Byggja við alla þá framhaldsskóla sem sinna verknámi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. mars 2023 13:10 Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra kynnti stórtæk uppbyggingaráform varðandi starfsnám í framhaldsskólum. Vísir/Vilhelm Viðbyggingar við alla þá framhaldsskóla sem bjóða upp á verknám munu rísa á næstu fimm til sex árum til að mæta þeirri fjölgun nemenda sem viðbúið er að muni leggja stund á verknám. Ný spá um fjölgun nema í framhaldsskólum miðar við að fjöldi þeirra sem muni velja verknám á næstu tíu árum verði kominn upp í 42,5%. Stofnkostnaður við uppbygginguna er 6,6 milljarðar. Hlutur ríkisins nemur 4 milljörðum en sveitarfélaganna 2,6 milljarðar. Þetta kom fram á morgunverðarfundi Ásmundar Einars Daðasonar mennta-og barnamálaráðherra í morgun. Umfjöllunarefnið var stórtæk uppbygging starfsnáms í framhaldsskólum landsins. „Kjarni málsins er að nemum í starfsnámi mun fjölga verulega. Á sama tíma mun nemum í bóknámi fækka verulega og við verðum að bregðast við þessari breytingu.“ Ráðherrann byggir þessa fullyrðingu á nýrri mannfjöldaspá Hagstofu íslands en hún gerir ráð fyrir að á næstu tíu árum fari hlutfall nemenda í starfsnámi úr 33,5 % upp í 42,5 %. Langt undir meðaltali Norðurlandanna Hlutfall starfsnema í dag er talsvert undir meðaltali Norðurlandanna sem er 45,5 %. „Við eigum alllangt í land þegar kemur að því að ná meðaltali Norðurlandanna, svo getum við farið til landa eins og Finnlands þar sem á milli 60 og 70% nema fara í starfsnám að loknum grunnskóla.“ Byggja 12-16 þúsund fermetra af verknámshúsnæði Síðustu ár hefur fjöldi nema í starfsnámi aukist lítillega en þó jafnt og þétt. Til þess að mæta fyrirsjáanlegri aukningu í starfsnámi ætla stjórnvöld að byggja 12-16 þúsund fermetra af húsnæði fyrir verknám á næstu tíu árum. „Við reiknum með því að framhaldsskólar landsins, sem eru með starfsnám í dag, við reiknum með viðbyggingu við þá skóla. Við erum hér bara formlega í dag að setja þá vinnu á fullt og munum setja mikinn pólitískan kraft í það að aðstoða þessa skóla við að fara í gegnum allt það ferli sem þarf áður en til viðbygginga kemur,“ segir Ásmundur Einar Daðason mennta-og barnamálaráðherra. Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bein útsending: Meira og betra verknám Mennta- og barnamálaráðherra stendur fyrir morgunverðarfundi um stórtæka uppbyggingu starfsnáms í framhaldsskólum landsins í Nauthóli milli klukkan 8:45 og 10 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilara að neðan. 2. mars 2023 08:30 Boðar bráðaaðgerðir í iðnnámi Menntamálaráðherra heitir því að stjórnvöld muni gera það sem hægt er til að tryggja að sem flestir fái aðgang að verknámi sem það vilja. Komið hefur fram að mun færri komast að en vilja í slíkt nám, en ráðherra segir hugsanlegt að ekki verði hægt að bregðast við öllum sem vilja komast að. 9. ágúst 2022 11:55 Þrefalt fleiri nemendur á örfáum árum Sprenging hefur orðið í umsóknum um verknám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, einkum í húsasmíðum og rafvirkjun. Skólameistarinn segir þróunina hafa verið hraðari en fólk átti von á - þannig að færri komast að en vilja. Þetta er líka staðan um allt land, þar sem 20% umsækjenda um verknám fá höfnun. 8. ágúst 2022 22:06 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ný spá um fjölgun nema í framhaldsskólum miðar við að fjöldi þeirra sem muni velja verknám á næstu tíu árum verði kominn upp í 42,5%. Stofnkostnaður við uppbygginguna er 6,6 milljarðar. Hlutur ríkisins nemur 4 milljörðum en sveitarfélaganna 2,6 milljarðar. Þetta kom fram á morgunverðarfundi Ásmundar Einars Daðasonar mennta-og barnamálaráðherra í morgun. Umfjöllunarefnið var stórtæk uppbygging starfsnáms í framhaldsskólum landsins. „Kjarni málsins er að nemum í starfsnámi mun fjölga verulega. Á sama tíma mun nemum í bóknámi fækka verulega og við verðum að bregðast við þessari breytingu.“ Ráðherrann byggir þessa fullyrðingu á nýrri mannfjöldaspá Hagstofu íslands en hún gerir ráð fyrir að á næstu tíu árum fari hlutfall nemenda í starfsnámi úr 33,5 % upp í 42,5 %. Langt undir meðaltali Norðurlandanna Hlutfall starfsnema í dag er talsvert undir meðaltali Norðurlandanna sem er 45,5 %. „Við eigum alllangt í land þegar kemur að því að ná meðaltali Norðurlandanna, svo getum við farið til landa eins og Finnlands þar sem á milli 60 og 70% nema fara í starfsnám að loknum grunnskóla.“ Byggja 12-16 þúsund fermetra af verknámshúsnæði Síðustu ár hefur fjöldi nema í starfsnámi aukist lítillega en þó jafnt og þétt. Til þess að mæta fyrirsjáanlegri aukningu í starfsnámi ætla stjórnvöld að byggja 12-16 þúsund fermetra af húsnæði fyrir verknám á næstu tíu árum. „Við reiknum með því að framhaldsskólar landsins, sem eru með starfsnám í dag, við reiknum með viðbyggingu við þá skóla. Við erum hér bara formlega í dag að setja þá vinnu á fullt og munum setja mikinn pólitískan kraft í það að aðstoða þessa skóla við að fara í gegnum allt það ferli sem þarf áður en til viðbygginga kemur,“ segir Ásmundur Einar Daðason mennta-og barnamálaráðherra.
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bein útsending: Meira og betra verknám Mennta- og barnamálaráðherra stendur fyrir morgunverðarfundi um stórtæka uppbyggingu starfsnáms í framhaldsskólum landsins í Nauthóli milli klukkan 8:45 og 10 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilara að neðan. 2. mars 2023 08:30 Boðar bráðaaðgerðir í iðnnámi Menntamálaráðherra heitir því að stjórnvöld muni gera það sem hægt er til að tryggja að sem flestir fái aðgang að verknámi sem það vilja. Komið hefur fram að mun færri komast að en vilja í slíkt nám, en ráðherra segir hugsanlegt að ekki verði hægt að bregðast við öllum sem vilja komast að. 9. ágúst 2022 11:55 Þrefalt fleiri nemendur á örfáum árum Sprenging hefur orðið í umsóknum um verknám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, einkum í húsasmíðum og rafvirkjun. Skólameistarinn segir þróunina hafa verið hraðari en fólk átti von á - þannig að færri komast að en vilja. Þetta er líka staðan um allt land, þar sem 20% umsækjenda um verknám fá höfnun. 8. ágúst 2022 22:06 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Bein útsending: Meira og betra verknám Mennta- og barnamálaráðherra stendur fyrir morgunverðarfundi um stórtæka uppbyggingu starfsnáms í framhaldsskólum landsins í Nauthóli milli klukkan 8:45 og 10 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilara að neðan. 2. mars 2023 08:30
Boðar bráðaaðgerðir í iðnnámi Menntamálaráðherra heitir því að stjórnvöld muni gera það sem hægt er til að tryggja að sem flestir fái aðgang að verknámi sem það vilja. Komið hefur fram að mun færri komast að en vilja í slíkt nám, en ráðherra segir hugsanlegt að ekki verði hægt að bregðast við öllum sem vilja komast að. 9. ágúst 2022 11:55
Þrefalt fleiri nemendur á örfáum árum Sprenging hefur orðið í umsóknum um verknám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, einkum í húsasmíðum og rafvirkjun. Skólameistarinn segir þróunina hafa verið hraðari en fólk átti von á - þannig að færri komast að en vilja. Þetta er líka staðan um allt land, þar sem 20% umsækjenda um verknám fá höfnun. 8. ágúst 2022 22:06