Telur að tillaga um verkbann sé þvingunaraðgerð Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. febrúar 2023 14:30 Magnús M. Norðdahl sérfræðingur á sviði alþjóða- og vinnumarkaðsmála hjá ASÍ segir að verkbannsvopnið sé ekki til þess fallið að liðka fyrir samningaviðræðum. Vísir Verkfallsboðanir Eflingarfélaga í öryggisgæslu, þrifum og á hótelum voru samþykktar í gær með nokkuð afgerandi meirihluta þeirra sem tóku þátt. Vinnumarkaðssérfræðingur hjá ASÍ segir afar sjaldgæft að atvinnurekendur nýti sér verkbannsvopnið í kjaradeilum til þvingunaraðgerða eins og nú sér gert Atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna Samtaka atvinnulífsins um verkbann á allt félagsfólk Eflingar sem vinnur eftir kjarasamningum sem gerðir hafa verið við Samtökin hófst í gær. Um er að ræða ótímabundið verkbann sem hefst á hádegi fimmtudaginn 2. mars næstkomandi, hafi kjarasamningar ekki náðst eða verkfalli Eflingar aflýst fyrir þann tíma. Atkvæðagreiðslunni lýkur á morgun klukkan fjögur. Allir félagsmenn SA, tæplega tvö þúsund, greiða atkvæði. Atkvæðisréttur byggir á atkvæðaskrá SA. Atkvæðamagn byggir því á greiddum félagsgjöldum árið 2022 miðað við stöðuna um áramót samkvæmt upplýsingum frá Samtökum atvinnulífsins. Magnús M. Norðdahl sérfræðingur á sviði alþjóða- og vinnumarkaðsmála hjá ASÍ segir að verkbannsvopnið sé ekki til þess fallið að liðka fyrir samningaviðræðum. „Mér skilst að atvinnurekendur hafi notað verkbannsvopnið um fimmtíu sinnum í gegnum tíðina í kjaradeilum við verkafólk en það hefur aldrei náð til eins margra og í þetta skipti eða ríflega tuttugu þúsund þúsund manns. Komi til þess mun það hafa afar gífurleg áhrif á allt samfélagið. Ég tel að þegar verkbanni er beitt með þessum hætti sé það ekki endilega til þess fallið að liðka fyrir samningaviðræðum. Það hefur jafnan verið hugsað sem vopn til þess að verja atvinnurekendur tjóni í verkföllum, það er að koma í veg fyrir það að þeir þurfi að hafa á launaskrá í fyrirtækjum sínum starfsfólk sem ekki getur gegnt venjulegum störfum sínum vegna þess að hluti starfsfólks er í verkfalli. En með þessum hætti kannast ég ekki við að því hafi verið beitt eða sem þvingunarvopni til að ná fram samningsniðurstöðu, því alla jafna eru það nú verkalýðsfélögin sem eru með kröfur en ekki atvinnurekendur,“ segir Magnús. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna Samtaka atvinnulífsins um verkbann á allt félagsfólk Eflingar sem vinnur eftir kjarasamningum sem gerðir hafa verið við Samtökin hófst í gær. Um er að ræða ótímabundið verkbann sem hefst á hádegi fimmtudaginn 2. mars næstkomandi, hafi kjarasamningar ekki náðst eða verkfalli Eflingar aflýst fyrir þann tíma. Atkvæðagreiðslunni lýkur á morgun klukkan fjögur. Allir félagsmenn SA, tæplega tvö þúsund, greiða atkvæði. Atkvæðisréttur byggir á atkvæðaskrá SA. Atkvæðamagn byggir því á greiddum félagsgjöldum árið 2022 miðað við stöðuna um áramót samkvæmt upplýsingum frá Samtökum atvinnulífsins. Magnús M. Norðdahl sérfræðingur á sviði alþjóða- og vinnumarkaðsmála hjá ASÍ segir að verkbannsvopnið sé ekki til þess fallið að liðka fyrir samningaviðræðum. „Mér skilst að atvinnurekendur hafi notað verkbannsvopnið um fimmtíu sinnum í gegnum tíðina í kjaradeilum við verkafólk en það hefur aldrei náð til eins margra og í þetta skipti eða ríflega tuttugu þúsund þúsund manns. Komi til þess mun það hafa afar gífurleg áhrif á allt samfélagið. Ég tel að þegar verkbanni er beitt með þessum hætti sé það ekki endilega til þess fallið að liðka fyrir samningaviðræðum. Það hefur jafnan verið hugsað sem vopn til þess að verja atvinnurekendur tjóni í verkföllum, það er að koma í veg fyrir það að þeir þurfi að hafa á launaskrá í fyrirtækjum sínum starfsfólk sem ekki getur gegnt venjulegum störfum sínum vegna þess að hluti starfsfólks er í verkfalli. En með þessum hætti kannast ég ekki við að því hafi verið beitt eða sem þvingunarvopni til að ná fram samningsniðurstöðu, því alla jafna eru það nú verkalýðsfélögin sem eru með kröfur en ekki atvinnurekendur,“ segir Magnús.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Sjá meira