„Þetta er held ég ógeðslegasta lýsing sem ég hef heyrt“ Snorri Másson skrifar 25. febrúar 2023 09:29 Jakob Birgisson grínisti var gestur eins og endranær í Íslandi í dag á miðvikudaginn, þar sem þá fyrirhugaðar breytingar á barnabókum Roald Dahl voru til umfjöllunar. Þar tók hann undir efasemdir sem margir hafa lýst um þessar ráðstafanir og sagði skynsamlegra að sleppa því bara að lesa bækurnar í stað þess að breyta þeim. Gluggað er í bækur Roald Dal í innslaginu hér að ofan. Rætt er við Jakob og farið um víðan völl eins og venjan er. Síðan hefur komið fram að forlagið breska hefur fallið frá áformum um textabreytingar. „Ég held að þetta sé bara óþarfi. Ég skil ekki af hverju við ættum að breyta boðorðunum tíu eða gömlum bókum eins og hér. Þetta er bara minnisvarði um einhvern tíma. Börn síns tíma. Ef fólki mislíkar þetta, getum við hætt að gefa þetta út og hætt að lesa þetta. Síðan er verið að gefa út nóg nýtt. „Ég held að þetta sé bara óþarfi,“ segir Jakob Birgisson um breytingar á texta í bókum Roald Dahl.Vísir/Egill Og ég meina: Eru rithöfundar ekki nógu þunglyndir fyrir? Er þetta ekki nógu þunglynd stétt? Þurfum við að taka þá og murka alveg úr þeim lífið með þessu?“ Vísað var í innslaginu til kafla í bók eftir Roald Dahl þar sem Skjóðu frænku var lýst sem „hvapholda“ í andlitinu, þótt orðið „feitur“ hafi verið tekið út. „Hvapholda“ stendur enn í íslensku útgáfunni í bili, eins og kom fram. Jakob: „Þú veist. Hvapholda er held ég ógeðslegasta lýsing sem ég hef nokkurn tímann heyrt. Mikið ertu hvapholda. Mér líður eins og þú sért að segja bara: Þú ert holdsveikur og ert alveg að fara að deyja, ógeðið þitt.“ Jakob er reglulegur gestur Snorra Mássonar í Íslandi í dag á miðvikudögum.Vísir/Egill Bókmenntir Börn og uppeldi Ísland í dag Tengdar fréttir Varar við breytingum á bókum: „Ef við ætlum að leyfa þetta, hvar endar það?“ Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur og ritlistarkennari við Háskóla Íslands geldur varhug við því að krukkað sé í textum bóka eins og gert hefur verið í tilviki Roald Dahl barnabókahöfundar, en þar hefur verið greint frá víðtækum breytingum á texta í nýjum útgáfum bóka hans í Bretlandi. Rætt er við Rúnar og farið yfir málið í Íslandi í dag hér að ofan. 23. febrúar 2023 08:00 Orðið er frjálst Ég hef í gegnum tíðina haft viðurværi mitt meðal annars af því að starfa við yfirlestur. Í því starfi felst að vinna með höfundum að því að bækur þeirra verði eins góðar og þeir sjá fyrir sér. 22. febrúar 2023 08:57 Roald Dahl og afneitun veruleikans Um síðastliðna helgi bárust af því fregnir að verið væri að endurútgefa bækur barnabókahöfundarins vinsæla, Roald Dahl, með verulega breyttum texta. Dahl er meðal annars höfundur Kalla og súkkulaðiverksmiðjunnar en samnefnt leikrit var sett upp hérlendis fyrir fáum árum. 21. febrúar 2023 11:30 Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Gluggað er í bækur Roald Dal í innslaginu hér að ofan. Rætt er við Jakob og farið um víðan völl eins og venjan er. Síðan hefur komið fram að forlagið breska hefur fallið frá áformum um textabreytingar. „Ég held að þetta sé bara óþarfi. Ég skil ekki af hverju við ættum að breyta boðorðunum tíu eða gömlum bókum eins og hér. Þetta er bara minnisvarði um einhvern tíma. Börn síns tíma. Ef fólki mislíkar þetta, getum við hætt að gefa þetta út og hætt að lesa þetta. Síðan er verið að gefa út nóg nýtt. „Ég held að þetta sé bara óþarfi,“ segir Jakob Birgisson um breytingar á texta í bókum Roald Dahl.Vísir/Egill Og ég meina: Eru rithöfundar ekki nógu þunglyndir fyrir? Er þetta ekki nógu þunglynd stétt? Þurfum við að taka þá og murka alveg úr þeim lífið með þessu?“ Vísað var í innslaginu til kafla í bók eftir Roald Dahl þar sem Skjóðu frænku var lýst sem „hvapholda“ í andlitinu, þótt orðið „feitur“ hafi verið tekið út. „Hvapholda“ stendur enn í íslensku útgáfunni í bili, eins og kom fram. Jakob: „Þú veist. Hvapholda er held ég ógeðslegasta lýsing sem ég hef nokkurn tímann heyrt. Mikið ertu hvapholda. Mér líður eins og þú sért að segja bara: Þú ert holdsveikur og ert alveg að fara að deyja, ógeðið þitt.“ Jakob er reglulegur gestur Snorra Mássonar í Íslandi í dag á miðvikudögum.Vísir/Egill
Bókmenntir Börn og uppeldi Ísland í dag Tengdar fréttir Varar við breytingum á bókum: „Ef við ætlum að leyfa þetta, hvar endar það?“ Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur og ritlistarkennari við Háskóla Íslands geldur varhug við því að krukkað sé í textum bóka eins og gert hefur verið í tilviki Roald Dahl barnabókahöfundar, en þar hefur verið greint frá víðtækum breytingum á texta í nýjum útgáfum bóka hans í Bretlandi. Rætt er við Rúnar og farið yfir málið í Íslandi í dag hér að ofan. 23. febrúar 2023 08:00 Orðið er frjálst Ég hef í gegnum tíðina haft viðurværi mitt meðal annars af því að starfa við yfirlestur. Í því starfi felst að vinna með höfundum að því að bækur þeirra verði eins góðar og þeir sjá fyrir sér. 22. febrúar 2023 08:57 Roald Dahl og afneitun veruleikans Um síðastliðna helgi bárust af því fregnir að verið væri að endurútgefa bækur barnabókahöfundarins vinsæla, Roald Dahl, með verulega breyttum texta. Dahl er meðal annars höfundur Kalla og súkkulaðiverksmiðjunnar en samnefnt leikrit var sett upp hérlendis fyrir fáum árum. 21. febrúar 2023 11:30 Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Varar við breytingum á bókum: „Ef við ætlum að leyfa þetta, hvar endar það?“ Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur og ritlistarkennari við Háskóla Íslands geldur varhug við því að krukkað sé í textum bóka eins og gert hefur verið í tilviki Roald Dahl barnabókahöfundar, en þar hefur verið greint frá víðtækum breytingum á texta í nýjum útgáfum bóka hans í Bretlandi. Rætt er við Rúnar og farið yfir málið í Íslandi í dag hér að ofan. 23. febrúar 2023 08:00
Orðið er frjálst Ég hef í gegnum tíðina haft viðurværi mitt meðal annars af því að starfa við yfirlestur. Í því starfi felst að vinna með höfundum að því að bækur þeirra verði eins góðar og þeir sjá fyrir sér. 22. febrúar 2023 08:57
Roald Dahl og afneitun veruleikans Um síðastliðna helgi bárust af því fregnir að verið væri að endurútgefa bækur barnabókahöfundarins vinsæla, Roald Dahl, með verulega breyttum texta. Dahl er meðal annars höfundur Kalla og súkkulaðiverksmiðjunnar en samnefnt leikrit var sett upp hérlendis fyrir fáum árum. 21. febrúar 2023 11:30