Telja sig óbundin af verkbanni SA Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. febrúar 2023 18:30 Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri SVEIT. Aðsend Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, hafa tilkynnt Samtökum atvinnulífsins um að fyrirtæki innan vébanda þeirra telji sig óbundin af ákvörðun SA um að setja verkbann á félagsmenn Eflingar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá SVEIT, sem er undirrituð af Aðalgeiri Ásvaldssyni, framkvæmdastjóra samtakanna. Fyrr í kvöld var tilkynnt að fyrirtæki innan SA hefðu samþykkt, með afgerandi meirihluta, verkbann á félagsfólk Eflingar. Rætt var við Aðalgeir Ásvaldsson í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Viðtalið hefst á sjöttu mínútu: „Félagsmenn SVEIT telja 150 rekstraraðila á veitingamarkaði sem reka um 240 veitingastaði á starfssvæði Eflingar eða sem talið er svara til 55% allra starfa á þeim markaði,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að samtökin hafi ekki fengið sæti við samningsborðið né tekið þátt í kosningu SA um verkbann, þrátt fyrir að vera stærstu hagsmunasamtök fyrirtækja á veitingamarkaði. Því telji samtökin sig ekki geta stutt aðgerðir sem hafi það markmið að skila kjarasamningi sem þau hafi ekki fengið til yfirferðar eða athugasemda. Rætt var við Aðalgeir á Vísi um helgina: „Eins og kemur skýrt fram í kröfu SVEIT til kjaraviðræðna þá hefur SA ekki umboð til gerðar kjarasamnings fyrir hönd fyrirtækja SVEIT. Þótt stéttarfélög vilji geta kjarasamning við SA þá getur slíkur samningur ekki skapað félögum Eflingar réttindi. Sé vilji stéttarfélaganna til að semja um kjör starfsfólks innan sinna vébanda sem starfa hjá fyrirtækjum í SVEIT er eina leiðin til þess að ganga til viðræðna við SVEIT,“ segir þá í tilkynningunni, sem nálgast má í heild sinni í tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl tilkynningPDF673KBSækja skjal Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Veitingastaðir Tengdar fréttir Verkbann SA á Eflingu samþykkt með miklum meirihluta Aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins hafa, með afgerandi meirihluta, samþykkt verkbann á félagsmenn Eflingar. Það hefst að óbreyttu 2. mars. 22. febrúar 2023 17:16 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá SVEIT, sem er undirrituð af Aðalgeiri Ásvaldssyni, framkvæmdastjóra samtakanna. Fyrr í kvöld var tilkynnt að fyrirtæki innan SA hefðu samþykkt, með afgerandi meirihluta, verkbann á félagsfólk Eflingar. Rætt var við Aðalgeir Ásvaldsson í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Viðtalið hefst á sjöttu mínútu: „Félagsmenn SVEIT telja 150 rekstraraðila á veitingamarkaði sem reka um 240 veitingastaði á starfssvæði Eflingar eða sem talið er svara til 55% allra starfa á þeim markaði,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að samtökin hafi ekki fengið sæti við samningsborðið né tekið þátt í kosningu SA um verkbann, þrátt fyrir að vera stærstu hagsmunasamtök fyrirtækja á veitingamarkaði. Því telji samtökin sig ekki geta stutt aðgerðir sem hafi það markmið að skila kjarasamningi sem þau hafi ekki fengið til yfirferðar eða athugasemda. Rætt var við Aðalgeir á Vísi um helgina: „Eins og kemur skýrt fram í kröfu SVEIT til kjaraviðræðna þá hefur SA ekki umboð til gerðar kjarasamnings fyrir hönd fyrirtækja SVEIT. Þótt stéttarfélög vilji geta kjarasamning við SA þá getur slíkur samningur ekki skapað félögum Eflingar réttindi. Sé vilji stéttarfélaganna til að semja um kjör starfsfólks innan sinna vébanda sem starfa hjá fyrirtækjum í SVEIT er eina leiðin til þess að ganga til viðræðna við SVEIT,“ segir þá í tilkynningunni, sem nálgast má í heild sinni í tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl tilkynningPDF673KBSækja skjal
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Veitingastaðir Tengdar fréttir Verkbann SA á Eflingu samþykkt með miklum meirihluta Aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins hafa, með afgerandi meirihluta, samþykkt verkbann á félagsmenn Eflingar. Það hefst að óbreyttu 2. mars. 22. febrúar 2023 17:16 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Verkbann SA á Eflingu samþykkt með miklum meirihluta Aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins hafa, með afgerandi meirihluta, samþykkt verkbann á félagsmenn Eflingar. Það hefst að óbreyttu 2. mars. 22. febrúar 2023 17:16