Drottnari í fangelsi eftir að undirlægjan drap kærastann Bjarki Sigurðsson skrifar 22. febrúar 2023 13:31 Heidi Victoria Bos, drottnarinn, og fórnarlambið Nick Cameron. Áströlsk kona hefur verið dæmd í sex ára fangelsi eftir að undirlægja hennar réðst á kærasta hennar og myrti. Hún hafði beðið undirlægjuna um að meiða kærastann alvarlega. Hún hafði kynnst undirlægjunni sex vikum fyrir morðið á vefsíðu fyrir fólk í BDSM-samfélaginu. Nick Cameron var myrtur á bílastæði fyrir utan íbúð sína í Melbourne í Ástralíu í júlí árið 2021. Hann var laminn með hamri og stunginn mörgum sinnum og lést á staðnum vegna höfuðáverka eftir hamarshöggin. Kærasta Cameron, Heide Victoria Bos, sagðist fyrst um sinn ekkert vita um morðið á kærastanum. Þau höfðu verið í stormasömu sambandi í nokkra mánuði þar sem hún var beitt líkamlegu og andlegu ofbeldi. Sex vikum fyrir morðið skráði hún sig inn á blætissíðu þar sem hún kynntist manni. Hún varð að drottnara hans og hann að undirlægju hennar. Hún bað undirlægjuna um að ráðast á Cameron og meiða hann svo mikið að hann myndi yfirgefa Melbourne. Stuttu eftir að maðurinn hafði myrt Cameron sendi hún skilaboð á undirlægjuna og sagðist vera hætt við. Hún vissi þó ekki að hann væri nú þegar látinn. Bos var handtekin tveimur mánuðum eftir morðið þegar lögreglumenn fundu millifærslu af reikningi hennar inn á reikning mannsins upp á tvö þúsund dollara, 280 þúsund krónur. Fyrir dómi játaði hún aðild sína að málinu og var dæmd í sex ára fangelsi. Hún hefur þegar setið inni í átján mánuði og mun þurfa að sitja inni í að minnsta kosti tæp tvö ár í viðbót. Ekki er búið að rétta yfir manninum sem grunaður er um að hafa framið verknaðinn en búist er við því að það verði gert á næstu vikum. Ástralía Erlend sakamál Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Sjá meira
Nick Cameron var myrtur á bílastæði fyrir utan íbúð sína í Melbourne í Ástralíu í júlí árið 2021. Hann var laminn með hamri og stunginn mörgum sinnum og lést á staðnum vegna höfuðáverka eftir hamarshöggin. Kærasta Cameron, Heide Victoria Bos, sagðist fyrst um sinn ekkert vita um morðið á kærastanum. Þau höfðu verið í stormasömu sambandi í nokkra mánuði þar sem hún var beitt líkamlegu og andlegu ofbeldi. Sex vikum fyrir morðið skráði hún sig inn á blætissíðu þar sem hún kynntist manni. Hún varð að drottnara hans og hann að undirlægju hennar. Hún bað undirlægjuna um að ráðast á Cameron og meiða hann svo mikið að hann myndi yfirgefa Melbourne. Stuttu eftir að maðurinn hafði myrt Cameron sendi hún skilaboð á undirlægjuna og sagðist vera hætt við. Hún vissi þó ekki að hann væri nú þegar látinn. Bos var handtekin tveimur mánuðum eftir morðið þegar lögreglumenn fundu millifærslu af reikningi hennar inn á reikning mannsins upp á tvö þúsund dollara, 280 þúsund krónur. Fyrir dómi játaði hún aðild sína að málinu og var dæmd í sex ára fangelsi. Hún hefur þegar setið inni í átján mánuði og mun þurfa að sitja inni í að minnsta kosti tæp tvö ár í viðbót. Ekki er búið að rétta yfir manninum sem grunaður er um að hafa framið verknaðinn en búist er við því að það verði gert á næstu vikum.
Ástralía Erlend sakamál Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Sjá meira