Ísland ein af 34 þjóðum sem segja nei Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2023 10:31 Íslenski hópurinn á Vetaróympíuleikunum árið 2018. Getty/Quinn Rooney Ísland er í hópi 34 þjóða sem hafa mótmælt því formlega að rússneskir og hvít-rússneskir íþróttamenn fái að taka þá í Ólympíuleikunum í París á næsta ári. Þjóðirnar sendu frá sér yfirlýsingu eftir að hafa farið saman yfir málin á fundi fyrr í þessum mánuði. Ástæðan er auðvitað innrás Rússa í Úkraínu og stuðningur Hvíta-Rússlands við hana. Í þessum hópi eru allar Norðurlandaþjóðirnar, Bandaríkin, Bretland, stór hluti Vestur-Evrópu og stórar þjóðir eins og Kanada, Japan og Suður-Kórea. Hér fyrir neðan má sjá kort af þjóðunum sem skrifuðu undir yfirlýsinguna en kortið er aðgengilegt með því að fletta fyrstu síðu. View this post on Instagram A post shared by DR Sporten (@drsporten) Alþjóða Ólympíunefndin segist vera að leita leiða til að leyfa rússnesku og hvít-rússnesku íþróttafólki að keppa undir hlutlausum fána. Úkraína tók ekki þátt í fundinum en Úkraínumenn hafa hótað því að sniðganga Ólympíuleikanna ef Alþjóða Ólympíunefndin hleypir Rússum inn á leikana. Strax eftir innrásina setti Alþjóða Ólympíunefndin pressu á íþróttasambönd heimsins að banna Rússum og Hvít-Rússum að keppa á mótum sínum og þjóðirnar tvær fengu ekki að keppa á Vetrarólympíumóti fatlaðra í mars í fyrra. Íþróttamennirnir fengu þá að keppa undir hlutlausum fánum. Sum íþróttasambönd bönnuðu ekki Rússa eða Hvít-Rússa og oft hefur íþróttafólkið fengið að keppa undir hlutlausum fána. Hvít-Rússinn Aryna Sabalenka vann þannig Opna ástralska risamótið í tennis í janúar þegar hún keppti undir hlutlausum fána. Thomas Bach, forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar, hefur talað með því að hleypa íþróttafólki Rússa og Hvít-Rússa aftur inn. Að hans mati er það ekki sanngjarnt fyrir íþróttafólkið að það sé fórnarlamb ákvarðana yfirvalda þeirra. Ólympíuleikar 2024 í París Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Fleiri fréttir Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira
Þjóðirnar sendu frá sér yfirlýsingu eftir að hafa farið saman yfir málin á fundi fyrr í þessum mánuði. Ástæðan er auðvitað innrás Rússa í Úkraínu og stuðningur Hvíta-Rússlands við hana. Í þessum hópi eru allar Norðurlandaþjóðirnar, Bandaríkin, Bretland, stór hluti Vestur-Evrópu og stórar þjóðir eins og Kanada, Japan og Suður-Kórea. Hér fyrir neðan má sjá kort af þjóðunum sem skrifuðu undir yfirlýsinguna en kortið er aðgengilegt með því að fletta fyrstu síðu. View this post on Instagram A post shared by DR Sporten (@drsporten) Alþjóða Ólympíunefndin segist vera að leita leiða til að leyfa rússnesku og hvít-rússnesku íþróttafólki að keppa undir hlutlausum fána. Úkraína tók ekki þátt í fundinum en Úkraínumenn hafa hótað því að sniðganga Ólympíuleikanna ef Alþjóða Ólympíunefndin hleypir Rússum inn á leikana. Strax eftir innrásina setti Alþjóða Ólympíunefndin pressu á íþróttasambönd heimsins að banna Rússum og Hvít-Rússum að keppa á mótum sínum og þjóðirnar tvær fengu ekki að keppa á Vetrarólympíumóti fatlaðra í mars í fyrra. Íþróttamennirnir fengu þá að keppa undir hlutlausum fánum. Sum íþróttasambönd bönnuðu ekki Rússa eða Hvít-Rússa og oft hefur íþróttafólkið fengið að keppa undir hlutlausum fána. Hvít-Rússinn Aryna Sabalenka vann þannig Opna ástralska risamótið í tennis í janúar þegar hún keppti undir hlutlausum fána. Thomas Bach, forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar, hefur talað með því að hleypa íþróttafólki Rússa og Hvít-Rússa aftur inn. Að hans mati er það ekki sanngjarnt fyrir íþróttafólkið að það sé fórnarlamb ákvarðana yfirvalda þeirra.
Ólympíuleikar 2024 í París Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Fleiri fréttir Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira