Tveir iðnaðarmenn með brunasár en ekki í lífshættu Samúel Karl Ólason skrifar 23. febrúar 2023 16:29 Reykjarmökkinn mátti sjá úr mikill fjarlægð. Aðsend Nokkrir iðnaðarmenn voru að stöfum í húsnæði Arctic Fish sem brann á Tálknafirði í morgun. Tveir þeirra hlutu brunasár og voru fluttir á sjúkrahús á Patreksfirði. Lögreglan á Vestfjörðum segir að meiðsl þeirra hafi ekki reynst lífshættuleg. Eldurinn varð mjög mikill og var þjóðveginum við húsnæðið lokað vegna mikillar sprengihættu sem myndaðist, þar sem nokkrir gasfylltir gámar eru á svæðinu. Frá vettvangi upp úr hádegi.Aðsend Allt tiltækt slökkvilið í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi var kallað til vegna eldsins og þar að auki fóru sex slökkviliðsmenn á tveimur bílum frá Ísafirði. Björgunarsveitir á sunnanverðum Vestfjörðum aðstoðuðu einnig. „Slökkvistarfið í dag hefur verið krefjandi. En slökkviliðinu tókst að verja nærliggjandi byggingar og tanka. Því er nú að mestu lokið og ástandið orðið tryggt,“ segir í færslu á Facebooksíðu lögreglunnar. Þar segir að rannsóknarlögreglumaður sé kominn á vettvang til að rannsaka eldsvoðann og að Lögreglan á Vestfjörðum muni einnig njóta aðstoðar tæknideildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsóknina. Lögreglan segir ljóst að tjón ið sé mjög mikið. Daníel Jakobsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Arctic Fish, sagði í viðtali við fréttastofu fyrr í dag að húsnæðið ætti að kosta um fjóra milljarða króna. Hér að neðan má sjá fleiri myndir af vettvangi. Miklar skemmdir urðu á húsnæðinu.Aðsend Slökkviliðsmenn að störfum.Aðsend Mikill reykur var inni í húsinu.Aðsend Viðbúnaður slökkviliðs var eðlilega mikill.Aðsend Tálknafjörður Slökkvilið Fiskeldi Bruni hjá Arctic Fish í Tálknafirði Tengdar fréttir Byggingin átti að kosta um fjóra milljarða Gert var ráð fyrir því í kostnaðaráætlun Arctic Fish að byggingin sem brann á Tálknafirði í morgun ætti að kosta um fjóra milljarða króna. Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar fiskeldisfyrirtækisins segir að nákvæmar tölur um tjón liggi ekki fyrir. 23. febrúar 2023 11:47 Tveir á slysadeild eftir eld á Tálknafirði Eldur kviknaði í húsnæði í eigu Arctic Fish í botni Tálknafjarðar í morgun. Svæðið hefur verið rýmt af lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitum. Tveir voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsli. 23. febrúar 2023 10:28 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Sjá meira
Lögreglan á Vestfjörðum segir að meiðsl þeirra hafi ekki reynst lífshættuleg. Eldurinn varð mjög mikill og var þjóðveginum við húsnæðið lokað vegna mikillar sprengihættu sem myndaðist, þar sem nokkrir gasfylltir gámar eru á svæðinu. Frá vettvangi upp úr hádegi.Aðsend Allt tiltækt slökkvilið í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi var kallað til vegna eldsins og þar að auki fóru sex slökkviliðsmenn á tveimur bílum frá Ísafirði. Björgunarsveitir á sunnanverðum Vestfjörðum aðstoðuðu einnig. „Slökkvistarfið í dag hefur verið krefjandi. En slökkviliðinu tókst að verja nærliggjandi byggingar og tanka. Því er nú að mestu lokið og ástandið orðið tryggt,“ segir í færslu á Facebooksíðu lögreglunnar. Þar segir að rannsóknarlögreglumaður sé kominn á vettvang til að rannsaka eldsvoðann og að Lögreglan á Vestfjörðum muni einnig njóta aðstoðar tæknideildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsóknina. Lögreglan segir ljóst að tjón ið sé mjög mikið. Daníel Jakobsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Arctic Fish, sagði í viðtali við fréttastofu fyrr í dag að húsnæðið ætti að kosta um fjóra milljarða króna. Hér að neðan má sjá fleiri myndir af vettvangi. Miklar skemmdir urðu á húsnæðinu.Aðsend Slökkviliðsmenn að störfum.Aðsend Mikill reykur var inni í húsinu.Aðsend Viðbúnaður slökkviliðs var eðlilega mikill.Aðsend
Tálknafjörður Slökkvilið Fiskeldi Bruni hjá Arctic Fish í Tálknafirði Tengdar fréttir Byggingin átti að kosta um fjóra milljarða Gert var ráð fyrir því í kostnaðaráætlun Arctic Fish að byggingin sem brann á Tálknafirði í morgun ætti að kosta um fjóra milljarða króna. Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar fiskeldisfyrirtækisins segir að nákvæmar tölur um tjón liggi ekki fyrir. 23. febrúar 2023 11:47 Tveir á slysadeild eftir eld á Tálknafirði Eldur kviknaði í húsnæði í eigu Arctic Fish í botni Tálknafjarðar í morgun. Svæðið hefur verið rýmt af lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitum. Tveir voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsli. 23. febrúar 2023 10:28 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Sjá meira
Byggingin átti að kosta um fjóra milljarða Gert var ráð fyrir því í kostnaðaráætlun Arctic Fish að byggingin sem brann á Tálknafirði í morgun ætti að kosta um fjóra milljarða króna. Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar fiskeldisfyrirtækisins segir að nákvæmar tölur um tjón liggi ekki fyrir. 23. febrúar 2023 11:47
Tveir á slysadeild eftir eld á Tálknafirði Eldur kviknaði í húsnæði í eigu Arctic Fish í botni Tálknafjarðar í morgun. Svæðið hefur verið rýmt af lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitum. Tveir voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsli. 23. febrúar 2023 10:28