Meðalbiðtími eftir afplánun rúm tvö ár Jakob Bjarnar skrifar 24. febrúar 2023 14:10 Þorbjörg Sigríður segir biðtíma eftir afplánun ævintýralega langan, miklu lengri en hún hefði getað ímyndað sér. Á því ófremdarástandinu hljóti Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og ríkisstjórnin að bera. Vísir/Arnar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir algert ófremdarástand blasa við í fangelsismálum landsins og á því hljóti ráðherra og ríkisstjórn að bera ábyrgð. Þorbjörgu Sigríði barst í gær svar frá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra við skriflegri fyrirspurn sinni. Þar kemur meðal annars fram að dæmdir menn biðu í meðaltali 2,2 ár frá því þeir voru dæmdir í fangelsi þar til afplánun hófst. Þar kemur jafnframt fram að 279 karlmenn og 38 konur bíði þess að afplána dóma = 317 einstaklingar bíða þess að kallið komi og þeir settir bak við lás og slá. Ævintýralega langur tími í bið eftir afplánun „Mér finnst þessi staða með ólíkindum. Þetta er ævintýralega langur tími,“ segir Þorbjörg Sigríður í samtali við Vísi. Hún bendir á að menn skyldu átta sig á að hér er verið að tala um 2,2 ár en ekki mánuði. „Þessi biðtími er langtum lengri en ég bjóst við og langt umfram það sem má teljast boðlegt. Óboðleg staða með tilliti til tilgangs fangelsisdóma, að teknu tilliti til samfélagslegra hagsmuna og réttinda sakborninga,“ segir þingmaðurinn. Í svari og fyrirspurn kemur einnig fram að Fangelsismálastofnun hefur fengið á sig niðurskurðarkröfu á hverju ári, allt aftur til 2008. Fjallað hefur verið með reglubundnum hætti um þessa stöðu á Vísi að í sumum tilfella hafi dómar hreinlega verið felldir niður, þeir hafa fyrnst. Þorbjörg Sigríður segir þetta sýna svart á hvítu að það ríki fullkomið metnaðarleysi í þessum málaflokki. Ábyrgð ráðherra og ríkisstjórnar blasi við Sem kann í hugum einhverra að skjóta skökku við því ráðamenn í þessum efnum eru oftar en ekki fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem hafa í gegnum tíðina verið tíðrætt um hlutverk ríkisins í að gæta laga og réttar. Má ekki heita sérstakt að þeir séu þá þessir villuráfandi sauðir þegar til kastanna kemur? „Jú. Þetta eru grundvallarmál sem varðar öryggi borgaranna og mannréttindi sakborninga. Það er helst á þér að heyra að þetta snúist ekki einungis um fjármögnun heldur einnig skorti á stefnu; og þá áherslur hvað varðar betrun/refsingu? „Fjármögnunin er stór breyta, eins og sést á stöðugum niðurskurði um margra ára skeið. Hún er svo mikil að hún heggur alvarlega í stoðir Fangelsismálastofnunar. Hér eru dæmdir menn að bíða afplánunar árum saman. Það speglar fullkomið stefnuleysi í málaflokknum. Og á þeirri stöðu ber ráðherra og ríkisstjórnin ábyrgð,“ segir Þorbjörg Sigríður. Alþingi Fangelsismál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Sjá meira
Þorbjörgu Sigríði barst í gær svar frá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra við skriflegri fyrirspurn sinni. Þar kemur meðal annars fram að dæmdir menn biðu í meðaltali 2,2 ár frá því þeir voru dæmdir í fangelsi þar til afplánun hófst. Þar kemur jafnframt fram að 279 karlmenn og 38 konur bíði þess að afplána dóma = 317 einstaklingar bíða þess að kallið komi og þeir settir bak við lás og slá. Ævintýralega langur tími í bið eftir afplánun „Mér finnst þessi staða með ólíkindum. Þetta er ævintýralega langur tími,“ segir Þorbjörg Sigríður í samtali við Vísi. Hún bendir á að menn skyldu átta sig á að hér er verið að tala um 2,2 ár en ekki mánuði. „Þessi biðtími er langtum lengri en ég bjóst við og langt umfram það sem má teljast boðlegt. Óboðleg staða með tilliti til tilgangs fangelsisdóma, að teknu tilliti til samfélagslegra hagsmuna og réttinda sakborninga,“ segir þingmaðurinn. Í svari og fyrirspurn kemur einnig fram að Fangelsismálastofnun hefur fengið á sig niðurskurðarkröfu á hverju ári, allt aftur til 2008. Fjallað hefur verið með reglubundnum hætti um þessa stöðu á Vísi að í sumum tilfella hafi dómar hreinlega verið felldir niður, þeir hafa fyrnst. Þorbjörg Sigríður segir þetta sýna svart á hvítu að það ríki fullkomið metnaðarleysi í þessum málaflokki. Ábyrgð ráðherra og ríkisstjórnar blasi við Sem kann í hugum einhverra að skjóta skökku við því ráðamenn í þessum efnum eru oftar en ekki fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem hafa í gegnum tíðina verið tíðrætt um hlutverk ríkisins í að gæta laga og réttar. Má ekki heita sérstakt að þeir séu þá þessir villuráfandi sauðir þegar til kastanna kemur? „Jú. Þetta eru grundvallarmál sem varðar öryggi borgaranna og mannréttindi sakborninga. Það er helst á þér að heyra að þetta snúist ekki einungis um fjármögnun heldur einnig skorti á stefnu; og þá áherslur hvað varðar betrun/refsingu? „Fjármögnunin er stór breyta, eins og sést á stöðugum niðurskurði um margra ára skeið. Hún er svo mikil að hún heggur alvarlega í stoðir Fangelsismálastofnunar. Hér eru dæmdir menn að bíða afplánunar árum saman. Það speglar fullkomið stefnuleysi í málaflokknum. Og á þeirri stöðu ber ráðherra og ríkisstjórnin ábyrgð,“ segir Þorbjörg Sigríður.
Alþingi Fangelsismál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent