Skýrt að taka þurfi vinnulöggjöfina til skoðunar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. febrúar 2023 23:01 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin ætlar ekki að beita sér með beinum hætti í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins eins og staðan er nú en ætlar að fylgjast vel með framvindunni. Ráðherrar telja vinnumarkaðslöggjöf í óvissu eftir feril miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Verkfallsboðanir Eflingarfélaga voru samþykktar með nokkuð afgerandi meirihluta þeirra sem tóku þátt í gær og hefjast því 28. febrúar, verði ekki samið fyrir þann tíma. Þá fer nú fram atkvæðagreiðsla meðal tæplega tvö þúsund félagsmanna Samtaka atvinnulífsins um tillögu um verkbann á starfsfólk Eflingar sem falla undir almennan kjarasamning við samtökin. Komi til þess hefst það 2. mars. Eykur á áhyggjur fjármálaráðherra Ríkisstjórnin fór á fundi sínum í Ráðherrabústaðnum í morgun yfir hvaða áhrif slíkar aðgerðir hefðu. „Þessi tillaga eykur á áhyggjur mínar af því hvaða afleiðingar það getur haft þegar menn ná ekki saman um kaup og kjör. Það er bara alvarlegt mál,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin muni ekki skipta sér af deilunni með beinum hætti. „Þetta voru aðgerðir okkar í tengslum við kjarasamninga eins og ítrekað hefur komið fram. Við auðvitað fylgjumst grannt með stöðunni, en boltinn er hjá samningsaðilum. Það er þeirra skylda að ná samningum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vinnumarkaðsráðherra tekur undir það en segir ljóst að skoða þurfi vinnulöggjöfina eftir feril miðlunartillögu ríkissáttasemjara íhéraðsdómi og landsrétti. „Ég held að það sé alveg kýrskýrt að við þurfum að taka vinnulöggjöfina, hvað miðlunartillögu varðar, til skoðunar. Einfaldlega vegna þess að niðurstaða Landsréttar er sú að það sé hægt að leggja hana fram, en það er öllu flóknara að koma henni til atkvæðagreiðslu. Þetta er bara vinna sem fer í gang núna í ráðuneytinu hjá mér,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Gott að fá úrskurð Hæstaréttar Guðmundur Ingi segir almennt séð að gott væri að geta fengið úrskurð æðsta dómsstigs í máli sem þessu, en úrskurði Landsréttar um miðlunartillöguna hefur ekki verið skotið til Hæstaréttar. Fjármálaráðherra er á sama máli. „Við virðumst ekki hafa vinnumarkaðslöggjöf sem gagnast við aðstæður eins og þessar, til þess að leiða fram niðurstöðu.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hafa þurft að aflýsa nokkrum pakkaferðum vegna verkfallsins Icelandair hefur í nokkrum tilfellum þurft að aflýsa pakkaferðum Icelandair Holidays vegna verkfalls Eflingarstarfsfólks. Verkfallið hafi þó ekki haft áhrif á flugáætlun félagsins og ekki sé ráð fyrir gert að svo verði heldur í fyrirsjáanlegri framtíð. 21. febrúar 2023 14:12 Dapurleg staða og ítrekar skyldu Eflingar og SA að ná samningum Ríkisstjórnin ræddi stöðuna í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins á vikulegum fundi sínum í Ráðherrabústaðnum í morgun. Forsætisráðherra ítrekar skyldu deiluaðila að ná samningum. 21. febrúar 2023 12:23 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Verkfallsboðanir Eflingarfélaga voru samþykktar með nokkuð afgerandi meirihluta þeirra sem tóku þátt í gær og hefjast því 28. febrúar, verði ekki samið fyrir þann tíma. Þá fer nú fram atkvæðagreiðsla meðal tæplega tvö þúsund félagsmanna Samtaka atvinnulífsins um tillögu um verkbann á starfsfólk Eflingar sem falla undir almennan kjarasamning við samtökin. Komi til þess hefst það 2. mars. Eykur á áhyggjur fjármálaráðherra Ríkisstjórnin fór á fundi sínum í Ráðherrabústaðnum í morgun yfir hvaða áhrif slíkar aðgerðir hefðu. „Þessi tillaga eykur á áhyggjur mínar af því hvaða afleiðingar það getur haft þegar menn ná ekki saman um kaup og kjör. Það er bara alvarlegt mál,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin muni ekki skipta sér af deilunni með beinum hætti. „Þetta voru aðgerðir okkar í tengslum við kjarasamninga eins og ítrekað hefur komið fram. Við auðvitað fylgjumst grannt með stöðunni, en boltinn er hjá samningsaðilum. Það er þeirra skylda að ná samningum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vinnumarkaðsráðherra tekur undir það en segir ljóst að skoða þurfi vinnulöggjöfina eftir feril miðlunartillögu ríkissáttasemjara íhéraðsdómi og landsrétti. „Ég held að það sé alveg kýrskýrt að við þurfum að taka vinnulöggjöfina, hvað miðlunartillögu varðar, til skoðunar. Einfaldlega vegna þess að niðurstaða Landsréttar er sú að það sé hægt að leggja hana fram, en það er öllu flóknara að koma henni til atkvæðagreiðslu. Þetta er bara vinna sem fer í gang núna í ráðuneytinu hjá mér,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Gott að fá úrskurð Hæstaréttar Guðmundur Ingi segir almennt séð að gott væri að geta fengið úrskurð æðsta dómsstigs í máli sem þessu, en úrskurði Landsréttar um miðlunartillöguna hefur ekki verið skotið til Hæstaréttar. Fjármálaráðherra er á sama máli. „Við virðumst ekki hafa vinnumarkaðslöggjöf sem gagnast við aðstæður eins og þessar, til þess að leiða fram niðurstöðu.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hafa þurft að aflýsa nokkrum pakkaferðum vegna verkfallsins Icelandair hefur í nokkrum tilfellum þurft að aflýsa pakkaferðum Icelandair Holidays vegna verkfalls Eflingarstarfsfólks. Verkfallið hafi þó ekki haft áhrif á flugáætlun félagsins og ekki sé ráð fyrir gert að svo verði heldur í fyrirsjáanlegri framtíð. 21. febrúar 2023 14:12 Dapurleg staða og ítrekar skyldu Eflingar og SA að ná samningum Ríkisstjórnin ræddi stöðuna í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins á vikulegum fundi sínum í Ráðherrabústaðnum í morgun. Forsætisráðherra ítrekar skyldu deiluaðila að ná samningum. 21. febrúar 2023 12:23 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Hafa þurft að aflýsa nokkrum pakkaferðum vegna verkfallsins Icelandair hefur í nokkrum tilfellum þurft að aflýsa pakkaferðum Icelandair Holidays vegna verkfalls Eflingarstarfsfólks. Verkfallið hafi þó ekki haft áhrif á flugáætlun félagsins og ekki sé ráð fyrir gert að svo verði heldur í fyrirsjáanlegri framtíð. 21. febrúar 2023 14:12
Dapurleg staða og ítrekar skyldu Eflingar og SA að ná samningum Ríkisstjórnin ræddi stöðuna í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins á vikulegum fundi sínum í Ráðherrabústaðnum í morgun. Forsætisráðherra ítrekar skyldu deiluaðila að ná samningum. 21. febrúar 2023 12:23