Lífið

Krakkarnir stukku til er nammið flæddi um gólf Kringlunnar

Máni Snær Þorláksson skrifar
Vilhjálmur Þórarinsson slær í tunnuna með von um að komast að sælgætinu.
Vilhjálmur Þórarinsson slær í tunnuna með von um að komast að sælgætinu. Vísir/Vilhelm

Krakkar á öllum aldri streymdu í Kringluna í dag í tilefni Öskudagsins. Ljósmyndari Vísis var á vettvangi og tók myndir er krakkarnir slógu köttinn úr tunnunni.

Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að búist hafi verið við allt að þrjú þúsund syngjandi börnum í Kringlunni í dag. Fyrstu börnin voru mætt í verslunarmiðstöðina fyrir hádegi að syngja. Síðan var kötturinn sleginn úr tunnunni klukkan tvö.

Klippa: Kötturinn sleginn úr tunnunni í Kringlunni

Krakkarnir í Kringlunni voru í alls kyns búningum. Til dæmis má nefna kúreka, kisur, trúða, gamlar konur og löggur. Þá mátti sjá strump bregða fyrir, hann var þó ekki sá eini sem var málaður blár í framan þar sem einnig mátti sjá karaktera úr Avatar-heiminum.

Hér fyrir neðan má sjá myndir úr Kringlunni sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók í dag.

Vísir/Vilhelm

Vísir/Vilhelm

Vísir/Vilhelm

Vísir/Vilhelm

Vísir/Vilhelm

Vísir/Vilhelm

Vísir/Vilhelm

Vísir/Vilhelm

Vísir/Vilhelm

Vísir/Vilhelm

Vísir/Vilhelm

Vísir/Vilhelm

Vísir/Vilhelm

Vísir/Vilhelm

Vísir/Vilhelm

Vísir/Vilhelm

Vísir/Vilhelm

Vísir/Vilhelm

Vísir/Vilhelm

Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttir

Býst við allt að þrjú þúsund börnum

Öskudagurinn er í dag og víða stendur mikið til. Dagurinn er sá skemmtilegasti á árinu í Kringlunni, að sögn markaðsstjóra sem býst við þúsundum barna í verslunarmiðstöðinni í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×