Metdagur í gær en tuttugu metrar í kortunum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. febrúar 2023 17:56 Um 2.500 manns voru á svæðinu í gær á stærsta degi vetrarins. Vísir/Tryggvi Metfjöldi heimsótti Hlíðarfjall á Akureyri í gær. Vetrarfrí í skólum standa yfir og höfðu fjölmargir skíðaáhugamenn lagt leið sína norður. Hvessa tók í dag og loka þurfti skíðasvæðinu snemma. Gert er ráð fyrir áframhaldandi suðvestanátt á morgun. „Það voru 2.500 manns sem voru í gær í fjallinu þannig að það hefur verið stærsti dagurinn hingað til – svona „páskadagur“ má segja. Það var rosalega lítill vindur, gott færi og gott veður. Þannig að það var frábær dagur í gær. Og maður vonaði að þetta yrði til friðs í dag en þetta er búinn að vera lægðavetur,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður skíðasvæðisins í samtali við Vísi. Nóg af snjó en mætti kólna Nokkuð hlýtt hefur verið á svæðinu, á bilinu fimm til sjö gráður, en Brynjar Helgi segir að nóg sé af snjó. Farið hafi verið í snjóframleiðslu í liðinni viku en hann vonar hins vegar að það fari aðeins að kólna. Vindurinn hefur hins vegar leikið skíðafólk grátt. Brynjar Helgi segir að gera megi ráð fyrir því að lokað verði á morgun vegna veðurs. Staðan verði að sjálfsögðu metin jafnóðum. Í dag var opið frá klukkan tíu til tólf. „Það eru áframhaldandi tuttugu metrar plús á sekúndu og suðvestan áfram. Það verður erfitt að sjá hvernig þetta á eftir að fara á morgun. Við förum upp eftir á morgun og skoðum aðstæður. Ef það eru fimm til tíu metrar á sekúndu þá reynum við að opna einhverjar lyftur. En svo sjáum við alltaf til hvernig þetta þróast.“ Til hvaða bragðs eiga skíðaáhugamenn að taka? „Skoða svæðin í kring; skoða Dalvík, skoða Siglufjörð. Það er oft skaplegt veður á svæðum í kring þó það sé suðvestan hjá okkur. En svo er það líka að bíða og sjá – fylgjast með upplýsingum í fyrramálið,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. Veður Akureyri Skíðasvæði Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Sjá meira
„Það voru 2.500 manns sem voru í gær í fjallinu þannig að það hefur verið stærsti dagurinn hingað til – svona „páskadagur“ má segja. Það var rosalega lítill vindur, gott færi og gott veður. Þannig að það var frábær dagur í gær. Og maður vonaði að þetta yrði til friðs í dag en þetta er búinn að vera lægðavetur,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður skíðasvæðisins í samtali við Vísi. Nóg af snjó en mætti kólna Nokkuð hlýtt hefur verið á svæðinu, á bilinu fimm til sjö gráður, en Brynjar Helgi segir að nóg sé af snjó. Farið hafi verið í snjóframleiðslu í liðinni viku en hann vonar hins vegar að það fari aðeins að kólna. Vindurinn hefur hins vegar leikið skíðafólk grátt. Brynjar Helgi segir að gera megi ráð fyrir því að lokað verði á morgun vegna veðurs. Staðan verði að sjálfsögðu metin jafnóðum. Í dag var opið frá klukkan tíu til tólf. „Það eru áframhaldandi tuttugu metrar plús á sekúndu og suðvestan áfram. Það verður erfitt að sjá hvernig þetta á eftir að fara á morgun. Við förum upp eftir á morgun og skoðum aðstæður. Ef það eru fimm til tíu metrar á sekúndu þá reynum við að opna einhverjar lyftur. En svo sjáum við alltaf til hvernig þetta þróast.“ Til hvaða bragðs eiga skíðaáhugamenn að taka? „Skoða svæðin í kring; skoða Dalvík, skoða Siglufjörð. Það er oft skaplegt veður á svæðum í kring þó það sé suðvestan hjá okkur. En svo er það líka að bíða og sjá – fylgjast með upplýsingum í fyrramálið,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli.
Veður Akureyri Skíðasvæði Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Sjá meira