Sjóðurinn verði ekki nýttur til að niðurgreiða „níðingsverk“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. febrúar 2023 22:20 Agnieszka Ewa Ziółkowska, varaformaður Eflingar, bendir á að markmið vinnudeilusjóðs Eflingar sé að styrkja Eflingarfélaga í verkföllum og verkbönnum. Hún segir það ákvörðun Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns að sjóðurinn verði ekki nýttur. Stjórn vinnudeilusjóðs Eflingar hefur gefið það út að hvorki verði tekið við né auglýst eftir umsóknum vegna tekjutaps félagsmanna sem hlotnast af verkbanni atvinnurekenda innan SA. Varaformaður Eflingar segir ekkert koma í veg fyrir að sjóðurinn verði nýttur. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Eflingar. Þar segir að þetta hafi stjórn sjóðsins samþykkt einróma á fundi sínum í kvöld. „Atvinnurekendur bera alla ábyrgð á þeirri skömm að reka fólk launalaust heim. Vinnudeilusjóður Eflingar verður ekki nýttur til að niðurgreiða það pólitíska níðingsverk,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Agnieszka Ewa Ziółkowska, varaformaður Eflingar, birti í kvöld Facebook-færslu þar sem hún benti á að samkvæmt reglugerð vinnudeilusjóðs Eflingar væri það markmið sjóðsins að styrkja félagsmenn í verkföllum eða verkbönnum þegar félagið ætti í vinnudeilum. „Félagar í Eflingu eiga rétt á því að vita að reglur félagsins eru ekki að hindra formann þeirra í að greiða úr sjóðnum í tilviki verkbannsins. Það er einungis hennar ákvörðun. Hún er þess í stað tilbúin að láta láglauna félagsmenn sína þjást. Í reglugerð þessari segir að Efling sé heimilt að styðja félagsmenn sína ef um verkbann er að ræða. Það sem er réttast í stöðunni er að styðja félagsmenn okkar í verkbanninu, ekki láta þá þjást,“ skrifar Agnieszka Ewa. Ábyrgðin liggi hjá SA Í tilkynningu Eflingar er einnig birt ályktun sem samninganefnd Eflingar samþykkti á fundi sínum í kvöld. Þar segir að með verkbanni hafi atvinnurekendur fært vinnudeiluna á nýtt og alvarlegra stig en verkfallsaðgerðir Eflingarfélaga hafi nokkurn tíma gert. Ákvörðunin væri þvingunaraðgerð langt fram úr öllu meðalhófi. Ábyrgðin lægi hjá Samtökum atvinnulífsins en ekki Eflingu. Hér að neðan má lesa ályktun samninganefndarinnar í heild sinni. Með verkbanni á 21 þúsund Eflingarfélaga hafa atvinnurekendur fært vinnudeiluna á nýtt og mun alvarlegra stig en afmarkaðar verkfallsaðgerðir Eflingarfélaga hafa nokkurn tíma gert. Ákvörðun um verkbann er þvingunaraðgerð, langt fram úr öllu meðalhófi. Samtök atvinnulífsins bera alla ábyrgð á þeirri ákvörðun og afleiðingum hennar, ekki Efling. Verkbannið er í samræmi við þá ósæmilegu afstöðu sem SA hafa til kjaraviðræðna við Eflingu, sem er að virða ekki í reynd sjálfstæðan samningsrétt félagsins og ástunda ekki samningaviðræður í góðri trú. Þess í stað styðjast SA eingöngu við þvingunaraðgerðir, þar sem treyst er beint og óbeint á inngrip ríkisvaldsins og stofnana þess. Samninganefnd styður þá afstöðu stjórnar vinnudeilusjóðs Eflingar að ekki verði greitt úr sjóðnum vegna launataps sem orsakast af verkbanni atvinnurekenda. Verkbann atvinnurekenda er á þeirra ábyrgð, ekki Eflingar. Atvinnurekendum ber að veita starfsfólki sínu skýringar á því hvers vegna þeir telja rétt og nauðsynlegt að reka þau heim launalaus úr vinnu, hyggist þeir gera það. Efling hefur fengið staðfest að margir atvinnurekendur hafa tilkynnt starfsfólki sínu um að þeir muni ekki framfylgja verkbanni. Jafnframt hafa SA gefið út að þau muni ekki stunda eftirlit til að þrýsta á um framfylgd verkbannsins. Þetta staðfestir að ákvörðun um að reka starfsfólk sitt heim launalaust er á ábyrgð hvers og eins atvinnurekanda. Samninganefnd hvetur félagsfólk til að ganga á eftir atvinnurekendum sínum um skýr svör við því hvort verkbanni verði fylgt og hvaða réttlætingar atvinnurekandinn gefi upp fyrir því. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Gerir ráð fyrir að stefna Eflingu fyrir Félagsdóm á morgun Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, gerir ráð fyrir því að stefna stéttarfélaginu Eflingu fyrir Félagsdóm á morgun þar sem Efling hefur ekki boðað næstu verkfallsaðgerðir með réttum hætti. 