Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu þar sem segir frá verkefnum gærkvöldsins og næturinnar.
Þar segir einnig frá því að lögregla hafi verið kölluð á vettvang á ónefndan stað í miðborg Reykjavíkur til að fjarlægja mann sem hafi þar verið óvelkominn.
Sömuleiðis var tilkynnt um tvo menn sem voru með ónæði á veitingastað og var þeim vísað í burtu.
Þá var tilkynnt um slagsmál í miðborginni þar sem þrír voru sagðir hafa ráðist á einn. Lögregla ræddi við mennina og segir að atvikið hafi ekki verið eins alvarlegt og tilkynningin hafði hljómað. Ekki voru lagðar fram neinar kærur.