„Erum búnir að smella vel saman fyrir næsta leik“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. febrúar 2023 23:04 Tryggvi Snær Hlinason skorar tvö af sínum þrettán stigum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Tryggvi Snær Hlinason, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, segir að liðið geti tekið margt jákvætt með sér úr tapinu gegn Spánverjum í kvöld í leikinn mikilvæga gegn Georgíumönnum næstkomandi sunnudag. „Þetta var náttúrulega mjög erfiður leikur til að fara í. Þetta er hörkugott lið og þegar þeir setja skotin sín eins og þeir gerðu í kvöld þá er erfitt að stoppa þá,“ sagði Tryggvi Snær eftir leikinn. „En ég held að við höfum verið nokkuð solid varnarlega heilt yfir fyrir utan það að við gáfum of mikið af opnum skotum. En það er margt jákvætt í þessum leik.“ Þrátt fyrir 19 stiga tap náði íslenska liðið oft á tíðum að stríða Spánverjunum, en í þau skipti sem íslenska liðið nálgaðist virtust heimsmeistararnir geta sett í næsta gír og náð aftur upp öruggu forskoti. „Maður var alltaf að vonast til að við myndum ná einu áhlaupi í þriðja eða fjórða leikhluta. En alltaf þegar við náðum smá orku og smá keyrslu okkar megin þá ná þeir að setja tvö erfið og flott skot á móti okkur til að slökkva á okkur og áhorfendunum. Við þurfum áhorfendurna og orkuna til að vinna svona leiki.“ Þá var Tryggvi sammála fyrirliða íslenska liðsins, Ægi Þór Steinarssyni, um að íslenska liðið hafi dottið niður á plan Spánverjana. „Já þeir eru náttúrulega mjög sniðugir og agaðir. Þeir náðu svolítið að hægja á okkur og notuðu öll sín tól til þess að hægja á leiknum sem er ekki beint gott fyrir okkar. Við misstum þetta kannski svolítið niður á þeirra plan og það er kannski það neikvæða við þennan leik.“ „En aftur á móti held ég að það sé margt jákvætt við þennan leik sem við náðum að halda upp á tímabilum í leiknum.“ Meðal þess sem var jákvætt í leik íslenska liðsins var varnarleikurinn og Tryggvi segir að liðið geti klárlega tekið það með sér í leikinn gegn Georgíu á sunnudaginn. „Við nýttum þenna leik í að koma öllum á réttan stað bæði andlega og líkamlega og spila okkur saman. Ég held að við höfum gert það vel og við erum búnir að smella vel saman fyrir næsta leik sem er náttúrulega bara úrslitaleikurinn,“ sagði Tryggvi að lokum. Landslið karla í körfubolta HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir „Við erum fullir sjálfstrausts“ „Tifinningin í leiknum er bara að við duttum á þeirra plan. Þeir eru skipulagðir, vilja spila hægt og lemja á veikleikunum endalaust. Sagði Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir 19 stiga tap gegn Spánverjum í kvöld. 23. febrúar 2023 22:51 „Þurfum að hitta meira en þremur af 26 til að hanga í Spánverjum“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, gat verið nokkuð stoltur af sínu liði þrátt fyrir 19 stiga tap gegn heims- og Evrópumeisturum Spánar í kvöld. 23. febrúar 2023 22:22 Umfjöllun: Ísland - Spánn 61-80 | Fínt veganesti í leikinn mikilvæga Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mátti þola 19 stiga tap er liðið tók á móti heims- og Evrópumeisturum Spánar í undankeppni HM í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 61-80, en íslenska liðið mætir Georgíu ytra í mun mikilvægari leik næstkomandi sunnudag. 23. febrúar 2023 22:32 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira
