Sakar SA um gerræði og boðar aðgerðir gegn verkbanni Kjartan Kjartansson skrifar 27. febrúar 2023 07:00 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vandar Samtökum atvinnulifsins ekki kveðjurnar í grein á Vísi. Í forgrunni er Halldór Benjamín Þorbergson, framkvæmdastjóri SA. Vísir/Arnar Formaður Eflingar sakar Samtök atvinnulífsins um gerræðislegar hótanir með verkbanni á félagsmenn þess. Efling ætlar að boða til aðgerða til að mótmæla verkbanninu þegar það tekur gildi á fimmtudag. Aðildarfélög samþykktu verkbann á fleiri en 20.000 félaga í Eflingu í síðustu viku. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði það neyðarúrræði til að bregðast við harðandi verkfallsaðgerðum Eflingar og áhugaleysi um að semja. Í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, að í verkbanninu felist hótun um að félagsmenn verði sviptir launum frá og með fimmtudeginum. „Áhrifamáttur þessarar aðgerðar er mikill af einfaldri ástæðu: fólk sem getur vart lifað af launum sínum getur augljóslega ekki lifað án þeirra. Samtök atvinnulífsins stóla á að það sé auðveldara að svelta fólk sem býr þegar við hungurmörk til hlýðni.“ skrifar Sólveig Anna. Verkbannið snúist raunverulega um að sýna Eflingu og öðrum stéttarfélögum og stjórnvöldum hver ráði. „Með því að taka lífsviðurværið af 20.000 fjölskyldum ætla Samtök atvinnulífsins að sýna hverjir það eru sem halda um tauma ógnarstjórnar á íslenskum vinnumarkaði.“ segir formaðurinn. Spili sig sem einræðisherra Samtök atvinnulífsins hafi reynt að spila sig sem „einræðisherra hins íslenska vinnumarkaðar“ sem láti eins og öllum sé skylt að framfylgja „gerræðislegum hótunum þeirra“, jafnvel atvinnurekendur sem standi utan samtakanna. „Efling mun aldrei gefast upp fyrir ofbeldi og ógnarstjórn. Efling fordæmir verkbann Samtaka atvinnulífsins og mun berjast gegn því af alefli,“ skrifar Sólveig Anna. Boðar hún aðgerðir í hádeginu á fimmtudag þegar verkbannið hefst. Öllum þeim sem lenda í verkbanninu sé boðið að taka þátt í þeim. „Sterkasta afl verkafólks er fjöldinn og samstaðan og félagið mun sýna þann styrk í verki í baráttu gegn verkbanninu á næstu vikum,“ segir hún. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Aðildarfélög samþykktu verkbann á fleiri en 20.000 félaga í Eflingu í síðustu viku. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði það neyðarúrræði til að bregðast við harðandi verkfallsaðgerðum Eflingar og áhugaleysi um að semja. Í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, að í verkbanninu felist hótun um að félagsmenn verði sviptir launum frá og með fimmtudeginum. „Áhrifamáttur þessarar aðgerðar er mikill af einfaldri ástæðu: fólk sem getur vart lifað af launum sínum getur augljóslega ekki lifað án þeirra. Samtök atvinnulífsins stóla á að það sé auðveldara að svelta fólk sem býr þegar við hungurmörk til hlýðni.“ skrifar Sólveig Anna. Verkbannið snúist raunverulega um að sýna Eflingu og öðrum stéttarfélögum og stjórnvöldum hver ráði. „Með því að taka lífsviðurværið af 20.000 fjölskyldum ætla Samtök atvinnulífsins að sýna hverjir það eru sem halda um tauma ógnarstjórnar á íslenskum vinnumarkaði.“ segir formaðurinn. Spili sig sem einræðisherra Samtök atvinnulífsins hafi reynt að spila sig sem „einræðisherra hins íslenska vinnumarkaðar“ sem láti eins og öllum sé skylt að framfylgja „gerræðislegum hótunum þeirra“, jafnvel atvinnurekendur sem standi utan samtakanna. „Efling mun aldrei gefast upp fyrir ofbeldi og ógnarstjórn. Efling fordæmir verkbann Samtaka atvinnulífsins og mun berjast gegn því af alefli,“ skrifar Sólveig Anna. Boðar hún aðgerðir í hádeginu á fimmtudag þegar verkbannið hefst. Öllum þeim sem lenda í verkbanninu sé boðið að taka þátt í þeim. „Sterkasta afl verkafólks er fjöldinn og samstaðan og félagið mun sýna þann styrk í verki í baráttu gegn verkbanninu á næstu vikum,“ segir hún.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira