Notaði debetkort húsfélagsins í eigin þágu Bjarki Sigurðsson skrifar 21. febrúar 2023 09:16 Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi manninn í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri var á dögunum dæmdur til mánaðar fangelsisvistar fyrir fjárdrátt úr húsfélagi á Akureyri. Fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að linum tveimur árum. Maðurinn gegndi starfi gjaldkera húsfélagsins og fór sem slíkur einn með reikningsumráð þess. Um er að ræða húsfélag fasteignar með þremur íbúðum. Á hálfs árs tímabili, frá apríl 2019 til október 2019, dró maðurinn sér fjármuni að fjárhæð 229.175 krónur úr sjóðum húsfélagsins með debetkorti þess. Færslurnar voru alls 43 talsins, sú lægsta upp á 299 krónur og sú hæsta upp á 46.767 krónur. Maðurinn neitaði sök og sagðist hafa talið sig eiga inni hjá húsfélaginu. Hann hafi ákveðið að endurgreiða sér með þessum hætti án þess að hafa rætt það við meðeigendur í húsnæðinu. Aðspurður hvers vegna hann millifærði ekki af reikningum félagsins í staðinn fyrir að notast við debetkort þá kvaðst hann ekki hafa orðið sér úti um aðgang að heimabankanum. Um leið og uppgötvaðist að maðurinn hafði nýtt sér debetkortið til einkanotkunnar greiddi hann til baka mismuninn af því sem hann taldi félagið skulda sér og því sem hann dró sér. Hann greiddi húsfélagsgjöld samviskusamlega allt brotatímabilið og því hélt hann því fram að skynsamleg rök standi því til álykta sem svo að ásetningur hans hafi ekki verið að draga sér féð til eigna. Í niðurstöðu héraðsdóms Norðurlands eystra segir að ljóst sé að maðurinn hafi notað debetkort félagsins til fjölda persónulegra úttekta. Þá sé ágreiningslaust að hann hafi einnig innt af hendi greiðslur af persónulegum fjármunum sínum fyrir húsfélagið. Hins vegar hafi hann dregið sér mun meira fé en hann átti inni. Dómnum þótti ljóst að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Hann var því dæmdur í þrjátíu daga fangelsi en vistin er bundin skilorði til tveggja ára. Þá þarf hann að greiða húsfélaginu 64.926 krónur með vöxtum og 372.043 krónur í málskostnað. Einnig þarf hann að greiða málsvarnarlaun verjanda síns, alls 1.189.580 krónur. Málefni fjölbýlishúsa Dómsmál Akureyri Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Maðurinn gegndi starfi gjaldkera húsfélagsins og fór sem slíkur einn með reikningsumráð þess. Um er að ræða húsfélag fasteignar með þremur íbúðum. Á hálfs árs tímabili, frá apríl 2019 til október 2019, dró maðurinn sér fjármuni að fjárhæð 229.175 krónur úr sjóðum húsfélagsins með debetkorti þess. Færslurnar voru alls 43 talsins, sú lægsta upp á 299 krónur og sú hæsta upp á 46.767 krónur. Maðurinn neitaði sök og sagðist hafa talið sig eiga inni hjá húsfélaginu. Hann hafi ákveðið að endurgreiða sér með þessum hætti án þess að hafa rætt það við meðeigendur í húsnæðinu. Aðspurður hvers vegna hann millifærði ekki af reikningum félagsins í staðinn fyrir að notast við debetkort þá kvaðst hann ekki hafa orðið sér úti um aðgang að heimabankanum. Um leið og uppgötvaðist að maðurinn hafði nýtt sér debetkortið til einkanotkunnar greiddi hann til baka mismuninn af því sem hann taldi félagið skulda sér og því sem hann dró sér. Hann greiddi húsfélagsgjöld samviskusamlega allt brotatímabilið og því hélt hann því fram að skynsamleg rök standi því til álykta sem svo að ásetningur hans hafi ekki verið að draga sér féð til eigna. Í niðurstöðu héraðsdóms Norðurlands eystra segir að ljóst sé að maðurinn hafi notað debetkort félagsins til fjölda persónulegra úttekta. Þá sé ágreiningslaust að hann hafi einnig innt af hendi greiðslur af persónulegum fjármunum sínum fyrir húsfélagið. Hins vegar hafi hann dregið sér mun meira fé en hann átti inni. Dómnum þótti ljóst að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Hann var því dæmdur í þrjátíu daga fangelsi en vistin er bundin skilorði til tveggja ára. Þá þarf hann að greiða húsfélaginu 64.926 krónur með vöxtum og 372.043 krónur í málskostnað. Einnig þarf hann að greiða málsvarnarlaun verjanda síns, alls 1.189.580 krónur.
Málefni fjölbýlishúsa Dómsmál Akureyri Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira