Ógöngur félagsins byrjuðu á Old Trafford þegar liðið datt út úr Evrópudeildinni á móti Manchester United þrátt fyrir að komast yfir í leiknum.
Þær héldu áfram þegar liðið tapaði óvænt 1-0 á móti Almeria sem var eitt af neðstu liðum deildarinnar.
Til að gera vonda viku enn verri þá meiddist framherjinn Robert Lewandowski í tapinu á móti Almeria.
Lewandowski tognaði aftan í læri og mun örugglega missa af leiknum á móti Real Madrid í undanúrslitum spænska bikarsins á fimmtudagskvöldið.
Þetta er fyrri leikur liðanna og liðið mun sakna síns langbesta framherja.
Breiddin er líka ekki mikil fram á við því Pólverjinn er eini hreinræktaði framherji liðsins eftir að Börsungar leyfðu þeim Pierre-Emerick Aubameyang og Memphis Depay að fara.
Pedri og Ousmane Dembele eru líka að glíma við meiðsli og útlitið er ekki alltof bjart fyrir Xavi og lærisveina hans.