ÍBV átti að vinna FH með tíu mörkum samkvæmt xG tölfræðinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. mars 2023 13:30 Petar Jokanovic hefur spilað ágætlega á þessu ári en náði sér engan veginn á strik í Kaplakrika í gær. vísir/hulda margrét Samkvæmt xG-tölfræðinni átti ÍBV að vinna FH í gær með tíu marka mun. FH-ingar unnu hins vegar leikinn á parketinu með þriggja marka mun, 27-24. HB Statz er tiltölulega nýbyrjað að birta xG tölfræði leikja í Olís-deildunum. Tölfræðin um vænt mörk tekur saman hversu mörg mörk lið eiga að skora samkvæmt færunum sem það skapar sér. HB Statz tekur einnig saman xS, það er hversu mörg skot markverðir eiga að verja. Þessi tölfræði í leik FH og ÍBV er afar áhugaverð. Samkvæmt xG áttu Eyjamenn að skora 31 mark en FH-ingar 21. ÍBV skoraði hins vegar aðeins 24 mörk en FH 27. Himinn og haf var á milli liðanna þegar kemur að markvörslu. Phil Döhler varði sextán skot í marki FH, eða fjörutíu prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Samkvæmt xS tölfræðinni átti hann að verja 12,8 skot. Markverðir ÍBV, þeir Petar Jokanovic og Pavel Miskevich, vörðu hins vegar aðeins þrjú skot allan leikinn, eða tíu prósent þeirra skota sem þeir fengu á sig. Samkvæmt xS tölfræðinni hefðu þeir átt að verja 8,2 skot. Vegna stórleiks Döhlers kom það ekki að sök að FH tapaði boltanum átján sinnum, eða helmingi oftar en ÍBV. Munurinn á skotnýtingunni var 23 prósent. FH var með 73 prósent skotnýtingu en ÍBV fimmtíu prósent. Skýrslu HB Statz úr leiknum í Kaplakrika má nálgast með því að smella hér. FH er í 2. sæti deildarinnar með 24 stig en ÍBV í 5. sætinu með tuttugu stig. Eyjamenn eiga hins vegar tvo leiki til góða á FH-inga. Olís-deild karla FH ÍBV Tengdar fréttir „Það munaði á markvörslunni“ FH og ÍBV mættust í mikilvægum leik um annað sætið í Olís-deild karla í Kaplakrika í kvöld og voru það Hafnfirðingar sem tóku stigin tvö. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var vitanlega svekktur með þriggja marka ósigur. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og leiddu framan af, en eftir um það bil tuttugu mínútna leik snerist leikurinn heimamönnum í hag. 2. mars 2023 20:48 Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Sjá meira
HB Statz er tiltölulega nýbyrjað að birta xG tölfræði leikja í Olís-deildunum. Tölfræðin um vænt mörk tekur saman hversu mörg mörk lið eiga að skora samkvæmt færunum sem það skapar sér. HB Statz tekur einnig saman xS, það er hversu mörg skot markverðir eiga að verja. Þessi tölfræði í leik FH og ÍBV er afar áhugaverð. Samkvæmt xG áttu Eyjamenn að skora 31 mark en FH-ingar 21. ÍBV skoraði hins vegar aðeins 24 mörk en FH 27. Himinn og haf var á milli liðanna þegar kemur að markvörslu. Phil Döhler varði sextán skot í marki FH, eða fjörutíu prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Samkvæmt xS tölfræðinni átti hann að verja 12,8 skot. Markverðir ÍBV, þeir Petar Jokanovic og Pavel Miskevich, vörðu hins vegar aðeins þrjú skot allan leikinn, eða tíu prósent þeirra skota sem þeir fengu á sig. Samkvæmt xS tölfræðinni hefðu þeir átt að verja 8,2 skot. Vegna stórleiks Döhlers kom það ekki að sök að FH tapaði boltanum átján sinnum, eða helmingi oftar en ÍBV. Munurinn á skotnýtingunni var 23 prósent. FH var með 73 prósent skotnýtingu en ÍBV fimmtíu prósent. Skýrslu HB Statz úr leiknum í Kaplakrika má nálgast með því að smella hér. FH er í 2. sæti deildarinnar með 24 stig en ÍBV í 5. sætinu með tuttugu stig. Eyjamenn eiga hins vegar tvo leiki til góða á FH-inga.
Olís-deild karla FH ÍBV Tengdar fréttir „Það munaði á markvörslunni“ FH og ÍBV mættust í mikilvægum leik um annað sætið í Olís-deild karla í Kaplakrika í kvöld og voru það Hafnfirðingar sem tóku stigin tvö. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var vitanlega svekktur með þriggja marka ósigur. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og leiddu framan af, en eftir um það bil tuttugu mínútna leik snerist leikurinn heimamönnum í hag. 2. mars 2023 20:48 Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Sjá meira
„Það munaði á markvörslunni“ FH og ÍBV mættust í mikilvægum leik um annað sætið í Olís-deild karla í Kaplakrika í kvöld og voru það Hafnfirðingar sem tóku stigin tvö. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var vitanlega svekktur með þriggja marka ósigur. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og leiddu framan af, en eftir um það bil tuttugu mínútna leik snerist leikurinn heimamönnum í hag. 2. mars 2023 20:48