Fjórir tímar dugðu ekki og óvíst hvenær næsti fundur er Bjarki Sigurðsson skrifar 28. febrúar 2023 06:31 Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilu Eflingar og SA, hefur ekki lagt fram nýja miðlunartillögu eins og er. Vísir/Vilhelm Fundi Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) í Karphúsinu í gærkvöldi lauk rétt eftir miðnætti. Engin niðurstaða náðist, engin miðlunartillaga er í sjónmáli og óvíst er hvenær næsti fundur fer fram. Ríkissáttasemjari leggst nú undir feld að nýju. Í gær boðaði Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilunni, til fundar en hann sagði í samtali við fréttastofu að efni fundarins væri mögulega ný miðlunartillaga. Í kjölfar þess frestaði SA verkbanni sínu um fjóra daga en það átti að hefjast á fimmtudaginn í þessari viku. Fulltrúar stéttarfélagsins Eflingar og SA mættu í húsakynni ríkissáttasemjara í Borgartúni í gærkvöldi upp úr klukkan átta. Búist var við löngum fundi og sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, að um væri að ræða algjöra úrslitastund í deilunni. Líkt og venjulega þegar jafnt er í úrslitaleikjum þá þarf að framlengja í deilunni því engin niðurstaða náðist á þessum rúmu fjóru tímum. Fundi lauk klukkan hálf eitt í nótt án niðurstöðu og sett var á fjölmiðlabann. Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilunni, mun nú leggjast undir feld að nýju og hugsa málið að sögn Elísabetar Ólafsdóttur, varasáttasemjara. Engin miðlunartillaga var lögð fram en fundurinn var nýttur til þess að reyna að finna flöt til þess að leggja hana fram. Tillagan sjálf er ekki tilbúin. Í samtali við mbl.is segir Ástráður að deiluaðilar hafi í fjóra tíma átt samræður við sig, hvor í sínu lagi. Ástráður segir það muni koma í ljós bráðlega hvort ný tillaga verði yfir höfuð lögð fram en hann mun ekki gera það nema hann telji einhverjar líkur á því að hún verði samþykkt af báðum deiluaðilum. Hann ætlar að tryggja að ekki komi upp svipuð vandamál og með miðlunartillögu forvera hans, Aðalsteins Leifssonar, en Efling neitaði að afhenda kjörskrá sína til þess að hægt væri að greiða atkvæði um hana. „Það er eitt af því sem þarf auðvitað að tryggja að verði ekki vandamál. Eins og staðan er núna, og miðað við þá stöðu sem málið er í, þá þarf auðvitað sáttasemjarinn að hafa einhverja vissu fyrir því að hann fái aðilana til þess að taka slíka tillögu til afgreiðslu,“ segir Ástráður við mbl.is. Búið er að setja á fjölmiðlabann í deilunni og hafa deiluaðilar verið beðnir um að ræða ekki í fjölmiðlum hvað kom fram á fundinum. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Sjá meira
Í gær boðaði Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilunni, til fundar en hann sagði í samtali við fréttastofu að efni fundarins væri mögulega ný miðlunartillaga. Í kjölfar þess frestaði SA verkbanni sínu um fjóra daga en það átti að hefjast á fimmtudaginn í þessari viku. Fulltrúar stéttarfélagsins Eflingar og SA mættu í húsakynni ríkissáttasemjara í Borgartúni í gærkvöldi upp úr klukkan átta. Búist var við löngum fundi og sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, að um væri að ræða algjöra úrslitastund í deilunni. Líkt og venjulega þegar jafnt er í úrslitaleikjum þá þarf að framlengja í deilunni því engin niðurstaða náðist á þessum rúmu fjóru tímum. Fundi lauk klukkan hálf eitt í nótt án niðurstöðu og sett var á fjölmiðlabann. Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilunni, mun nú leggjast undir feld að nýju og hugsa málið að sögn Elísabetar Ólafsdóttur, varasáttasemjara. Engin miðlunartillaga var lögð fram en fundurinn var nýttur til þess að reyna að finna flöt til þess að leggja hana fram. Tillagan sjálf er ekki tilbúin. Í samtali við mbl.is segir Ástráður að deiluaðilar hafi í fjóra tíma átt samræður við sig, hvor í sínu lagi. Ástráður segir það muni koma í ljós bráðlega hvort ný tillaga verði yfir höfuð lögð fram en hann mun ekki gera það nema hann telji einhverjar líkur á því að hún verði samþykkt af báðum deiluaðilum. Hann ætlar að tryggja að ekki komi upp svipuð vandamál og með miðlunartillögu forvera hans, Aðalsteins Leifssonar, en Efling neitaði að afhenda kjörskrá sína til þess að hægt væri að greiða atkvæði um hana. „Það er eitt af því sem þarf auðvitað að tryggja að verði ekki vandamál. Eins og staðan er núna, og miðað við þá stöðu sem málið er í, þá þarf auðvitað sáttasemjarinn að hafa einhverja vissu fyrir því að hann fái aðilana til þess að taka slíka tillögu til afgreiðslu,“ segir Ástráður við mbl.is. Búið er að setja á fjölmiðlabann í deilunni og hafa deiluaðilar verið beðnir um að ræða ekki í fjölmiðlum hvað kom fram á fundinum.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Sjá meira