Segir sína menn þurfa að eiga tvo frábæra leiki til að komast áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. febrúar 2023 14:01 Klopp er spenntur fyrir einvíginu gegn Real Madríd. Cristiano Mazzi/Getty Images Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, segir sína menn þurfa að eiga tvo frábæra leiki til að slá Real Madríd út í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Að sama skapi Þjóðverjinn að Real þurfi ekki að eiga sína bestu leiki til að komast áfram. Eftir 3-0 tap gegn Wolves í upphafi mánaðar hefur Liverpool unnið bæði Everton og Newcastle United með tveimur mörkum gegn engu. Klopp vonast til að lið sitt taki þann meðbyr með sér inn í einvígið gegn Spánar- og Evrópumeisturunum. „Ég er mjög ánægður að leikurinn sé núna, hefði verið allt annað hefðum við spilað fyrir fjórum vikum síðan. Lífið snýst um tímasetningar. Mögulega höfum við fundið taktinn þó ég hefði búist við að við yrðum líkir sjálfum okkur þó við hefðum ekki unnið síðustu tvo leiki þar sem þetta er önnur keppni og maður verður að nýta tækifæri sem þessi,“ sagði Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Við getum vonandi byggt ofan á þessa tvo sigra en það er ljóst að við þurfum að spila frábærlega í báðum leikjunum til að komast áfram. Það truflar mig ekkert, maður þarf að vera upp á sitt besta til að eiga möguleika. Real þarf það hins vegar ekki til þess að eiga möguleika, það er munurinn. Ég get ekki beðið,“ bætti sá þýski við og var mögulega að minnast á úrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni á síðasta ári. Þar var Liverpool mun sterkari aðilinn frá upphafi til enda en samt tókst Real Madríd að landa 1-0 sigri. Klopp hafði ekki horft aftur á þann leik þangað til nú um daginn. 'I didn't watch Champions League final again until last weekend, it was torture' - Klopp https://t.co/jnSMNU71WW pic.twitter.com/OhvuA4CCI1— Reuters (@Reuters) February 20, 2023 „Ég áttaði mig strax á af hverju ég hafði ekki horft á leikinn aftur, það var kvöl og pína. Við spiluðum vel og áttum að vinna leikinn. Þeir skoruðu markið sem skildi liðin af, ekki við. Maður sá hversu reynslumikið lið Madríd er, hversu litlu máli það skipti að andstæðingurinn fengi færi. Sjálfstraustið fór aldrei niður á við, þeir vissu alltaf að þeir myndu fá færi.“ „Það er saga á milli þessara félaga. Það virðist sem annað okkar sé alltaf í úrslitum og til að komast í úrslitaleikinn þarftu að fara í gegnum okkur eða þá. Að þessu sinni mætumst við, sjáum til hver fer áfram.“ Á endanum tjáði Klopp sig um rasismann í garð Vinícius Júnior, leikmanns Real Madríd. „Það er ekkert í heiminum sem afsakar kynþáttaníð,“ sagði Klopp að endingu. Leikur Liverpool og Real Madrid hefst klukkan 20 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Til Liverpool án veikra miðjumanna en Benzema í vélinni Liverpool og Real Madrid mætast annað kvöld á Anfield í sannkölluðum stórleik í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Real verður þar án tveggja öflugra miðjumanna. 20. febrúar 2023 14:01 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Eftir 3-0 tap gegn Wolves í upphafi mánaðar hefur Liverpool unnið bæði Everton og Newcastle United með tveimur mörkum gegn engu. Klopp vonast til að lið sitt taki þann meðbyr með sér inn í einvígið gegn Spánar- og Evrópumeisturunum. „Ég er mjög ánægður að leikurinn sé núna, hefði verið allt annað hefðum við spilað fyrir fjórum vikum síðan. Lífið snýst um tímasetningar. Mögulega höfum við fundið taktinn þó ég hefði búist við að við yrðum líkir sjálfum okkur þó við hefðum ekki unnið síðustu tvo leiki þar sem þetta er önnur keppni og maður verður að nýta tækifæri sem þessi,“ sagði Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Við getum vonandi byggt ofan á þessa tvo sigra en það er ljóst að við þurfum að spila frábærlega í báðum leikjunum til að komast áfram. Það truflar mig ekkert, maður þarf að vera upp á sitt besta til að eiga möguleika. Real þarf það hins vegar ekki til þess að eiga möguleika, það er munurinn. Ég get ekki beðið,“ bætti sá þýski við og var mögulega að minnast á úrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni á síðasta ári. Þar var Liverpool mun sterkari aðilinn frá upphafi til enda en samt tókst Real Madríd að landa 1-0 sigri. Klopp hafði ekki horft aftur á þann leik þangað til nú um daginn. 'I didn't watch Champions League final again until last weekend, it was torture' - Klopp https://t.co/jnSMNU71WW pic.twitter.com/OhvuA4CCI1— Reuters (@Reuters) February 20, 2023 „Ég áttaði mig strax á af hverju ég hafði ekki horft á leikinn aftur, það var kvöl og pína. Við spiluðum vel og áttum að vinna leikinn. Þeir skoruðu markið sem skildi liðin af, ekki við. Maður sá hversu reynslumikið lið Madríd er, hversu litlu máli það skipti að andstæðingurinn fengi færi. Sjálfstraustið fór aldrei niður á við, þeir vissu alltaf að þeir myndu fá færi.“ „Það er saga á milli þessara félaga. Það virðist sem annað okkar sé alltaf í úrslitum og til að komast í úrslitaleikinn þarftu að fara í gegnum okkur eða þá. Að þessu sinni mætumst við, sjáum til hver fer áfram.“ Á endanum tjáði Klopp sig um rasismann í garð Vinícius Júnior, leikmanns Real Madríd. „Það er ekkert í heiminum sem afsakar kynþáttaníð,“ sagði Klopp að endingu. Leikur Liverpool og Real Madrid hefst klukkan 20 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Til Liverpool án veikra miðjumanna en Benzema í vélinni Liverpool og Real Madrid mætast annað kvöld á Anfield í sannkölluðum stórleik í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Real verður þar án tveggja öflugra miðjumanna. 20. febrúar 2023 14:01 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Til Liverpool án veikra miðjumanna en Benzema í vélinni Liverpool og Real Madrid mætast annað kvöld á Anfield í sannkölluðum stórleik í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Real verður þar án tveggja öflugra miðjumanna. 20. febrúar 2023 14:01