Rodgers hefur lokið hugleiðslunni varðandi framtíð sína Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. febrúar 2023 18:32 Aaron Rodgers fer sínar eigin leiðir. Joshua Bessex/Getty Images Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, í NFL-deildinni var á báðum áttum með hvort hann vildi halda áfram að spila eða hvort það væri tími til kominn að setja skóna á hilluna. Hann lokaði sig inni á hálfgerðu hugleiðslusetri og hefur nú tekið ákvörðun. Þegar tímabilinu í NFL deildinni lauk var framtíð Rodgers eitt af heitustu umræðuefnunum ef frá er tekið meistaralið Kansas City Chiefs. Það styttist í að hinn 39 ára gamli leikstjórnandi leggi skóna á hilluna en til að komast að ákvörðun ákvað hann að skrá sig inn á hugleiðslusetrið Sky Cave Retreats. Þar ætlaði Rodgers að vera í fjóra daga og fjórar nætur en samkvæmt eiganda setursins þá skráði hann sig út eftir aðeins þrjá daga. Dögunum þremur eyddi hann í 28 fermetra herbergi með engri náttúrulegri dagsbirtu. Hann var með rúm, dýnu til að hugleiða og baðherbergi. Þá var komið með mat til hans. Aaron Rodgers has ended his 'darkness retreat' according to the owner of the facility, per @Xuan_Thai pic.twitter.com/6BgNrPS6e1— Bleacher Report (@BleacherReport) February 23, 2023 Enn er óvitað hvort Rodgers ætli að halda áfram eða hvort hann ætli að leggja skóna á hilluna. Reikna má með miklu húllumhæ þegar hann tilkynnir ákvörðun sína. Það sem við vitum er að Rodgers mun þéna 60 milljónir Bandaríkjadala [8,7 milljarðar íslenskra króna] á næstu leiktíð. Ef það fer svo að hann verði áfram í deildinni er alls óvíst hvort hann verði áfram leikmaður Green Bay en liðið virðist tilbúið að losa sig við manninn sem hefur stýrt liðinu síðan 2008. New York Jets hefur áhuga að fá Rodgers í sínar raðir og gæti því verið að hann feti í fótspor forvera síns, Brett Favre. Honum var á sínum tíma skipt til New York Jets eftir að hann ákvað að hætta við að hætta. NFL Tengdar fréttir Endar Brady hjá Patriots og Rodgers hjá Jets? NFL deildin er í fullum gangi um þessar mundir en það stoppar þó ekki spekinga að spá fyrir um hvað gerist að tímabilinu loknu. Í grein The Athletic er því velt upp hvað stórstjörnurnar Tom Brady og Aaron Rodgers munu gera að tímabilinu loknu en möguleikarnir eru nokkrir. 30. nóvember 2022 23:31 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Sjá meira
Þegar tímabilinu í NFL deildinni lauk var framtíð Rodgers eitt af heitustu umræðuefnunum ef frá er tekið meistaralið Kansas City Chiefs. Það styttist í að hinn 39 ára gamli leikstjórnandi leggi skóna á hilluna en til að komast að ákvörðun ákvað hann að skrá sig inn á hugleiðslusetrið Sky Cave Retreats. Þar ætlaði Rodgers að vera í fjóra daga og fjórar nætur en samkvæmt eiganda setursins þá skráði hann sig út eftir aðeins þrjá daga. Dögunum þremur eyddi hann í 28 fermetra herbergi með engri náttúrulegri dagsbirtu. Hann var með rúm, dýnu til að hugleiða og baðherbergi. Þá var komið með mat til hans. Aaron Rodgers has ended his 'darkness retreat' according to the owner of the facility, per @Xuan_Thai pic.twitter.com/6BgNrPS6e1— Bleacher Report (@BleacherReport) February 23, 2023 Enn er óvitað hvort Rodgers ætli að halda áfram eða hvort hann ætli að leggja skóna á hilluna. Reikna má með miklu húllumhæ þegar hann tilkynnir ákvörðun sína. Það sem við vitum er að Rodgers mun þéna 60 milljónir Bandaríkjadala [8,7 milljarðar íslenskra króna] á næstu leiktíð. Ef það fer svo að hann verði áfram í deildinni er alls óvíst hvort hann verði áfram leikmaður Green Bay en liðið virðist tilbúið að losa sig við manninn sem hefur stýrt liðinu síðan 2008. New York Jets hefur áhuga að fá Rodgers í sínar raðir og gæti því verið að hann feti í fótspor forvera síns, Brett Favre. Honum var á sínum tíma skipt til New York Jets eftir að hann ákvað að hætta við að hætta.
NFL Tengdar fréttir Endar Brady hjá Patriots og Rodgers hjá Jets? NFL deildin er í fullum gangi um þessar mundir en það stoppar þó ekki spekinga að spá fyrir um hvað gerist að tímabilinu loknu. Í grein The Athletic er því velt upp hvað stórstjörnurnar Tom Brady og Aaron Rodgers munu gera að tímabilinu loknu en möguleikarnir eru nokkrir. 30. nóvember 2022 23:31 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Sjá meira
Endar Brady hjá Patriots og Rodgers hjá Jets? NFL deildin er í fullum gangi um þessar mundir en það stoppar þó ekki spekinga að spá fyrir um hvað gerist að tímabilinu loknu. Í grein The Athletic er því velt upp hvað stórstjörnurnar Tom Brady og Aaron Rodgers munu gera að tímabilinu loknu en möguleikarnir eru nokkrir. 30. nóvember 2022 23:31