„Þetta var náttúrulega mjög erfiður leikur til að fara í. Þetta er hörkugott lið og þegar þeir setja skotin sín eins og þeir gerðu í kvöld þá er erfitt að stoppa þá,“ sagði Tryggvi Snær eftir leikinn. „En ég held að við höfum verið nokkuð solid varnarlega heilt yfir fyrir utan það að við gáfum of mikið af opnum skotum. En það er margt jákvætt í þessum leik.“ Þrátt fyrir 19 stiga tap náði íslenska liðið oft á tíðum að stríða Spánverjunum, en í þau skipti sem íslenska liðið nálgaðist virtust heimsmeistararnir geta sett í næsta gír og náð aftur upp öruggu forskoti. „Maður var alltaf að vonast til að við myndum ná einu áhlaupi í þriðja eða fjórða leikhluta. En alltaf þegar við náðum smá orku og smá keyrslu okkar megin þá ná þeir að setja tvö erfið og flott skot á móti okkur til að slökkva á okkur og áhorfendunum. Við þurfum áhorfendurna og orkuna til að vinna svona leiki.“ Þá var Tryggvi sammála fyrirliða íslenska liðsins, Ægi Þór Steinarssyni, um að íslenska liðið hafi dottið niður á plan Spánverjana. „Já þeir eru náttúrulega mjög sniðugir og agaðir. Þeir náðu svolítið að hægja á okkur og notuðu öll sín tól til þess að hægja á leiknum sem er ekki beint gott fyrir okkar. Við misstum þetta kannski svolítið niður á þeirra plan og það er kannski það neikvæða við þennan leik.“ „En aftur á móti held ég að það sé margt jákvætt við þennan leik sem við náðum að halda upp á tímabilum í leiknum.“ Meðal þess sem var jákvætt í leik íslenska liðsins var varnarleikurinn og Tryggvi segir að liðið geti klárlega tekið það með sér í leikinn gegn Georgíu á sunnudaginn. „Við nýttum þenna leik í að koma öllum á réttan stað bæði andlega og líkamlega og spila okkur saman. Ég held að við höfum gert það vel og við erum búnir að smella vel saman fyrir næsta leik sem er náttúrulega bara úrslitaleikurinn,“ sagði Tryggvi að lokum.
Landslið karla í körfubolta HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir „Við erum fullir sjálfstrausts“ „Tifinningin í leiknum er bara að við duttum á þeirra plan. Þeir eru skipulagðir, vilja spila hægt og lemja á veikleikunum endalaust. Sagði Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir 19 stiga tap gegn Spánverjum í kvöld. 23. febrúar 2023 22:51 „Þurfum að hitta meira en þremur af 26 til að hanga í Spánverjum“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, gat verið nokkuð stoltur af sínu liði þrátt fyrir 19 stiga tap gegn heims- og Evrópumeisturum Spánar í kvöld. 23. febrúar 2023 22:22 Umfjöllun: Ísland - Spánn 61-80 | Fínt veganesti í leikinn mikilvæga Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mátti þola 19 stiga tap er liðið tók á móti heims- og Evrópumeisturum Spánar í undankeppni HM í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 61-80, en íslenska liðið mætir Georgíu ytra í mun mikilvægari leik næstkomandi sunnudag. 23. febrúar 2023 22:32 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira
„Við erum fullir sjálfstrausts“ „Tifinningin í leiknum er bara að við duttum á þeirra plan. Þeir eru skipulagðir, vilja spila hægt og lemja á veikleikunum endalaust. Sagði Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir 19 stiga tap gegn Spánverjum í kvöld. 23. febrúar 2023 22:51
„Þurfum að hitta meira en þremur af 26 til að hanga í Spánverjum“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, gat verið nokkuð stoltur af sínu liði þrátt fyrir 19 stiga tap gegn heims- og Evrópumeisturum Spánar í kvöld. 23. febrúar 2023 22:22
Umfjöllun: Ísland - Spánn 61-80 | Fínt veganesti í leikinn mikilvæga Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mátti þola 19 stiga tap er liðið tók á móti heims- og Evrópumeisturum Spánar í undankeppni HM í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 61-80, en íslenska liðið mætir Georgíu ytra í mun mikilvægari leik næstkomandi sunnudag. 23. febrúar 2023 22:32