbreytni (sjá: https://www.cbd.int/doc/decisions/cop-15/cop-15-dec-04-en.pdf). Í samningnum eru notuð stór orð um þann mikla vanda sem við ásamt öllum lífverum heims stöndum frammi fyrir ef við breytum ekki hegðun okkar. Samkomulagið felur m.a. í sér markmið um að árið 2030 höfum við verndað með einhverjum hætti 30% af láði og legi, og að árið 2050 náist það markmið að maðurinn lifi í sátt og samræmi við náttúru jarðar. Þetta eru miklar og göfugar áætlanir. Í stuttu máli kallar samkomulagið eftir umbyltingu á viðhorfum okkar til náttúrunnar og skilningi á að við erum hluti náttúrunnar en drottnum ekki yfir henni. Ísland er aðili að samkomulaginu og ábyrgð okkar er mikil. Við þurfum vitundarvakningu hérlendis um mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni. Vegna sérstöðu íslenskrar náttúru og tækifæra sem liggja í samfélagsgerð okkar getum við lagt mikið af mörkum hér heima og til alþjóðasamfélagsins á þessum vettvangi. Þetta er sýn samstarfsvettvangsins BIODICE. Stöndum saman og tökum kröftuglega þátt í Hátíð líffræðilegrar fjölbreytni! Höfundar eru stjórnarmeðlimir BIODICE. Skúli Skúlason prófessor við Háskólann á Hólum og Náttúruminjasafn Íslands, formaður stjórnar BIODICE Christophe Pampoulie rannsóknastjóri, Hafrannsóknastofnun, varaformaður stjórnar BIODICE Ingibjörg Svala Jónsdóttir prófessor, Háskóla Íslands Kristinn Pétur Magnússon sérfræðingur og prófessor, Náttúrufræðistofnun Íslands og Háskólanum á Akureyri Snæbjörn Pálsson prófessor, Háskóla Íslands Starri Heiðmarsson forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra Sæmundur Sveinsson fagstjóri MATÍS Tómas Grétar Gunnarsson forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun