Glímdi tvisvar við fæðingarþunglyndi Máni Snær Þorláksson skrifar 23. febrúar 2023 11:09 Kylie Jenner prýðir forsíðu ítölsku útgáfu Vanity Fair í mars. Getty/MEGA Athafnakonan og raunveruleikastjarnan Kylie Jenner prýðir forsíðu ítölsku útgáfu Vanity Fair tímaritsins í mars. Í viðtalinu ræðir Kylie meðal annars um það að glíma við fæðingarþunglyndi. Kylie á tvö börn með rapparanum Travis Scott, dótturina Stormi Webster og soninn Aire Webster. Í viðtalinu við Vanity Fair segist hún hafa gengið í gegnum fæðingarþunglyndi eftir fæðingar þeirra beggja. „Ég hef upplifað það tvisvar. Fyrsta skiptið var mjög erfitt, seinna skiptið var viðráðanlegra,“ segir hún. Aðspurð að því hvernig hún myndi ráðleggja öðrum sem ganga í gegnum fæðingarþunglyndi segir Kylie að mikilvægt sé að ofhugsa hlutina ekki. Þá sé mikilvægt að upplifa allar tilfinningarnar til hins ýtrasta. „Vertu í augnablikinu, jafnvel þó svo að það sé sársaukafullt,“ segir hún. „Ég veit að á þessum augnablikum er eins og þetta muni aldrei hætta, að líkaminn þinn verði aldrei eins og áður, að þú verðir aldrei eins og áður. Það er ekki satt, hormónarnir og tilfinningarnar á þessu stigi eru miklu, miklu öflugri og stærri en þú. Mín ráð eru að lifa í gegnum breytingarnar án þess að óttast afleiðingarnar.“ Kim í uppáhaldi Í viðtalinu er einnig rætt um Kardashian fjölskylduna. Kylie er meðal annars spurð hver uppáhalds systir sín sé: „Það breytist með tímanum. Akkúrat núna er það Kim.“ Kim Kardashian hefur að sögn Kylie breyst mikið nýlega, það sé meðal annars ástæðan fyrir því að hún er í uppáhaldi. „Við erum mjög tengdar, hún er alltaf fyrsta systirin sem ég hringi í þegar mig vantar eitthvað. Við höfum verið að ganga í gegnum mikið af svipuðum hlutum að undanförnu. Kylie segir svo að Kendall sé sú systir sem hún á minnst sameiginlegt með. „Þið vitið hvað er sagt samt? Andstæður laða að og það er þannig sem þetta virkar hjá okkur.“ Hollywood Bandaríkin Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Sjá meira
Kylie á tvö börn með rapparanum Travis Scott, dótturina Stormi Webster og soninn Aire Webster. Í viðtalinu við Vanity Fair segist hún hafa gengið í gegnum fæðingarþunglyndi eftir fæðingar þeirra beggja. „Ég hef upplifað það tvisvar. Fyrsta skiptið var mjög erfitt, seinna skiptið var viðráðanlegra,“ segir hún. Aðspurð að því hvernig hún myndi ráðleggja öðrum sem ganga í gegnum fæðingarþunglyndi segir Kylie að mikilvægt sé að ofhugsa hlutina ekki. Þá sé mikilvægt að upplifa allar tilfinningarnar til hins ýtrasta. „Vertu í augnablikinu, jafnvel þó svo að það sé sársaukafullt,“ segir hún. „Ég veit að á þessum augnablikum er eins og þetta muni aldrei hætta, að líkaminn þinn verði aldrei eins og áður, að þú verðir aldrei eins og áður. Það er ekki satt, hormónarnir og tilfinningarnar á þessu stigi eru miklu, miklu öflugri og stærri en þú. Mín ráð eru að lifa í gegnum breytingarnar án þess að óttast afleiðingarnar.“ Kim í uppáhaldi Í viðtalinu er einnig rætt um Kardashian fjölskylduna. Kylie er meðal annars spurð hver uppáhalds systir sín sé: „Það breytist með tímanum. Akkúrat núna er það Kim.“ Kim Kardashian hefur að sögn Kylie breyst mikið nýlega, það sé meðal annars ástæðan fyrir því að hún er í uppáhaldi. „Við erum mjög tengdar, hún er alltaf fyrsta systirin sem ég hringi í þegar mig vantar eitthvað. Við höfum verið að ganga í gegnum mikið af svipuðum hlutum að undanförnu. Kylie segir svo að Kendall sé sú systir sem hún á minnst sameiginlegt með. „Þið vitið hvað er sagt samt? Andstæður laða að og það er þannig sem þetta virkar hjá okkur.“
Hollywood Bandaríkin Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Sjá meira