22. febrúar 2023 19:04 Verkbann SA á Eflingu samþykkt með miklum meirihluta Aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins hafa, með afgerandi meirihluta, samþykkt verkbann á félagsmenn Eflingar. Það hefst að óbreyttu 2. mars. 22. febrúar 2023 17:16 Segir verkbann til marks um sturlun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að ef Samtök atvinnulífsins komist að þeirri niðurstöðu að þau muni setja ótímabundið verkbann á tuttugu þúsund meðlimi Eflingar, vinnuafl höfuðborgarsvæðisins, sé það til marks um sturlun. Hún segir jafnframt að það ætti nú að vera öllum ljóst að Samtök atvinnulífsins vilji ekki og ætli ekki að gera kjarasamning við Eflingu. 22. febrúar 2023 16:17 Boða til víðtækra mótmælaaðgerða verði af verkbanni Komi til verkbanns í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins mun Efling kalla saman Eflingarfólk til víðtækra mótmælaaðgerða gegn þeim vinnuveitendum sem beita munu verkbanni. 20. febrúar 2023 15:38 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Eflingar. Þar segir að þetta hafi stjórn sjóðsins samþykkt einróma á fundi sínum í kvöld. „Atvinnurekendur bera alla ábyrgð á þeirri skömm að reka fólk launalaust heim. Vinnudeilusjóður Eflingar verður ekki nýttur til að niðurgreiða það pólitíska níðingsverk,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Agnieszka Ewa Ziółkowska, varaformaður Eflingar, birti í kvöld Facebook-færslu þar sem hún benti á að samkvæmt reglugerð vinnudeilusjóðs Eflingar væri það markmið sjóðsins að styrkja félagsmenn í verkföllum eða verkbönnum þegar félagið ætti í vinnudeilum. „Félagar í Eflingu eiga rétt á því að vita að reglur félagsins eru ekki að hindra formann þeirra í að greiða úr sjóðnum í tilviki verkbannsins. Það er einungis hennar ákvörðun. Hún er þess í stað tilbúin að láta láglauna félagsmenn sína þjást. Í reglugerð þessari segir að Efling sé heimilt að styðja félagsmenn sína ef um verkbann er að ræða. Það sem er réttast í stöðunni er að styðja félagsmenn okkar í verkbanninu, ekki láta þá þjást,“ skrifar Agnieszka Ewa. Ábyrgðin liggi hjá SA Í tilkynningu Eflingar er einnig birt ályktun sem samninganefnd Eflingar samþykkti á fundi sínum í kvöld. Þar segir að með verkbanni hafi atvinnurekendur fært vinnudeiluna á nýtt og alvarlegra stig en verkfallsaðgerðir Eflingarfélaga hafi nokkurn tíma gert. Ákvörðunin væri þvingunaraðgerð langt fram úr öllu meðalhófi. Ábyrgðin lægi hjá Samtökum atvinnulífsins en ekki Eflingu. Hér að neðan má lesa ályktun samninganefndarinnar í heild sinni. Með verkbanni á 21 þúsund Eflingarfélaga hafa atvinnurekendur fært vinnudeiluna á nýtt og mun alvarlegra stig en afmarkaðar verkfallsaðgerðir Eflingarfélaga hafa nokkurn tíma gert. Ákvörðun um verkbann er þvingunaraðgerð, langt fram úr öllu meðalhófi. Samtök atvinnulífsins bera alla ábyrgð á þeirri ákvörðun og afleiðingum hennar, ekki Efling. Verkbannið er í samræmi við þá ósæmilegu afstöðu sem SA hafa til kjaraviðræðna við Eflingu, sem er að virða ekki í reynd sjálfstæðan samningsrétt félagsins og ástunda ekki samningaviðræður í góðri trú. Þess í stað styðjast SA eingöngu við þvingunaraðgerðir, þar sem treyst er beint og óbeint á inngrip ríkisvaldsins og stofnana þess. Samninganefnd styður þá afstöðu stjórnar vinnudeilusjóðs Eflingar að ekki verði greitt úr sjóðnum vegna launataps sem orsakast af verkbanni atvinnurekenda. Verkbann atvinnurekenda er á þeirra ábyrgð, ekki Eflingar. Atvinnurekendum ber að veita starfsfólki sínu skýringar á því hvers vegna þeir telja rétt og nauðsynlegt að reka þau heim launalaus úr vinnu, hyggist þeir gera það. Efling hefur fengið staðfest að margir atvinnurekendur hafa tilkynnt starfsfólki sínu um að þeir muni ekki framfylgja verkbanni. Jafnframt hafa SA gefið út að þau muni ekki stunda eftirlit til að þrýsta á um framfylgd verkbannsins. Þetta staðfestir að ákvörðun um að reka starfsfólk sitt heim launalaust er á ábyrgð hvers og eins atvinnurekanda. Samninganefnd hvetur félagsfólk til að ganga á eftir atvinnurekendum sínum um skýr svör við því hvort verkbanni verði fylgt og hvaða réttlætingar atvinnurekandinn gefi upp fyrir því.
Með verkbanni á 21 þúsund Eflingarfélaga hafa atvinnurekendur fært vinnudeiluna á nýtt og mun alvarlegra stig en afmarkaðar verkfallsaðgerðir Eflingarfélaga hafa nokkurn tíma gert. Ákvörðun um verkbann er þvingunaraðgerð, langt fram úr öllu meðalhófi. Samtök atvinnulífsins bera alla ábyrgð á þeirri ákvörðun og afleiðingum hennar, ekki Efling. Verkbannið er í samræmi við þá ósæmilegu afstöðu sem SA hafa til kjaraviðræðna við Eflingu, sem er að virða ekki í reynd sjálfstæðan samningsrétt félagsins og ástunda ekki samningaviðræður í góðri trú. Þess í stað styðjast SA eingöngu við þvingunaraðgerðir, þar sem treyst er beint og óbeint á inngrip ríkisvaldsins og stofnana þess. Samninganefnd styður þá afstöðu stjórnar vinnudeilusjóðs Eflingar að ekki verði greitt úr sjóðnum vegna launataps sem orsakast af verkbanni atvinnurekenda. Verkbann atvinnurekenda er á þeirra ábyrgð, ekki Eflingar. Atvinnurekendum ber að veita starfsfólki sínu skýringar á því hvers vegna þeir telja rétt og nauðsynlegt að reka þau heim launalaus úr vinnu, hyggist þeir gera það. Efling hefur fengið staðfest að margir atvinnurekendur hafa tilkynnt starfsfólki sínu um að þeir muni ekki framfylgja verkbanni. Jafnframt hafa SA gefið út að þau muni ekki stunda eftirlit til að þrýsta á um framfylgd verkbannsins. Þetta staðfestir að ákvörðun um að reka starfsfólk sitt heim launalaust er á ábyrgð hvers og eins atvinnurekanda. Samninganefnd hvetur félagsfólk til að ganga á eftir atvinnurekendum sínum um skýr svör við því hvort verkbanni verði fylgt og hvaða réttlætingar atvinnurekandinn gefi upp fyrir því.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Gerir ráð fyrir að stefna Eflingu fyrir Félagsdóm á morgun Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, gerir ráð fyrir því að stefna stéttarfélaginu Eflingu fyrir Félagsdóm á morgun þar sem Efling hefur ekki boðað næstu verkfallsaðgerðir með réttum hætti. 22. febrúar 2023 19:04 Verkbann SA á Eflingu samþykkt með miklum meirihluta Aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins hafa, með afgerandi meirihluta, samþykkt verkbann á félagsmenn Eflingar. Það hefst að óbreyttu 2. mars. 22. febrúar 2023 17:16 Segir verkbann til marks um sturlun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að ef Samtök atvinnulífsins komist að þeirri niðurstöðu að þau muni setja ótímabundið verkbann á tuttugu þúsund meðlimi Eflingar, vinnuafl höfuðborgarsvæðisins, sé það til marks um sturlun. Hún segir jafnframt að það ætti nú að vera öllum ljóst að Samtök atvinnulífsins vilji ekki og ætli ekki að gera kjarasamning við Eflingu. 22. febrúar 2023 16:17 Boða til víðtækra mótmælaaðgerða verði af verkbanni Komi til verkbanns í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins mun Efling kalla saman Eflingarfólk til víðtækra mótmælaaðgerða gegn þeim vinnuveitendum sem beita munu verkbanni. 20. febrúar 2023 15:38 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Gerir ráð fyrir að stefna Eflingu fyrir Félagsdóm á morgun Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, gerir ráð fyrir því að stefna stéttarfélaginu Eflingu fyrir Félagsdóm á morgun þar sem Efling hefur ekki boðað næstu verkfallsaðgerðir með réttum hætti. 22. febrúar 2023 19:04
Verkbann SA á Eflingu samþykkt með miklum meirihluta Aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins hafa, með afgerandi meirihluta, samþykkt verkbann á félagsmenn Eflingar. Það hefst að óbreyttu 2. mars. 22. febrúar 2023 17:16
Segir verkbann til marks um sturlun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að ef Samtök atvinnulífsins komist að þeirri niðurstöðu að þau muni setja ótímabundið verkbann á tuttugu þúsund meðlimi Eflingar, vinnuafl höfuðborgarsvæðisins, sé það til marks um sturlun. Hún segir jafnframt að það ætti nú að vera öllum ljóst að Samtök atvinnulífsins vilji ekki og ætli ekki að gera kjarasamning við Eflingu. 22. febrúar 2023 16:17
Boða til víðtækra mótmælaaðgerða verði af verkbanni Komi til verkbanns í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins mun Efling kalla saman Eflingarfólk til víðtækra mótmælaaðgerða gegn þeim vinnuveitendum sem beita munu verkbanni. 20. febrúar 2023 15:38