Fótbolti

Inter tapaði og forysta Napoli áfram átján stig

Smári Jökull Jónsson skrifar
Lautaro Martinez tókst ekki að skora fyrir Inter í dag.
Lautaro Martinez tókst ekki að skora fyrir Inter í dag. Vísir/Getty

Inter tapaði fyrir Bologna á útivelli í Serie A deildinni á Ítalíu í dag. Forysta Napoli á toppnum er átján stig og barátta liðanna í efri hlutanum snýst um sæti í Evrópu á næsta tímabili.

Napoli vann enn einn sigurinn í Serie A í gær þegar liðið lagði Empoli á útivelli 2-0. Þeir juku þá forystu sína í átján stig en Inter hafði möguleika á að minnka þá forystu þegar þeir mættu Bologna í dag.

Það tókst hins vegar ekki. Leikurinn var markalaus lengi vel en á 76.mínútu skoraði Riccardo Orsolini eina mark leiksins og tryggði Bologna þrjú miklilvæg stig en liðið er að eltast við Evrópusæti.

Tap Inter þýðir að forysta Napoli er áfram átján stig og eiga þeir Ítalíumeistaratitilinn næsta vísan. Inter er með 47 stig í öðru sæti deildarinnar en Roma og Milan eru jöfn að stigum í þriðja sæti með 44 stig. Lazio er í fimmta sæti með 42 stig og Atalanta í því sjötta með 41 stig.

Baráttan um sæti í Meistaradeildinni verður því hörð en fjögur lið fá sæti í riðlakeppni næsta tímabils.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×