Íslenski boltinn

Geir fram­kvæmda­stjóri Leiknis

Sindri Sverrisson skrifar
Geir Þorsteinsson hefur mikla reynslu eftir að hafa verið framkvæmdastjóri og formaður stærsta íþróttasambands Íslands.
Geir Þorsteinsson hefur mikla reynslu eftir að hafa verið framkvæmdastjóri og formaður stærsta íþróttasambands Íslands. Leiknir

Íþróttafélagið Leiknir hefur svo sannarlega fengið reynslumikinn mann í starf framkvæmdastjóra félagsins því Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri KSÍ til fjölda ára, tekur við starfinu í mars.

Geir tekur við af Stefáni Páli Magnússyni og var því ekki lengi án starfs eftir að hafa sagt skilið við ÍA en hann hefur undanfarin tvö ár verið framkvæmdastjóri þess félags.

Geir er 59 ára gamall og uppalinn KR-ingur. Hann er þekktastur fyrir störf sín hjá KSÍ en þar var hann meðal annars framkvæmdastjóri í áratug og svo formaður fram til ársins 2017.

Í fréttatilkynningu Leiknis segir að félagið sé að ganga í gegnum margvíslegar breytingar á stórafmælisári, en félagið fagnar fimmtíu ára afmæli í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×