Köstuðu frá sér átta marka forskoti: „Algjörlega hauslaust“ Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson skrifar 21. febrúar 2023 20:50 Patrekur Jóhannesson þungt hugsi. Vísir/Diego Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var skiljanlega fúll eftir tap gegn ÍBV í Olís-deildinni í dag. Hans menn byrjuðu leikinn frábærlega og voru komnir átta mörkum yfir eftir tíu mínútur. Svo fór eiginlega allt í steik. „Við komum hrikalega sterkir inn í leikinn, vorum klárir og komumst í 9-1. Svo skipta þeir í 5-1 vörn og við vorum í basli með það,“ sagði Patrekur eftir leik. Stjarnan leiddi með tveimur mörkum í hálfleik. „Við byrjum ágætlega í seinni hálfleik. Svo koma glórulausar ákvarðanatökur. Það er einn maður upp á miðju hjá ÍBV og þannig hefur það verið í nokkur ár. Það kemur alltaf nýr maður inn hjá þeim og sá leikmaður spilaði ágætlega í dag.“ „Við förum algjörlega út úr konsepti. Við erum með 20 tæknifeila í þessum leik, 20! Þetta var mjög skrítið og við erum sjálfum okkur verstir. Við áttum klárlega að vinna þennan leik.“ „Þetta var lélegt hjá okkur,“ sagði Patrekur en hann var spurður að því hvort hausinn hefði farið algjörlega hjá mönnum við það að komast langt fram úr Eyjamönnum snemma leiks. „Já, þetta var algjörlega hauslaust. Við höfum verið með 4-7 tæknifeila í síðustu leikjum. Í dag erum við með 20. Það er lélegt að það skuli allt hrynja. Það er eitthvað sem við þurfum að laga. Fallið má ekki vera svona mikið. Þó það gangi illa sóknarlega þá á það ekki að smita út í allt annað í leiknum.“ „Við erum búnir að spila ágætlega en núna tókum við skref til baka,“ sagði Patrekur en þetta er eitthvað sem menn – vonandi fyrir Stjörnuna - læra af. „Við vorum algjörlega klárir í leikinn en það vantaði gæði, að þora og sjálfstraust gegn þessari vörn. Við gerðum alltof mikið af mistökum.“ Mistökin urðu Stjörnunni að falli í dag, en liðið er eftir leikinn í fimmta sæti Olís-deildarinnar en pakkinn er þéttur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni og verður fróðlegt að sjá hvernig deildin mun þróast á næstu vikum. Olís-deild karla Stjarnan ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 23-26 | Ótrúleg endurkoma Eyjamanna Eftir að hafa lent 9-1 undir eftir tíu mínútna leik snéru Eyjamenn bökum saman og unnu ótrúlegan þriggja marka sigur er liðið heimsótti Stjörnuna í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 23-26. 21. febrúar 2023 20:52 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
„Við komum hrikalega sterkir inn í leikinn, vorum klárir og komumst í 9-1. Svo skipta þeir í 5-1 vörn og við vorum í basli með það,“ sagði Patrekur eftir leik. Stjarnan leiddi með tveimur mörkum í hálfleik. „Við byrjum ágætlega í seinni hálfleik. Svo koma glórulausar ákvarðanatökur. Það er einn maður upp á miðju hjá ÍBV og þannig hefur það verið í nokkur ár. Það kemur alltaf nýr maður inn hjá þeim og sá leikmaður spilaði ágætlega í dag.“ „Við förum algjörlega út úr konsepti. Við erum með 20 tæknifeila í þessum leik, 20! Þetta var mjög skrítið og við erum sjálfum okkur verstir. Við áttum klárlega að vinna þennan leik.“ „Þetta var lélegt hjá okkur,“ sagði Patrekur en hann var spurður að því hvort hausinn hefði farið algjörlega hjá mönnum við það að komast langt fram úr Eyjamönnum snemma leiks. „Já, þetta var algjörlega hauslaust. Við höfum verið með 4-7 tæknifeila í síðustu leikjum. Í dag erum við með 20. Það er lélegt að það skuli allt hrynja. Það er eitthvað sem við þurfum að laga. Fallið má ekki vera svona mikið. Þó það gangi illa sóknarlega þá á það ekki að smita út í allt annað í leiknum.“ „Við erum búnir að spila ágætlega en núna tókum við skref til baka,“ sagði Patrekur en þetta er eitthvað sem menn – vonandi fyrir Stjörnuna - læra af. „Við vorum algjörlega klárir í leikinn en það vantaði gæði, að þora og sjálfstraust gegn þessari vörn. Við gerðum alltof mikið af mistökum.“ Mistökin urðu Stjörnunni að falli í dag, en liðið er eftir leikinn í fimmta sæti Olís-deildarinnar en pakkinn er þéttur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni og verður fróðlegt að sjá hvernig deildin mun þróast á næstu vikum.
Olís-deild karla Stjarnan ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 23-26 | Ótrúleg endurkoma Eyjamanna Eftir að hafa lent 9-1 undir eftir tíu mínútna leik snéru Eyjamenn bökum saman og unnu ótrúlegan þriggja marka sigur er liðið heimsótti Stjörnuna í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 23-26. 21. febrúar 2023 20:52 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 23-26 | Ótrúleg endurkoma Eyjamanna Eftir að hafa lent 9-1 undir eftir tíu mínútna leik snéru Eyjamenn bökum saman og unnu ótrúlegan þriggja marka sigur er liðið heimsótti Stjörnuna í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 23-26. 21. febrúar 2023 20:52
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti