Erlent

G20 ríkin funda á Indlandi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna Antony Blinken, efst fyrir miðju, gengur framhjá rússneska kollega sínum Sergey Lavrov á G20 fundinum í morgun.
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna Antony Blinken, efst fyrir miðju, gengur framhjá rússneska kollega sínum Sergey Lavrov á G20 fundinum í morgun. Olivier Douliery/AP

Utanríkisráðherrar G20 ríkjanna koma saman í Nýju Delí á Indlandi í dag.

Búist er við að stríðið í Úkraínu verði eitt helsta álitamálið en einnig aukin áhersla Kínverja á að láta til sín taka á alþjóðavettvangi. Gestgjafarnir vilja hinsvegar leggja áherslu á að hópurinn komist að samkomulagi hvað varðar fátækustu lönd heims þótt ekki verði hægt að leysa deilurnar vegna Úkraínustríðsins.

Narenda Modi forsætisráðherra Indlands hvatti ráðherrana í opnunarávarpi sínu til þess að láta stóru deilumálin ekki eyðileggja möguleikann á því að komast að samkomulagi um aðgerðir til handa fátækustu ríkjum heims, lausnir á loftslagsvandanum og orkuöryggi.

Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands eru báðir mættir á fundinn en þeir hafa ekki hist frá því í júlí. Ekki er þó búist við að þeir Antony Blinken og Sergei Lavrov ræðist við í einrúmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×