Íslensk frumkvöðlafyrirtæki ná sínum besta árangri hingað til Melkorka Sigríður Magnúsdóttir skrifar 23. febrúar 2023 12:00 Á hverju ári gefur Northstack, íslenskur fjölmiðill sem fjallar um málefni sprota og tæknifyrirtækja, út skýrslu um fjárfestingar vísissjóða í íslenskum sprotafyrirtækjum. Northstack kallar nýafstaðið ár “það besta hingað til” enda var fjárfest í þrjátíu og sex sprota og vaxtarfyrirtækjum fyrir yfir 390 milljónir dala og 78% fjármagnsins kom erlendis frá. Þetta eru auðvitað frábærar fréttir fyrir íslensk sprotafyrirtæki og stuðningsumhverfið í heild. Á þeim árum sem ég hef starfað í nýsköpunarumhverfinu hef ég orðið vör við aukinn áhuga erlendra fjárfesta og frumkvöðla á Íslandi. Og ekki að ástæðulausu. Að vera lítil eyja í Atlantshafinu virðist við fyrstu sýn ekki mjög vænlegur staður til að þróa sprotafyrirtæki á heimsvísu. Hins vegar eru boðleiðir stuttar og hægt er að prófa og ítra hugmyndir tiltölulega fljótt. Lítill markaður gefur ekki möguleikann á öðru en alþjóðlegu hugarfari strax frá upphafi og það einkennir flest sprotafyrirtæki. Fyrir rúmlega tveimur árum var Iceland Innovation Week, nýrri sprota og frumkvöðlahátíð hrint í framkvæmd. Ætlunin var að búa til alþjóðlegan markaðsglugga nýsköpunar og hvetja íslenska frumkvöðla til frekari tengslamyndunar, samstarfs og fjármögnunar við erlenda aðila. Um þrjátíu erlendir fjárfestingarsjóðir sóttu hátíðina á síðasta ári og tæplega helmingur gesta kom erlendis frá. Á lista Northstack yfir fyrirtæki sem hafa fengið fjármögnun eru Kerecis, þar sem fiskroð er nýtt til að græða sár, Nox Medical sem þróar heildrænar lausnir á svefnvandamálum, Lucinity sem notar gervigreind til að berjast gegn peningaþvætti og Treble Technologies sem þróar byltingarkennda tækni til hljóðhönnunar. Hið síðastnefnda sigraði Silicon Vikings Pitch Competition á Iceland Innovation Week sem fleytti því áfram í aðalkeppnina á Slush, stærstu frumkvöðlaráðstefnu heims. Það er auðvelt að taka heimalandinu sem sjálfsögðum hlut og hætta að taka eftir því hvað gerir það virkilega sérstakt. Það sama á við um sprotaumhverfið. Nýjungar sem okkur finnst algengar heilla og gleðja erlenda gesti. Frumleg notkun á endurnýjanlegum orkugjöfum, hátæknigróðurhúsum, vetnisknúnum strætisvögnum og meira að segja kranavatnið með brennisteinslyktinni er meðal þess sem einkennir okkur sem nýsköpunarþjóð. Þessi fyrirbæri kjarna gildi okkar, stefnu og skuldbindingu þegar kemur að sjálfbærnimarkmiðum. Við sjáum það endurspeglast í stefnumótun og reglugerðum hins opinbera en líka hlutverki sprotafyrirtækja sem vinna að lausnum á vandamálum nútímans. Í ár flytur Iceland Innovation Week inn frumkvöðla, fjárfesta og aðra einstaklinga sem starfa í stuðningsumhverfi nýsköpunar frá Norðurlöndunum, Bandaríkjunum og Evrópu. Gestir ættu að hafa næg tækifæri til að virkja tengslanetið, hitta nýja vini og tengjast aftur þeim gömlu og njóta þess sem nýsköpunarlandið Ísland hefur upp á að bjóða. Vonandi koma enn fleiri fjárfestingar út úr þessum tengslum svo fjármögnunarskýrsla næsta árs verði enn betri en sú besta hingað til. Höfundur er framkvæmdastjóri Iceland Innovation Week. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Á hverju ári gefur Northstack, íslenskur fjölmiðill sem fjallar um málefni sprota og tæknifyrirtækja, út skýrslu um fjárfestingar vísissjóða í íslenskum sprotafyrirtækjum. Northstack kallar nýafstaðið ár “það besta hingað til” enda var fjárfest í þrjátíu og sex sprota og vaxtarfyrirtækjum fyrir yfir 390 milljónir dala og 78% fjármagnsins kom erlendis frá. Þetta eru auðvitað frábærar fréttir fyrir íslensk sprotafyrirtæki og stuðningsumhverfið í heild. Á þeim árum sem ég hef starfað í nýsköpunarumhverfinu hef ég orðið vör við aukinn áhuga erlendra fjárfesta og frumkvöðla á Íslandi. Og ekki að ástæðulausu. Að vera lítil eyja í Atlantshafinu virðist við fyrstu sýn ekki mjög vænlegur staður til að þróa sprotafyrirtæki á heimsvísu. Hins vegar eru boðleiðir stuttar og hægt er að prófa og ítra hugmyndir tiltölulega fljótt. Lítill markaður gefur ekki möguleikann á öðru en alþjóðlegu hugarfari strax frá upphafi og það einkennir flest sprotafyrirtæki. Fyrir rúmlega tveimur árum var Iceland Innovation Week, nýrri sprota og frumkvöðlahátíð hrint í framkvæmd. Ætlunin var að búa til alþjóðlegan markaðsglugga nýsköpunar og hvetja íslenska frumkvöðla til frekari tengslamyndunar, samstarfs og fjármögnunar við erlenda aðila. Um þrjátíu erlendir fjárfestingarsjóðir sóttu hátíðina á síðasta ári og tæplega helmingur gesta kom erlendis frá. Á lista Northstack yfir fyrirtæki sem hafa fengið fjármögnun eru Kerecis, þar sem fiskroð er nýtt til að græða sár, Nox Medical sem þróar heildrænar lausnir á svefnvandamálum, Lucinity sem notar gervigreind til að berjast gegn peningaþvætti og Treble Technologies sem þróar byltingarkennda tækni til hljóðhönnunar. Hið síðastnefnda sigraði Silicon Vikings Pitch Competition á Iceland Innovation Week sem fleytti því áfram í aðalkeppnina á Slush, stærstu frumkvöðlaráðstefnu heims. Það er auðvelt að taka heimalandinu sem sjálfsögðum hlut og hætta að taka eftir því hvað gerir það virkilega sérstakt. Það sama á við um sprotaumhverfið. Nýjungar sem okkur finnst algengar heilla og gleðja erlenda gesti. Frumleg notkun á endurnýjanlegum orkugjöfum, hátæknigróðurhúsum, vetnisknúnum strætisvögnum og meira að segja kranavatnið með brennisteinslyktinni er meðal þess sem einkennir okkur sem nýsköpunarþjóð. Þessi fyrirbæri kjarna gildi okkar, stefnu og skuldbindingu þegar kemur að sjálfbærnimarkmiðum. Við sjáum það endurspeglast í stefnumótun og reglugerðum hins opinbera en líka hlutverki sprotafyrirtækja sem vinna að lausnum á vandamálum nútímans. Í ár flytur Iceland Innovation Week inn frumkvöðla, fjárfesta og aðra einstaklinga sem starfa í stuðningsumhverfi nýsköpunar frá Norðurlöndunum, Bandaríkjunum og Evrópu. Gestir ættu að hafa næg tækifæri til að virkja tengslanetið, hitta nýja vini og tengjast aftur þeim gömlu og njóta þess sem nýsköpunarlandið Ísland hefur upp á að bjóða. Vonandi koma enn fleiri fjárfestingar út úr þessum tengslum svo fjármögnunarskýrsla næsta árs verði enn betri en sú besta hingað til. Höfundur er framkvæmdastjóri Iceland Innovation Week.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun