Landtökumenn skutu mann og brenndu bíla og hús Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2023 15:06 Óeirðarseggir kveiktu í bílum og húsum í Huwara og einn var skotinn til bana. AP/Majdi Mohammed Minnst einn Palestínumaður er látinn eftir að múgur ísraelskra landtökumanna brenndu fjölda húsa og bíla í þorpinu Huwara á Vesturbakkanum í gærkvöldi. Minnst hundrað eru sagðir særðir en múgurinn myndaðist eftir að byssumaður skaut tvo landtökumenn til bana við nærliggjandi þjóðveg. Talsmenn ísraelska hersins segir að byssumannsins sé enn leitað en hann skaut bræðurna Hillel Yaniv (22) og Yagel Yaniv (20) til bana, samkvæmt frétt BBC. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni en árásarmaðurinn er sagður hafa verið klæddur bol merktum samtökum frá Nablus. Hinn 37 ára gamli Sameh Aqtash var skotinn til bana í óeirðunum í gær. Times of Israel segir að hópur ísraelskra öfgamanna hafi dreift veggspjaldi í kjölfar morðs bræðranna, þar sem kallað hafi verið eftir hefndum. Boðað var til mótmæla í Huwara og áttu mótmælendur í kjölfarið að mótmæla í borginni Nablus eða „borg morðingjanna“ eins og stóð á veggspjaldinu. Í samantekt miðilsins segir mótmælendur hafi fljótt byrjað að brenna hús í Huwara og að herinn hafi brugðist hægt og illa við. Of fáir hermenn hafi verið sendir til bæjarins og er útlit fyrir að óeirðirnar hafi komið hermönnum á óvart. Ráðherrar í felum Þá hafi ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Benjamíns Netanjahús svo gott sem horfið af sjónarsviðinu í kjölfari óeirðanna. Einn þeirra, Bezalel Smotrich, ráðherra í varnarmálaráðuneytinu sem kemur að svokölluðum landnemabyggðum, tjáði sig á Twitter löngu eftir óeirðirnar. Þá sagði hann þó lítið um óeirðirnar sjálfar. Hann Smotrich sagðist skilja hina miklu sorg eftir morðið á bræðrunum og kallaði eftir því að fólk tæki lögin ekki í eigin hendur. Þá hét hann viðbrögðum við dauða bræðranna. Skömmu áður hafði hann sett „Like“ við tillögu embættismanns um að „þurrka ætti út“ þorpið Huawara. Itamar Ben Gvir, nýr þjóðaröryggisráðherra Ísraels, hefur ekkert tjáð sig og enginn fjölmiðlamaður hafði náð í hann þegar grein Times of Israel var birt í dag. Engar upplýsingar liggja fyrir um hvort hann hafi gefið lögreglunni eða hernum einhverjar skipanir vegna óeirðanna og ef svo er hvaða skipanir það hafi verið. Hermenn hafa verið sakaðir um að hafa aðstoða landtökufólkið. . . , 15 , , , . . . pic.twitter.com/paNAzwHD3Y— (@ohadh1) February 26, 2023 Minnst sextíu Palestínumenn hafa verið skotnir til bana af öryggissveitum Ísraels á þessu ári og þar á meðal eru bæði vígamenn og óbreyttir borgarar. Þrettán Ísraelsmenn hafa fallið í árásum á árinu, þar af tólf óbreyttir borgarar og einn lögregluþjónn. Ísrael Palestína Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Talsmenn ísraelska hersins segir að byssumannsins sé enn leitað en hann skaut bræðurna Hillel Yaniv (22) og Yagel Yaniv (20) til bana, samkvæmt frétt BBC. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni en árásarmaðurinn er sagður hafa verið klæddur bol merktum samtökum frá Nablus. Hinn 37 ára gamli Sameh Aqtash var skotinn til bana í óeirðunum í gær. Times of Israel segir að hópur ísraelskra öfgamanna hafi dreift veggspjaldi í kjölfar morðs bræðranna, þar sem kallað hafi verið eftir hefndum. Boðað var til mótmæla í Huwara og áttu mótmælendur í kjölfarið að mótmæla í borginni Nablus eða „borg morðingjanna“ eins og stóð á veggspjaldinu. Í samantekt miðilsins segir mótmælendur hafi fljótt byrjað að brenna hús í Huwara og að herinn hafi brugðist hægt og illa við. Of fáir hermenn hafi verið sendir til bæjarins og er útlit fyrir að óeirðirnar hafi komið hermönnum á óvart. Ráðherrar í felum Þá hafi ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Benjamíns Netanjahús svo gott sem horfið af sjónarsviðinu í kjölfari óeirðanna. Einn þeirra, Bezalel Smotrich, ráðherra í varnarmálaráðuneytinu sem kemur að svokölluðum landnemabyggðum, tjáði sig á Twitter löngu eftir óeirðirnar. Þá sagði hann þó lítið um óeirðirnar sjálfar. Hann Smotrich sagðist skilja hina miklu sorg eftir morðið á bræðrunum og kallaði eftir því að fólk tæki lögin ekki í eigin hendur. Þá hét hann viðbrögðum við dauða bræðranna. Skömmu áður hafði hann sett „Like“ við tillögu embættismanns um að „þurrka ætti út“ þorpið Huawara. Itamar Ben Gvir, nýr þjóðaröryggisráðherra Ísraels, hefur ekkert tjáð sig og enginn fjölmiðlamaður hafði náð í hann þegar grein Times of Israel var birt í dag. Engar upplýsingar liggja fyrir um hvort hann hafi gefið lögreglunni eða hernum einhverjar skipanir vegna óeirðanna og ef svo er hvaða skipanir það hafi verið. Hermenn hafa verið sakaðir um að hafa aðstoða landtökufólkið. . . , 15 , , , . . . pic.twitter.com/paNAzwHD3Y— (@ohadh1) February 26, 2023 Minnst sextíu Palestínumenn hafa verið skotnir til bana af öryggissveitum Ísraels á þessu ári og þar á meðal eru bæði vígamenn og óbreyttir borgarar. Þrettán Ísraelsmenn hafa fallið í árásum á árinu, þar af tólf óbreyttir borgarar og einn lögregluþjónn.
Ísrael Palestína Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira