Dapurleg staða og ítrekar skyldu Eflingar og SA að ná samningum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2023 12:23 Katrín Jakobsdóttir og aðrir þingmenn eru mættir aftur til höfuðborgarinnar eftir kjördæmaviku. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin ræddi stöðuna í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins á vikulegum fundi sínum í Ráðherrabústaðnum í morgun. Forsætisráðherra ítrekar skyldu deiluaðila að ná samningum. Félagsmenn Eflingar samþykktu í gær enn víðtækari verkfallsaðgerðir sem standa fyrir dyrum þann 28. febrúar. Atkvæðagreiðslur félaga í Samtökum atvinnulífsins um verkbann lýkur á morgun. Verkbannið næði til allra félagsmanna Eflingar og tæki gildi 2. mars. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi stöðuna í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Aðspurð hvort ríkisstjórnin ætlaði að beita sér í deilunni sagði hún aðkomu ríkisstjórnarinnar hafa verið kynnt fyrir áramót. Vísaði hún þar til aðgerða sem ráðherrar kynntu varðandi húsnæðismarkaðinn almennt, leigumarkað og mögulega leigubremsu, auk stuðnings við barnafjölskyldur. Klippa: Ítrekar skyldu Eflingar og SA til að ná samningum „Ég vil ítreka að það er skylda aðila að gera allt sitt til að ná samningum. Þar er boltinn í þessari kjaradeilu,“ sagði Katrín. Ráðherrar hafi rætt stöðuna á verkfallsaðgerðum og yfirvofandi verkbanni, hvaða undanþágur hafi verið veittar og hvaða áhrif geti orðið af verkföllum og verkbanni. Þá sagði Katrín í framhaldinu mjög dapurlegt að ekki hefði enn náðst samkomulag. Ekkert hefði verið rætt af hálfu ríkisstjórnar að grípa inn í deiluna með einum eða öðrum hætti. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Félagsmenn Eflingar samþykktu í gær enn víðtækari verkfallsaðgerðir sem standa fyrir dyrum þann 28. febrúar. Atkvæðagreiðslur félaga í Samtökum atvinnulífsins um verkbann lýkur á morgun. Verkbannið næði til allra félagsmanna Eflingar og tæki gildi 2. mars. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi stöðuna í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Aðspurð hvort ríkisstjórnin ætlaði að beita sér í deilunni sagði hún aðkomu ríkisstjórnarinnar hafa verið kynnt fyrir áramót. Vísaði hún þar til aðgerða sem ráðherrar kynntu varðandi húsnæðismarkaðinn almennt, leigumarkað og mögulega leigubremsu, auk stuðnings við barnafjölskyldur. Klippa: Ítrekar skyldu Eflingar og SA til að ná samningum „Ég vil ítreka að það er skylda aðila að gera allt sitt til að ná samningum. Þar er boltinn í þessari kjaradeilu,“ sagði Katrín. Ráðherrar hafi rætt stöðuna á verkfallsaðgerðum og yfirvofandi verkbanni, hvaða undanþágur hafi verið veittar og hvaða áhrif geti orðið af verkföllum og verkbanni. Þá sagði Katrín í framhaldinu mjög dapurlegt að ekki hefði enn náðst samkomulag. Ekkert hefði verið rætt af hálfu ríkisstjórnar að grípa inn í deiluna með einum eða öðrum hætti.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira