Býst við allt að þrjú þúsund börnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2023 11:40 Þessar stúlkur voru mættar í öskudagsgírnum í Kringluna í morgun. Vísir/Sigurjón Öskudagurinn er í dag og víða stendur mikið til. Dagurinn er sá skemmtilegasti á árinu í Kringlunni, að sögn markaðsstjóra sem býst við þúsundum barna í verslunarmiðstöðinni í dag. Verslanir og fyrirtæki landsins taka í dag á móti syngjandi barnahópum í búningum - sem búast við sælgæti að launum. Sá háttur verður sannarlega hafður á í Kringlunni í dag, að sögn Baldvinu Snælaugsdóttur markaðsstjóra. „Við búumst við miklu lífi og fjöri í húsinu. Þegar fer að nálgast hádegi og upp úr hádegi, þá verður mikið gaman. Þetta er skemmtilegasti dagur ársins fyrir marga, ekki síður þá sem starfa í verslunum. Við hvetjum verslunareigendur til að taka vel á móti börnunum, þetta eru framtíðarviðskiptavinir. Og svo pössum við í Kringlunni upp á að birgðirnar séu nægar, erum með nammibirgðastöð í þjónustuveri, svo verslanir geta þá leitað til okkar,“ segir Baldvina. „Ég sé einmitt einn eiganda hérna labba með tunnu af nammi inn í verslun sína.“ Baldvina býst við allt að þrjú þúsund, syngjandi börnum í Kringluna í dag. Og fyrstu barnahóparnir voru þegar byrjaðir að þenja raddböndin fyrir hádegi. Kötturinn verður sleginn úr tunnunni í Kringlunni klukkan tvö í dag og þá verður frítt í bíó fyrir börnin klukkan hálf tvö. Í Smáralind er boðið upp á myndabás eftir hádegi og afslátt af leikjakortum - og þá hefur vitanlega verið þétt dagskrá á Glerártorgi á Akureyri, höfuðvígi öskudagsins; verðlaunaafhending söngva- og búningakeppni var nú klukkan 12 og kötturinn sleginn úr tunnunni í kjölfarið. Öskudagur Kringlan Reykjavík Krakkar Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira
Verslanir og fyrirtæki landsins taka í dag á móti syngjandi barnahópum í búningum - sem búast við sælgæti að launum. Sá háttur verður sannarlega hafður á í Kringlunni í dag, að sögn Baldvinu Snælaugsdóttur markaðsstjóra. „Við búumst við miklu lífi og fjöri í húsinu. Þegar fer að nálgast hádegi og upp úr hádegi, þá verður mikið gaman. Þetta er skemmtilegasti dagur ársins fyrir marga, ekki síður þá sem starfa í verslunum. Við hvetjum verslunareigendur til að taka vel á móti börnunum, þetta eru framtíðarviðskiptavinir. Og svo pössum við í Kringlunni upp á að birgðirnar séu nægar, erum með nammibirgðastöð í þjónustuveri, svo verslanir geta þá leitað til okkar,“ segir Baldvina. „Ég sé einmitt einn eiganda hérna labba með tunnu af nammi inn í verslun sína.“ Baldvina býst við allt að þrjú þúsund, syngjandi börnum í Kringluna í dag. Og fyrstu barnahóparnir voru þegar byrjaðir að þenja raddböndin fyrir hádegi. Kötturinn verður sleginn úr tunnunni í Kringlunni klukkan tvö í dag og þá verður frítt í bíó fyrir börnin klukkan hálf tvö. Í Smáralind er boðið upp á myndabás eftir hádegi og afslátt af leikjakortum - og þá hefur vitanlega verið þétt dagskrá á Glerártorgi á Akureyri, höfuðvígi öskudagsins; verðlaunaafhending söngva- og búningakeppni var nú klukkan 12 og kötturinn sleginn úr tunnunni í kjölfarið.
Öskudagur Kringlan Reykjavík Krakkar Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira