Fann verðmæti í kassa sem átti að fara í Góða hirðinn Máni Snær Þorláksson skrifar 28. febrúar 2023 22:35 Fólkið ætlaði að fara með verðmætin í Góða hirðinn. Vísir/Sigurjón Sigurður Helgi Pálmason, matsmaður og annar stjórnenda þáttarins Fyrir alla muni, hefur hjálpað fólki að finna verðmætar eigur, til dæmis í dánarbúum. Dæmi séu um að fólk geri sér ekki grein fyrir verðmætum sem leynast á heimilum og losi sig því við þau. Rætt var við Sigurð Helga í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Sigurður Helgi segir að nokkrir aðilar, hann sjálfur þar með talinn, hafi tekið það að sér að aðstoða fólk við að meta verðmæti hluta, til dæmis í dánarbúum. „Þegar kemur að svona eins og með dánarbú, þegar fólk situr kannski með heilt einbýlishús og það veit í raun og veru ekkert hvar það á að byrja, þá eru nokkrir aðilar sem hafa tekið að sér að koma inn og reyna að aðstoða fólk við að hafa einhverja yfirsýn. Vegna þess að þetta getur verið svo ofboðslega mikið. Það sem við erum að reyna að koma í veg fyrir er að fólk hendi verðmætum hlutum eða gefi þá.“ Sigurður Helgi er þá spurður hvort Íslendingar séu gjarnir á að henda hlutum án þess að hugsa út í verðmæti þeirra. „Ég held að þetta hafi svolítið breyst,“ segir hann við því. „Fólk hélt betur utan um hlutina að mínu mati hér áður fyrr, fólk nýtti hluti betur. En mín kynslóð, við erum svolítil svona IKEA kynslóð, förum og kaupum nýtt og hendum því sem er gamalt. Kannski er líka notagildið á hlutunum öðruvísi en það var.“ Mismunandi hvers konar hlutir eru verðmætir Aðspurður um það í hvaða hlutum verðmætin liggja oftast segir Sigurður Helgi að það sé mjög mismunandi. „Þetta er alls konar. Það er það sem við sjáum svolítið,“ segir hann. „Þegar ég kem heim til fólks þá er það oft þetta sem fólk heldur að sé mjög verðmætt, það er ekki það sem við erum að leita að. Það er til ofboðslega mikið af gömlum saumavélum sem amma átti og það var Biblía á hverju einasta heimili.“ Sigurður Helgi segir að fólk átti sig kannski ekki á því hvaða hlutir það eru sem geta verið verðmætir. Hann nefnir Montblanc penna og gamlar ljósmyndavélar sem dæmi um slíka hluti. Verðmætar ljósmyndavörur Sigurður Helgi segir þá frá því þegar hann var að hjálpa fólki sem var næstum því búið að fara með mikil verðmæti í Góða hirðinn. „Ég til dæmis man eftir því einu sinni þá fór ég til fólks og í kassa sem átti að fara í Góða hirðinn voru Leica myndavélar og Leica linsur. Leica er náttúrulega þýsk eðal gæðaljósmyndavörur. Ég held að þetta hafi verið á í kringum milljón sem var í þessum kassa.“ Sigurður Helgi telur að fólk líti á svona myndavélar og hugsi með sér að fólk sé hætt að nota þær, því losi það sig við þær. Það er þó ljóst að fólk gæti viljað staldra við áður en það losar sig við svona muni því að sögn Sigurðar Helga tók enga stund að selja ljósmyndavörurnar. „Það var mjög auðvelt að hjálpa fólkinu að koma þessu í verð vegna þess að markaðurinn fyrir þessar ofboðslega vönduðu vörur er til staðar. Fólk bara áttar sig hreinlega ekki á þessu.“ Reykjavík síðdegis Sorpa Grín og gaman Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Sjá meira
Rætt var við Sigurð Helga í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Sigurður Helgi segir að nokkrir aðilar, hann sjálfur þar með talinn, hafi tekið það að sér að aðstoða fólk við að meta verðmæti hluta, til dæmis í dánarbúum. „Þegar kemur að svona eins og með dánarbú, þegar fólk situr kannski með heilt einbýlishús og það veit í raun og veru ekkert hvar það á að byrja, þá eru nokkrir aðilar sem hafa tekið að sér að koma inn og reyna að aðstoða fólk við að hafa einhverja yfirsýn. Vegna þess að þetta getur verið svo ofboðslega mikið. Það sem við erum að reyna að koma í veg fyrir er að fólk hendi verðmætum hlutum eða gefi þá.“ Sigurður Helgi er þá spurður hvort Íslendingar séu gjarnir á að henda hlutum án þess að hugsa út í verðmæti þeirra. „Ég held að þetta hafi svolítið breyst,“ segir hann við því. „Fólk hélt betur utan um hlutina að mínu mati hér áður fyrr, fólk nýtti hluti betur. En mín kynslóð, við erum svolítil svona IKEA kynslóð, förum og kaupum nýtt og hendum því sem er gamalt. Kannski er líka notagildið á hlutunum öðruvísi en það var.“ Mismunandi hvers konar hlutir eru verðmætir Aðspurður um það í hvaða hlutum verðmætin liggja oftast segir Sigurður Helgi að það sé mjög mismunandi. „Þetta er alls konar. Það er það sem við sjáum svolítið,“ segir hann. „Þegar ég kem heim til fólks þá er það oft þetta sem fólk heldur að sé mjög verðmætt, það er ekki það sem við erum að leita að. Það er til ofboðslega mikið af gömlum saumavélum sem amma átti og það var Biblía á hverju einasta heimili.“ Sigurður Helgi segir að fólk átti sig kannski ekki á því hvaða hlutir það eru sem geta verið verðmætir. Hann nefnir Montblanc penna og gamlar ljósmyndavélar sem dæmi um slíka hluti. Verðmætar ljósmyndavörur Sigurður Helgi segir þá frá því þegar hann var að hjálpa fólki sem var næstum því búið að fara með mikil verðmæti í Góða hirðinn. „Ég til dæmis man eftir því einu sinni þá fór ég til fólks og í kassa sem átti að fara í Góða hirðinn voru Leica myndavélar og Leica linsur. Leica er náttúrulega þýsk eðal gæðaljósmyndavörur. Ég held að þetta hafi verið á í kringum milljón sem var í þessum kassa.“ Sigurður Helgi telur að fólk líti á svona myndavélar og hugsi með sér að fólk sé hætt að nota þær, því losi það sig við þær. Það er þó ljóst að fólk gæti viljað staldra við áður en það losar sig við svona muni því að sögn Sigurðar Helga tók enga stund að selja ljósmyndavörurnar. „Það var mjög auðvelt að hjálpa fólkinu að koma þessu í verð vegna þess að markaðurinn fyrir þessar ofboðslega vönduðu vörur er til staðar. Fólk bara áttar sig hreinlega ekki á þessu.“
Reykjavík síðdegis Sorpa Grín og gaman Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Sjá meira