Skila öllu vatni sem þarf í kolefnisförgun aftur í jörðina Kjartan Kjartansson skrifar 22. febrúar 2023 11:02 Sigla á með koltvísýring á fljótandi formi frá Norður-Evrópu til hafnar í Straumsvík, binda hann vatni og dæla honum djúpt ofan í jörðina til bindingar. Vísir/Vilhelm Vatni sem dælt verður upp úr ferskvatnsstraumi neðanjarðar við Straumsvík fyrir kolefnisförgunarstöð Carbfix verður öllu skilað aftur ofan í jörðina og hefur ekki áhrif á vatnsból. Opinberar stofnanir segja að rannsaka verði vel umhverfisáhrif gríðarlegrar vatnsnotkunar stöðvarinnar. Coda Terminal, dótturfélag Carbfix, hyggst reisa kolefnisförgunarmiðstöð í Straumsvík sem á að hefja rekstur árið 2026. Henni er ætlað að taka við koltvísýringi á vökvaformi frá Norður-Evrópu, leysa hann upp í vatni og dæla hundruð metra ofan í jörðina þar sem hann steinrennur á fáum árum. Þegar stöðin verður fullbyggð eigi hún að geta tekið við og fargað allt að þremur milljónum tonna af koltvísýringi á ári. Fjöldi umsagna hefur borist vegna umhverfismatsáætlunar verkefnisins og snúast þær margar um gríðarlega vatnsnotkun miðstöðvarinnar. Náttúrufræðistofnun Íslands bendir þannig á hún þurfi 75 milljarða lítra af vatni árlega til þess að dæla niður þremur milljónum tonna af koltvísýringi, að því er segir í frétt Heimildarinnar. Flæði í ferskvatnsstraumnum sem ætlunin er að sækja vatnið í er metið á um 5.000 lítra á sekúndu. Förgunarmiðstöðin þurfi um 2.500 lítra á sekúndu. Orkustofnun bendir á að það sé meira en tvöföld grunnvatnsupptaka alls höfuðborgarsvæðisins sem sé um 1.200 lítrar á sekúndu. Kaldavatnsnotkun í Reykjavík sé um 700 lítrar á sekúndu. Ekki í samkeppni við vatnsnotkun almennings Þrátt fyrir að Coda Terminal kalli á mikla vatnsnotkun verður allt vatnið tekið úr öflugum ferskvatnsstraumi sem rennur til sjávar við Straumsvík og því verður öllu skilað aftur ofan í jörðina á sama svæði en á meira dýpri, að því er segir í skriflegu svari Carbfix við fyrirspurn Vísis. Vatnið verði hvorki tekið úr vatnsbólum né úr grunnvatnsstraumi sem sé á leið í vatnsból. Ekki standi til að miðstöðin verði í samkeppni við vatnsnotkun almennings. Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Carbfix, segir að rannsóknir vegna umhverfismats beinist meðal annars að hversu því að hversu miklu leyti vatnið sem dælt sé dýrpra niður í jörðina skili sér aftur í ferskvatnsstrauminn sem það verður tekið úr. Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Carbfix.Carbfix Engu að síður viðurkennir fyrirtækið að óumdeilt sé að verkefnið kalli á ítarlegt mat á umhverfisáhrifum enda geti vatnstakan mögulega haft margvísleg áhrif. Náttúrufræðistofnun benti meðal annars á möguleg áhrif á grunnvatnsstreymið, ferskvatnstjarnir og útstreymi ferskvatns í Straumsvik. Sjávarfallatjarnir við Straumsvík væru þannig einstæði náttúrufyrirbrigði. Orkustofnun vísaði til þess að aðstæður á Reykjanesi væri sérstakar og nefndi að þunn ferskvatnslinsa fljóti þar ofan á jarðsjó. Oftaka á vatni gæti leitt til þess að saltvatn risi upp og skaðaði varanlega vatnsgæði á svæðinu. „Vinna við umhverfismatið er hafin og felur meðal annars í sér greiningu á áhrifum framkvæmdanna á vatnafar og aðra umhverfisþætti. Til viðbótar við mat á umhverfisáhrifum er vatnstakan háð nýtingarleyfi frá Orkustofnun og niðurdæling á CO2 er háð starfsleyfi frá Umhverfisstofnun,“ segir í svari Carbfix. Hefja tilraunir með sjó í stað ferskvatns Niðurdæling koltvísýring byggist á tækni sem Carbfix þróaði við Hellisheiðarvirkjun. Fyrirtækið segir að það ætli að hefja tilraunir með að nýta sjó í stað ferskvatns til niðurdælingarinnar í Helguvík á þessu ári. Sterkar vísbendingar séu um að það sé hægt. „Með því gætu skapast tækifæri til að draga verulega úr ferskvatnsnotkun Carbfix-tækninnar,“ segir í svari fyrirtækisins. Umhverfismál Loftslagsmál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Dönsk skip flytja koltvísýring til förgunar á Íslandi Samið hefur verið um að danska skipafélagið Dan-Unity CO2 sjái um flutning á koltvísýringi til förgunar í fyrirhugaðri miðstöð Carbfix í Straumsvík. Siglingarnar eiga að hefjast árið 2025 en stefnt er að því að farga allt að þremur milljónum tonna af koltvísýringi árlega árið 2030. 19. maí 2021 16:20 Ætla að farga milljónum tonna koltvísýrings í Straumsvík Um sexhundruð ný störf eru sögð geta skapast með tilkomu kolefnisförgunarmiðstöðvar sem Carbfix, dótturfyrirtæki Orku náttúrunnar, ætlar að byggja í Straumsvík. Miðstöðin, sem á að taka við kolefni frá Norður-Evrópu, verður kynnt á opnum fundi á degi jarðar í dag. 22. apríl 2021 08:01 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Coda Terminal, dótturfélag Carbfix, hyggst reisa kolefnisförgunarmiðstöð í Straumsvík sem á að hefja rekstur árið 2026. Henni er ætlað að taka við koltvísýringi á vökvaformi frá Norður-Evrópu, leysa hann upp í vatni og dæla hundruð metra ofan í jörðina þar sem hann steinrennur á fáum árum. Þegar stöðin verður fullbyggð eigi hún að geta tekið við og fargað allt að þremur milljónum tonna af koltvísýringi á ári. Fjöldi umsagna hefur borist vegna umhverfismatsáætlunar verkefnisins og snúast þær margar um gríðarlega vatnsnotkun miðstöðvarinnar. Náttúrufræðistofnun Íslands bendir þannig á hún þurfi 75 milljarða lítra af vatni árlega til þess að dæla niður þremur milljónum tonna af koltvísýringi, að því er segir í frétt Heimildarinnar. Flæði í ferskvatnsstraumnum sem ætlunin er að sækja vatnið í er metið á um 5.000 lítra á sekúndu. Förgunarmiðstöðin þurfi um 2.500 lítra á sekúndu. Orkustofnun bendir á að það sé meira en tvöföld grunnvatnsupptaka alls höfuðborgarsvæðisins sem sé um 1.200 lítrar á sekúndu. Kaldavatnsnotkun í Reykjavík sé um 700 lítrar á sekúndu. Ekki í samkeppni við vatnsnotkun almennings Þrátt fyrir að Coda Terminal kalli á mikla vatnsnotkun verður allt vatnið tekið úr öflugum ferskvatnsstraumi sem rennur til sjávar við Straumsvík og því verður öllu skilað aftur ofan í jörðina á sama svæði en á meira dýpri, að því er segir í skriflegu svari Carbfix við fyrirspurn Vísis. Vatnið verði hvorki tekið úr vatnsbólum né úr grunnvatnsstraumi sem sé á leið í vatnsból. Ekki standi til að miðstöðin verði í samkeppni við vatnsnotkun almennings. Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Carbfix, segir að rannsóknir vegna umhverfismats beinist meðal annars að hversu því að hversu miklu leyti vatnið sem dælt sé dýrpra niður í jörðina skili sér aftur í ferskvatnsstrauminn sem það verður tekið úr. Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Carbfix.Carbfix Engu að síður viðurkennir fyrirtækið að óumdeilt sé að verkefnið kalli á ítarlegt mat á umhverfisáhrifum enda geti vatnstakan mögulega haft margvísleg áhrif. Náttúrufræðistofnun benti meðal annars á möguleg áhrif á grunnvatnsstreymið, ferskvatnstjarnir og útstreymi ferskvatns í Straumsvik. Sjávarfallatjarnir við Straumsvík væru þannig einstæði náttúrufyrirbrigði. Orkustofnun vísaði til þess að aðstæður á Reykjanesi væri sérstakar og nefndi að þunn ferskvatnslinsa fljóti þar ofan á jarðsjó. Oftaka á vatni gæti leitt til þess að saltvatn risi upp og skaðaði varanlega vatnsgæði á svæðinu. „Vinna við umhverfismatið er hafin og felur meðal annars í sér greiningu á áhrifum framkvæmdanna á vatnafar og aðra umhverfisþætti. Til viðbótar við mat á umhverfisáhrifum er vatnstakan háð nýtingarleyfi frá Orkustofnun og niðurdæling á CO2 er háð starfsleyfi frá Umhverfisstofnun,“ segir í svari Carbfix. Hefja tilraunir með sjó í stað ferskvatns Niðurdæling koltvísýring byggist á tækni sem Carbfix þróaði við Hellisheiðarvirkjun. Fyrirtækið segir að það ætli að hefja tilraunir með að nýta sjó í stað ferskvatns til niðurdælingarinnar í Helguvík á þessu ári. Sterkar vísbendingar séu um að það sé hægt. „Með því gætu skapast tækifæri til að draga verulega úr ferskvatnsnotkun Carbfix-tækninnar,“ segir í svari fyrirtækisins.
Umhverfismál Loftslagsmál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Dönsk skip flytja koltvísýring til förgunar á Íslandi Samið hefur verið um að danska skipafélagið Dan-Unity CO2 sjái um flutning á koltvísýringi til förgunar í fyrirhugaðri miðstöð Carbfix í Straumsvík. Siglingarnar eiga að hefjast árið 2025 en stefnt er að því að farga allt að þremur milljónum tonna af koltvísýringi árlega árið 2030. 19. maí 2021 16:20 Ætla að farga milljónum tonna koltvísýrings í Straumsvík Um sexhundruð ný störf eru sögð geta skapast með tilkomu kolefnisförgunarmiðstöðvar sem Carbfix, dótturfyrirtæki Orku náttúrunnar, ætlar að byggja í Straumsvík. Miðstöðin, sem á að taka við kolefni frá Norður-Evrópu, verður kynnt á opnum fundi á degi jarðar í dag. 22. apríl 2021 08:01 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Dönsk skip flytja koltvísýring til förgunar á Íslandi Samið hefur verið um að danska skipafélagið Dan-Unity CO2 sjái um flutning á koltvísýringi til förgunar í fyrirhugaðri miðstöð Carbfix í Straumsvík. Siglingarnar eiga að hefjast árið 2025 en stefnt er að því að farga allt að þremur milljónum tonna af koltvísýringi árlega árið 2030. 19. maí 2021 16:20
Ætla að farga milljónum tonna koltvísýrings í Straumsvík Um sexhundruð ný störf eru sögð geta skapast með tilkomu kolefnisförgunarmiðstöðvar sem Carbfix, dótturfyrirtæki Orku náttúrunnar, ætlar að byggja í Straumsvík. Miðstöðin, sem á að taka við kolefni frá Norður-Evrópu, verður kynnt á opnum fundi á degi jarðar í dag. 22. apríl 2021 08:01