„Á einu frægasta safni heims, þar er dýrgripur frá Íslandi“ Máni Snær Þorláksson skrifar 23. febrúar 2023 15:22 Steindór Gunnar segir refilinn hafa verið í Louvre-safninu í París í langan tíma. Vísir/Getty/Aðsend Á morgun fagnar Þjóðminjasafnið 160 ára afmæli. Það verður mikið um að vera hjá safninu í ár í tilefni þessa. Til dæmis mun safnið fá íslenskan safngrip að láni frá franska listasafninu Louvre. „Við verðum í miklu hátíðaskapi yfir helgina, þegar við hefjum afmælisárið formlega og við munum fagna þessum tímamótum með ýmsum hætti allt þetta ár,“ er haft eftir Hörpu Þórsdóttur þjóðminjaverði í tilkynningu frá safninu. Verið er að skipuleggja svokallaða „pop-up“ viðburði sem verða á árinu ásamt hefðbundnum sýningum. Stórviðburður verður svo í nóvember en þá verður sýning á refilsaumi opnuð. Meðal þess sem verður til sýnis þá er íslenskur gripur sem fenginn er að láni frá Louvre safninu. Marteinsklæðið frá Grenjaðarstað Steindór Gunnar Steindórsson, samskiptastjóri Þjóðminjasafnsins, segir í samtali við fréttastofu að um sé að ræða grip sem hefur verið í vörslu Louvre í langan tíma. „Þetta er svokallaður refill, íslenski refillinn sem er búinn að vera hjá Louvre síðan hann var seldur úr landi held ég,“ segir Steindór í samtali við fréttastofu. Marteinsklæðið frá Grenjaðarstað er refillinn kallaður. Hann er fallega myndskreyttur eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan. Marteinsklæðið frá Grenjaðarstað er til sýnis á Louvre safninu í París.Louvre Ekki eini íslenski gripurinn í útlöndum Steindór vekur athygli á því að refillinn sem geymdur er á Louvre er alls ekki eini íslenski safngripurinn sem geymdur er fyrir utan landsteinana. „Það eru margir gripir sem við Íslendingar gerðum á sínum tíma sem voru seldir, gefnir, eða farið með úr landi,“ segir hann. „Samanber handritin okkar, ég meina handritin eru eitt, þau eru ekki öll komin til landsins. Það eru fjölmargir gripir, alíslenskir gripir sem voru hannaðir og gerðir hér, sem eru í söfnum úti um alla Evrópu. “ Ísland geti nú varðveitt dýrgripi Steindór bendir á að mikið hefur verið rætt um það að undanförnu að þjóðir fái safngripi sína heim. Slík umræða hefur verið hávær í langan tíma. Hann veltir þó fyrir sér hvort það hefði reynst vel ef Íslendingar hefðu ekki selt gripina sína úr landi. „Hin hliðin á þessum peningi er sú að ef að þetta hefði ekki farið úr landi á sínum tíma, fyrir 100, 200, 300 árum, þá hefði þetta væntanlega verið ónýtt. Við hefðum eflaust gert eins og við gerðum með skinnhandritin okkar, búið til skó úr þessu eða étið þetta.“ Nú er öldin þó önnur. Í dag myndu eflaust fáir Íslendingar skemma þjóðargersemar til að útbúa úr þeim skó eða bera þær sér að munni. Steindór segir að í dag séu ein fullkomnustu varðveislurými landsins á Þjóðminjasafninu. Auk þess sé Árnastofnun að byggja fullkomið hús hinum megin við götuna þar sem passað verður upp á handritin. „Þannig þetta á ekkert lengur við, að við getum ekki varðveitt þessa dýrgripi.“ Heiður að íslenskur gripur sé á Louvre Steindór segir að umræðan um þessi mál sé afskaplega takmörkuð hjá Þjóðminjasafninu. „Við erum mjög meðvituð um þetta og þessi umræða skýtur alltaf upp kollinum öðru hverju,“ segir hann. „Við erum til dæmis á sýningunni okkar með lánsgripi frá Danmörku sem við eigum ekki. En þeir voru vissulega upphaflega hér, þeir voru smíðaðir hér og svo framvegis. En við eigum þá ekki, við erum bara með ótímabært lán, megum hafa þá hér.“ Þá segir Steindór að þarna sé refillinn gott dæmi. „Á einu frægasta safni heims, þar er dýrgripur frá Íslandi. Núna er hann að koma heim í heimsókn í stuttan tíma,“ segir Steindór. Hann segir að það sé heiður að gripur sem kemur upphaflega frá Íslandi sé til sýnis í Louvre. „Það eru okkar málverk“ Sem fyrr segir mun refillinn vera til sýnis á Þjóðminjasafninu í nóvember á þessu ári. „Þetta verður rosa áberandi. Það kemur til að mynda út bók um íslenskan textíl í ár eftir Elsu E. Guðjónsson sem er mjög fræg í þessum textílheimi,“ segir Steindór. Elsa lést árið 2010 en hún var lengi deildarstjóri textíl- og búningafræðideildar Þjóðminjasafnsins. Hún náði ekki að klára bókina en var komin mjög langt í rannsóknum sínum fyrir hana. Lilja Árnadóttir, fyrrverandi starfsmaður Þjóðminjasafnsins og vinkona Elsu, kláraði bókina. Steindór talar um að þó svo að aðrar þjóðir eigi fræg málverk sem hafa vakið athygli þá eigi Íslendingar einnig dýrgripi. „Við Íslendingar eigum kannski ekki málverk en við notuðum það sem við áttum. Það var saumaskapurinn. Við eigum refla, við eigum biskupsklæði og við eigum annan útsaum, það eru okkar málverk.“ Söfn Menning Frakkland Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
„Við verðum í miklu hátíðaskapi yfir helgina, þegar við hefjum afmælisárið formlega og við munum fagna þessum tímamótum með ýmsum hætti allt þetta ár,“ er haft eftir Hörpu Þórsdóttur þjóðminjaverði í tilkynningu frá safninu. Verið er að skipuleggja svokallaða „pop-up“ viðburði sem verða á árinu ásamt hefðbundnum sýningum. Stórviðburður verður svo í nóvember en þá verður sýning á refilsaumi opnuð. Meðal þess sem verður til sýnis þá er íslenskur gripur sem fenginn er að láni frá Louvre safninu. Marteinsklæðið frá Grenjaðarstað Steindór Gunnar Steindórsson, samskiptastjóri Þjóðminjasafnsins, segir í samtali við fréttastofu að um sé að ræða grip sem hefur verið í vörslu Louvre í langan tíma. „Þetta er svokallaður refill, íslenski refillinn sem er búinn að vera hjá Louvre síðan hann var seldur úr landi held ég,“ segir Steindór í samtali við fréttastofu. Marteinsklæðið frá Grenjaðarstað er refillinn kallaður. Hann er fallega myndskreyttur eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan. Marteinsklæðið frá Grenjaðarstað er til sýnis á Louvre safninu í París.Louvre Ekki eini íslenski gripurinn í útlöndum Steindór vekur athygli á því að refillinn sem geymdur er á Louvre er alls ekki eini íslenski safngripurinn sem geymdur er fyrir utan landsteinana. „Það eru margir gripir sem við Íslendingar gerðum á sínum tíma sem voru seldir, gefnir, eða farið með úr landi,“ segir hann. „Samanber handritin okkar, ég meina handritin eru eitt, þau eru ekki öll komin til landsins. Það eru fjölmargir gripir, alíslenskir gripir sem voru hannaðir og gerðir hér, sem eru í söfnum úti um alla Evrópu. “ Ísland geti nú varðveitt dýrgripi Steindór bendir á að mikið hefur verið rætt um það að undanförnu að þjóðir fái safngripi sína heim. Slík umræða hefur verið hávær í langan tíma. Hann veltir þó fyrir sér hvort það hefði reynst vel ef Íslendingar hefðu ekki selt gripina sína úr landi. „Hin hliðin á þessum peningi er sú að ef að þetta hefði ekki farið úr landi á sínum tíma, fyrir 100, 200, 300 árum, þá hefði þetta væntanlega verið ónýtt. Við hefðum eflaust gert eins og við gerðum með skinnhandritin okkar, búið til skó úr þessu eða étið þetta.“ Nú er öldin þó önnur. Í dag myndu eflaust fáir Íslendingar skemma þjóðargersemar til að útbúa úr þeim skó eða bera þær sér að munni. Steindór segir að í dag séu ein fullkomnustu varðveislurými landsins á Þjóðminjasafninu. Auk þess sé Árnastofnun að byggja fullkomið hús hinum megin við götuna þar sem passað verður upp á handritin. „Þannig þetta á ekkert lengur við, að við getum ekki varðveitt þessa dýrgripi.“ Heiður að íslenskur gripur sé á Louvre Steindór segir að umræðan um þessi mál sé afskaplega takmörkuð hjá Þjóðminjasafninu. „Við erum mjög meðvituð um þetta og þessi umræða skýtur alltaf upp kollinum öðru hverju,“ segir hann. „Við erum til dæmis á sýningunni okkar með lánsgripi frá Danmörku sem við eigum ekki. En þeir voru vissulega upphaflega hér, þeir voru smíðaðir hér og svo framvegis. En við eigum þá ekki, við erum bara með ótímabært lán, megum hafa þá hér.“ Þá segir Steindór að þarna sé refillinn gott dæmi. „Á einu frægasta safni heims, þar er dýrgripur frá Íslandi. Núna er hann að koma heim í heimsókn í stuttan tíma,“ segir Steindór. Hann segir að það sé heiður að gripur sem kemur upphaflega frá Íslandi sé til sýnis í Louvre. „Það eru okkar málverk“ Sem fyrr segir mun refillinn vera til sýnis á Þjóðminjasafninu í nóvember á þessu ári. „Þetta verður rosa áberandi. Það kemur til að mynda út bók um íslenskan textíl í ár eftir Elsu E. Guðjónsson sem er mjög fræg í þessum textílheimi,“ segir Steindór. Elsa lést árið 2010 en hún var lengi deildarstjóri textíl- og búningafræðideildar Þjóðminjasafnsins. Hún náði ekki að klára bókina en var komin mjög langt í rannsóknum sínum fyrir hana. Lilja Árnadóttir, fyrrverandi starfsmaður Þjóðminjasafnsins og vinkona Elsu, kláraði bókina. Steindór talar um að þó svo að aðrar þjóðir eigi fræg málverk sem hafa vakið athygli þá eigi Íslendingar einnig dýrgripi. „Við Íslendingar eigum kannski ekki málverk en við notuðum það sem við áttum. Það var saumaskapurinn. Við eigum refla, við eigum biskupsklæði og við eigum annan útsaum, það eru okkar málverk.“
Söfn Menning Frakkland Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira