Telur að tillaga um verkbann sé þvingunaraðgerð Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. febrúar 2023 14:30 Magnús M. Norðdahl sérfræðingur á sviði alþjóða- og vinnumarkaðsmála hjá ASÍ segir að verkbannsvopnið sé ekki til þess fallið að liðka fyrir samningaviðræðum. Vísir Verkfallsboðanir Eflingarfélaga í öryggisgæslu, þrifum og á hótelum voru samþykktar í gær með nokkuð afgerandi meirihluta þeirra sem tóku þátt. Vinnumarkaðssérfræðingur hjá ASÍ segir afar sjaldgæft að atvinnurekendur nýti sér verkbannsvopnið í kjaradeilum til þvingunaraðgerða eins og nú sér gert Atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna Samtaka atvinnulífsins um verkbann á allt félagsfólk Eflingar sem vinnur eftir kjarasamningum sem gerðir hafa verið við Samtökin hófst í gær. Um er að ræða ótímabundið verkbann sem hefst á hádegi fimmtudaginn 2. mars næstkomandi, hafi kjarasamningar ekki náðst eða verkfalli Eflingar aflýst fyrir þann tíma. Atkvæðagreiðslunni lýkur á morgun klukkan fjögur. Allir félagsmenn SA, tæplega tvö þúsund, greiða atkvæði. Atkvæðisréttur byggir á atkvæðaskrá SA. Atkvæðamagn byggir því á greiddum félagsgjöldum árið 2022 miðað við stöðuna um áramót samkvæmt upplýsingum frá Samtökum atvinnulífsins. Magnús M. Norðdahl sérfræðingur á sviði alþjóða- og vinnumarkaðsmála hjá ASÍ segir að verkbannsvopnið sé ekki til þess fallið að liðka fyrir samningaviðræðum. „Mér skilst að atvinnurekendur hafi notað verkbannsvopnið um fimmtíu sinnum í gegnum tíðina í kjaradeilum við verkafólk en það hefur aldrei náð til eins margra og í þetta skipti eða ríflega tuttugu þúsund þúsund manns. Komi til þess mun það hafa afar gífurleg áhrif á allt samfélagið. Ég tel að þegar verkbanni er beitt með þessum hætti sé það ekki endilega til þess fallið að liðka fyrir samningaviðræðum. Það hefur jafnan verið hugsað sem vopn til þess að verja atvinnurekendur tjóni í verkföllum, það er að koma í veg fyrir það að þeir þurfi að hafa á launaskrá í fyrirtækjum sínum starfsfólk sem ekki getur gegnt venjulegum störfum sínum vegna þess að hluti starfsfólks er í verkfalli. En með þessum hætti kannast ég ekki við að því hafi verið beitt eða sem þvingunarvopni til að ná fram samningsniðurstöðu, því alla jafna eru það nú verkalýðsfélögin sem eru með kröfur en ekki atvinnurekendur,“ segir Magnús. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Sjá meira
Atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna Samtaka atvinnulífsins um verkbann á allt félagsfólk Eflingar sem vinnur eftir kjarasamningum sem gerðir hafa verið við Samtökin hófst í gær. Um er að ræða ótímabundið verkbann sem hefst á hádegi fimmtudaginn 2. mars næstkomandi, hafi kjarasamningar ekki náðst eða verkfalli Eflingar aflýst fyrir þann tíma. Atkvæðagreiðslunni lýkur á morgun klukkan fjögur. Allir félagsmenn SA, tæplega tvö þúsund, greiða atkvæði. Atkvæðisréttur byggir á atkvæðaskrá SA. Atkvæðamagn byggir því á greiddum félagsgjöldum árið 2022 miðað við stöðuna um áramót samkvæmt upplýsingum frá Samtökum atvinnulífsins. Magnús M. Norðdahl sérfræðingur á sviði alþjóða- og vinnumarkaðsmála hjá ASÍ segir að verkbannsvopnið sé ekki til þess fallið að liðka fyrir samningaviðræðum. „Mér skilst að atvinnurekendur hafi notað verkbannsvopnið um fimmtíu sinnum í gegnum tíðina í kjaradeilum við verkafólk en það hefur aldrei náð til eins margra og í þetta skipti eða ríflega tuttugu þúsund þúsund manns. Komi til þess mun það hafa afar gífurleg áhrif á allt samfélagið. Ég tel að þegar verkbanni er beitt með þessum hætti sé það ekki endilega til þess fallið að liðka fyrir samningaviðræðum. Það hefur jafnan verið hugsað sem vopn til þess að verja atvinnurekendur tjóni í verkföllum, það er að koma í veg fyrir það að þeir þurfi að hafa á launaskrá í fyrirtækjum sínum starfsfólk sem ekki getur gegnt venjulegum störfum sínum vegna þess að hluti starfsfólks er í verkfalli. En með þessum hætti kannast ég ekki við að því hafi verið beitt eða sem þvingunarvopni til að ná fram samningsniðurstöðu, því alla jafna eru það nú verkalýðsfélögin sem eru með kröfur en ekki atvinnurekendur,“ segir Magnús.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Sjá meira