Handtökur á Vesturbakkanum enduðu með blóðbaði Kjartan Kjartansson skrifar 22. febrúar 2023 15:46 Palestínumaður bendir til ísraelskra herflutningabifreiða á vettvangi rassíunnar í Nablus í dag. AP/Majdi Mohammed Að minnsta kosti tíu Palestínumenn eru látnir og tugir eru særðir eftir að til átaka kom þegar ísraelskir hermenn gerðu rassíu í borginni Nablus á Vesturbakkanum í dag. Óttast er að átökin gætu leitt til enn frekari blóðsúthellinga. Ísraelsher sagðist hafa ráðist til atlögu í Nablus til þess að handtaka þrjá eftirlýsta vígamenn sem eru grunaðir um skotárásir á Vesturbakkanum, þar á meðal dráp á ísraelskum hermanni í fyrra. Yfirleitt gerir herinn rassíur af þessu tagi á næturnar til þess að draga úr hættu á mannfalli óbreyttra borgara. Í þessu tilfelli segist herinn hafa nýtt sér tækifærið eftir að leyniþjónustan komst á snoðir um hvar mennirnir héldu sig. Hermenn umkringdu bygginguna og kröfðust þess að mennirnir gæfu sig fram. Þeir svöruðu með kúlnahríð. Talsmaður hersins segir að einn þeirra hafi verið skotinn til bana þegar hann reyndi að flýja. Eldflaugum hafi síðan verið skotið á bygginguna sem hrundi til grunna. Hinir mennirnir tveir létust þá. Vopnaðir menn eru sagðir hafa skotið á hermennina sem svöruðu fyrir sig. AP-fréttastofan segir að upptökur úr öryggismyndavél sýni tvo unga og óvopnaða menn sem virðist hafa verið skotnir til bana. Talsmaður Ísraelshers segir myndbandið til skoðunar. Vaxandi spenna Bardaginn er sagður einn sá blóðugasti í skærum sem hafa staðið yfir á Vesturbakkanum og Austur-Jerúsalem í tæpt ár. Karlmaður á áttræðisaldri er á meðal þeirra látnu og 102 særðir, að sögn palestínskra yfirvalda. Rassía Ísraelshers þar sem tíu vígamenn voru felldir í síðasta mánuði varð tilefni að mannskæðri árás Palestínumans fyrir utan bænahús gyðinga í Jerúsalem. Hamas-samtökin segja að þolinmæði þeirra sé á þrotum. Spennan á milli Ísraela og Palestínumanna hefur aukist enn frekar vegna fyrirætlana ríkisstjórna Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra um enn frekari landtökubyggðir á landsvæðum Palestínumanna. Samtök landtökumanna segja að ríkisstjórnin hafi nú samþykkt nærri því tvö þúsund nýjar íbúðir á landtökubyggðum á Vesturbakkanum. Palestína Ísrael Tengdar fréttir Töluverðar áhyggjur uppi vegna stöðunnar á Vesturbakkanum Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, óttast að ástandið á Vesturbakkanum eigi eftir að versna enn frekar eftir að tveimur eldflaugum var skotið frá Gaza í morgun og svarað með loftárásum Ísraelsmanna. 27. janúar 2023 11:05 Mannskæðasti dagur Vesturbakkans um árabil Níu Palestínumenn voru skotnir til bana og um tuttugu eru særðir eftir árás ísraelskra hermanna á Jenin flóttamannabúðirnar á Vesturbakkanum. Skotbardagi stóð yfir í nokkrar klukkustundir en dagurinn er líklega sá blóðugasti á Vesturbakkanum um árabil. 26. janúar 2023 15:28 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira
Ísraelsher sagðist hafa ráðist til atlögu í Nablus til þess að handtaka þrjá eftirlýsta vígamenn sem eru grunaðir um skotárásir á Vesturbakkanum, þar á meðal dráp á ísraelskum hermanni í fyrra. Yfirleitt gerir herinn rassíur af þessu tagi á næturnar til þess að draga úr hættu á mannfalli óbreyttra borgara. Í þessu tilfelli segist herinn hafa nýtt sér tækifærið eftir að leyniþjónustan komst á snoðir um hvar mennirnir héldu sig. Hermenn umkringdu bygginguna og kröfðust þess að mennirnir gæfu sig fram. Þeir svöruðu með kúlnahríð. Talsmaður hersins segir að einn þeirra hafi verið skotinn til bana þegar hann reyndi að flýja. Eldflaugum hafi síðan verið skotið á bygginguna sem hrundi til grunna. Hinir mennirnir tveir létust þá. Vopnaðir menn eru sagðir hafa skotið á hermennina sem svöruðu fyrir sig. AP-fréttastofan segir að upptökur úr öryggismyndavél sýni tvo unga og óvopnaða menn sem virðist hafa verið skotnir til bana. Talsmaður Ísraelshers segir myndbandið til skoðunar. Vaxandi spenna Bardaginn er sagður einn sá blóðugasti í skærum sem hafa staðið yfir á Vesturbakkanum og Austur-Jerúsalem í tæpt ár. Karlmaður á áttræðisaldri er á meðal þeirra látnu og 102 særðir, að sögn palestínskra yfirvalda. Rassía Ísraelshers þar sem tíu vígamenn voru felldir í síðasta mánuði varð tilefni að mannskæðri árás Palestínumans fyrir utan bænahús gyðinga í Jerúsalem. Hamas-samtökin segja að þolinmæði þeirra sé á þrotum. Spennan á milli Ísraela og Palestínumanna hefur aukist enn frekar vegna fyrirætlana ríkisstjórna Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra um enn frekari landtökubyggðir á landsvæðum Palestínumanna. Samtök landtökumanna segja að ríkisstjórnin hafi nú samþykkt nærri því tvö þúsund nýjar íbúðir á landtökubyggðum á Vesturbakkanum.
Palestína Ísrael Tengdar fréttir Töluverðar áhyggjur uppi vegna stöðunnar á Vesturbakkanum Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, óttast að ástandið á Vesturbakkanum eigi eftir að versna enn frekar eftir að tveimur eldflaugum var skotið frá Gaza í morgun og svarað með loftárásum Ísraelsmanna. 27. janúar 2023 11:05 Mannskæðasti dagur Vesturbakkans um árabil Níu Palestínumenn voru skotnir til bana og um tuttugu eru særðir eftir árás ísraelskra hermanna á Jenin flóttamannabúðirnar á Vesturbakkanum. Skotbardagi stóð yfir í nokkrar klukkustundir en dagurinn er líklega sá blóðugasti á Vesturbakkanum um árabil. 26. janúar 2023 15:28 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira
Töluverðar áhyggjur uppi vegna stöðunnar á Vesturbakkanum Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, óttast að ástandið á Vesturbakkanum eigi eftir að versna enn frekar eftir að tveimur eldflaugum var skotið frá Gaza í morgun og svarað með loftárásum Ísraelsmanna. 27. janúar 2023 11:05
Mannskæðasti dagur Vesturbakkans um árabil Níu Palestínumenn voru skotnir til bana og um tuttugu eru særðir eftir árás ísraelskra hermanna á Jenin flóttamannabúðirnar á Vesturbakkanum. Skotbardagi stóð yfir í nokkrar klukkustundir en dagurinn er líklega sá blóðugasti á Vesturbakkanum um árabil. 26. janúar 2023 15:28