Hætta við að breyta bókunum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. febrúar 2023 07:00 Breytingar á texta í bókum Roald Dahl hafa vakið mjög misjöfn viðbrögð. Vísir/Einar Bókaútgáfa hefur ákveðið að halda áfram að prenta upprunalegar bækur Roalds Dahl samhliða breyttum útgáfum. Til stóð að gera víðtækar og varanlegar breytingar á texta sem kynni að reynast meiðandi fyrir einn eða annan minnihlutahóp. Í Kalla og súkkulaðiverksmiðjunni hafði orðið „feitur” – á ensku fat – til dæmis sums staðar verið tekið út. Annars staðar breytt hafði því verið breytt í „risavaxinn” (e. enormous). Oompa Loomparnir í sömu bók voru orðnir kynhlutlausir. Hlustuðu á gagnrýnisraddir AP fréttaveitan greinir frá því að bókaútgáfan hafi, í kjölfar gagnrýninnar, ákveðið að prenta bækur í upprunalegri útgáfu samhliða þeim nýju. Bókaútgáfan hafði ráðið til sín sérstaka næmnishöfunda til að breyta og endurskrifa texta sem rithöfundar á borð við Salman Rushdie höfðu kallað „fáránlega ritskoðun“. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands mótmælti breytingunum einnig. „Við hlustuðum á gagnrýnisraddir sem minntu okkur á þau ótrúlegu áhrif sem bækur Roalds Dahl hafa haft. Og áttum okkur á því að mikilvægt er að halda í upprunalega textann. Stóra spurningin stendur enn eftir; um hvernig hægt sé að halda uppi heiðri eldri bóka – en í takt við nútímann.“ „Hvar endar það?“ Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur og ritlistakennari við Háskóla Íslands ræddi málið í Íslandi í dag fyrr í vikunni þar sem hann sagði vafasamt að fara í texta rithöfunda: „Við sjáum á þessum breytingum þarna að það er verið að koma með nýjar hugmyndir inn í verkið... Ef við ætlum að leyfa þetta, hvar endar það?“ Hann benti á að sálfræðin segi okkur að vandamálin og hið illa í lífinu sé til að horfast í augu við það og takast á við það, en ekki snúa sér í hina áttina og útiloka hugmyndirnar. Sú sé tilhneigingin nú um mundir með viðvörunum hvers konar við ýmsu efni (e. trigger warning). „Ég held að þetta sé ekki það sem við þurfum. Og að þetta hjálpi ekki sagnagerð almennt. Sagnagerð gengur almennt út á einhvers konar togstreitu. Ef við ætlum að taka illmennið út, svo við tölum bara einfalt mál, hvernig verða sögur? Fletjast þær ekki út? Það þarf alltaf einhverja togstreitu í sagnagerð. Ég sé ekki fyrir mér að þetta sé leiðin sem við þurfum að fara; að bara stinga höfðinu í sandinn,” sagði Rúnar. Bókmenntir Ísland í dag Höfundarréttur Tengdar fréttir Roald Dahl og afneitun veruleikans Um síðastliðna helgi bárust af því fregnir að verið væri að endurútgefa bækur barnabókahöfundarins vinsæla, Roald Dahl, með verulega breyttum texta. Dahl er meðal annars höfundur Kalla og súkkulaðiverksmiðjunnar en samnefnt leikrit var sett upp hérlendis fyrir fáum árum. 21. febrúar 2023 11:30 Orðið er frjálst Ég hef í gegnum tíðina haft viðurværi mitt meðal annars af því að starfa við yfirlestur. Í því starfi felst að vinna með höfundum að því að bækur þeirra verði eins góðar og þeir sjá fyrir sér. 22. febrúar 2023 08:57 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sjá meira
Í Kalla og súkkulaðiverksmiðjunni hafði orðið „feitur” – á ensku fat – til dæmis sums staðar verið tekið út. Annars staðar breytt hafði því verið breytt í „risavaxinn” (e. enormous). Oompa Loomparnir í sömu bók voru orðnir kynhlutlausir. Hlustuðu á gagnrýnisraddir AP fréttaveitan greinir frá því að bókaútgáfan hafi, í kjölfar gagnrýninnar, ákveðið að prenta bækur í upprunalegri útgáfu samhliða þeim nýju. Bókaútgáfan hafði ráðið til sín sérstaka næmnishöfunda til að breyta og endurskrifa texta sem rithöfundar á borð við Salman Rushdie höfðu kallað „fáránlega ritskoðun“. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands mótmælti breytingunum einnig. „Við hlustuðum á gagnrýnisraddir sem minntu okkur á þau ótrúlegu áhrif sem bækur Roalds Dahl hafa haft. Og áttum okkur á því að mikilvægt er að halda í upprunalega textann. Stóra spurningin stendur enn eftir; um hvernig hægt sé að halda uppi heiðri eldri bóka – en í takt við nútímann.“ „Hvar endar það?“ Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur og ritlistakennari við Háskóla Íslands ræddi málið í Íslandi í dag fyrr í vikunni þar sem hann sagði vafasamt að fara í texta rithöfunda: „Við sjáum á þessum breytingum þarna að það er verið að koma með nýjar hugmyndir inn í verkið... Ef við ætlum að leyfa þetta, hvar endar það?“ Hann benti á að sálfræðin segi okkur að vandamálin og hið illa í lífinu sé til að horfast í augu við það og takast á við það, en ekki snúa sér í hina áttina og útiloka hugmyndirnar. Sú sé tilhneigingin nú um mundir með viðvörunum hvers konar við ýmsu efni (e. trigger warning). „Ég held að þetta sé ekki það sem við þurfum. Og að þetta hjálpi ekki sagnagerð almennt. Sagnagerð gengur almennt út á einhvers konar togstreitu. Ef við ætlum að taka illmennið út, svo við tölum bara einfalt mál, hvernig verða sögur? Fletjast þær ekki út? Það þarf alltaf einhverja togstreitu í sagnagerð. Ég sé ekki fyrir mér að þetta sé leiðin sem við þurfum að fara; að bara stinga höfðinu í sandinn,” sagði Rúnar.
Bókmenntir Ísland í dag Höfundarréttur Tengdar fréttir Roald Dahl og afneitun veruleikans Um síðastliðna helgi bárust af því fregnir að verið væri að endurútgefa bækur barnabókahöfundarins vinsæla, Roald Dahl, með verulega breyttum texta. Dahl er meðal annars höfundur Kalla og súkkulaðiverksmiðjunnar en samnefnt leikrit var sett upp hérlendis fyrir fáum árum. 21. febrúar 2023 11:30 Orðið er frjálst Ég hef í gegnum tíðina haft viðurværi mitt meðal annars af því að starfa við yfirlestur. Í því starfi felst að vinna með höfundum að því að bækur þeirra verði eins góðar og þeir sjá fyrir sér. 22. febrúar 2023 08:57 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sjá meira
Roald Dahl og afneitun veruleikans Um síðastliðna helgi bárust af því fregnir að verið væri að endurútgefa bækur barnabókahöfundarins vinsæla, Roald Dahl, með verulega breyttum texta. Dahl er meðal annars höfundur Kalla og súkkulaðiverksmiðjunnar en samnefnt leikrit var sett upp hérlendis fyrir fáum árum. 21. febrúar 2023 11:30
Orðið er frjálst Ég hef í gegnum tíðina haft viðurværi mitt meðal annars af því að starfa við yfirlestur. Í því starfi felst að vinna með höfundum að því að bækur þeirra verði eins góðar og þeir sjá fyrir sér. 22. febrúar 2023 08:57